Múlanum ætlað að fjölga Norðfirðingum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2021 09:31 Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN, Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað. Einar Árnason Norðfirðingar vonast til að heimta aftur brottflutta íbúa til baka og fá fjölda nýrra starfa með skrifstofuklasa og nýsköpunarmiðstöð sem búið er að opna í Neskaupstað. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá nýju hlutverki húss sem áður var hverfisverslun í austasta hluta Neskaupstaðar. Þann 1. febrúar síðastliðinn, eftir stækkun og endurbætur, var það opnað sem skrifstofuklasi og kallað Múlinn, eftir Hellisfjarðarmúla, sem blasir við bæjarbúum handan Norðfjarðar. Múlinn er í austasta hluta Neskaupstaðar.Einar Árnason Þegar starfa milli tuttugu og þrjátíu manns í húsinu frá tíu ólíkum fyrirtækjum og stofnunum. Þar eru til dæmis Deloitte endurskoðendur, Stapi lífeyrissjóður, Náttúrustofa Austurlands, Austurbrú og rannsóknarstofur Matís en eigandi hússins er Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað. „Við búumst við að þetta verði svona suðupottur. Nú þegar hafa bæst við þrjú ný störf í bæinn út af þessari byggingu okkar,“ segir Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN. Sameiginleg kaffistofa Múlans.Einar Árnason Í húsinu gildir sú regla að bannað er að hafa kaffikönnu inni í eigin rými. Allir verða að hittast á kaffistofunni. „Það verður til þess að fólk úr mismunandi greinum fer að tala saman. Hugsanlega verður þá til verkefni úr því og þá nýsköpun og þróun,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason Enn eru lausar skrifstofur og hægt er að leigja sér stakt borð. Þeir Guðmundur og Jón Björn lýsa því hvernig Múlinn skapar tækifæri fyrir þá sem vilja flytja út á land, ekki síst brottflutta Norðfirðinga, til að flytja störf án staðsetningar með sér. Athygli vekur að það er einn stærsti eigandi Síldarvinnslunnar stendur að þessu. „Það er oft talað um það á hátíðarstundum að arðurinn af auðlindinni eigi að renna til þjóðarinnar. Það er það sem við erum að gera hjá SÚN. Við erum að nýta arðinn af hlutabréfunum í Síldarvinnslunni til uppbyggingarverkefna í Neskaupstað,“ segir Guðmundur. Frá Neskaupstað.Einar Árnason „Það er ekki hlaupið að því að reisa svona hús. Við erum heppin að Samvinnufélagið hér er með það að markmiði að styrkja samfélagið,“ segir bæjarstjórinn. „Svo getum við líka byggt við. Og við höfum fullan hug á því. Ég hef alltaf sagt að þetta er bara fyrsti áfangi,“ segir framkvæmdastjóri SÚN. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Nýsköpun Byggðamál Tengdar fréttir Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu. 27. mars 2021 21:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá nýju hlutverki húss sem áður var hverfisverslun í austasta hluta Neskaupstaðar. Þann 1. febrúar síðastliðinn, eftir stækkun og endurbætur, var það opnað sem skrifstofuklasi og kallað Múlinn, eftir Hellisfjarðarmúla, sem blasir við bæjarbúum handan Norðfjarðar. Múlinn er í austasta hluta Neskaupstaðar.Einar Árnason Þegar starfa milli tuttugu og þrjátíu manns í húsinu frá tíu ólíkum fyrirtækjum og stofnunum. Þar eru til dæmis Deloitte endurskoðendur, Stapi lífeyrissjóður, Náttúrustofa Austurlands, Austurbrú og rannsóknarstofur Matís en eigandi hússins er Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað. „Við búumst við að þetta verði svona suðupottur. Nú þegar hafa bæst við þrjú ný störf í bæinn út af þessari byggingu okkar,“ segir Guðmundur R. Gíslason, framkvæmdastjóri SÚN. Sameiginleg kaffistofa Múlans.Einar Árnason Í húsinu gildir sú regla að bannað er að hafa kaffikönnu inni í eigin rými. Allir verða að hittast á kaffistofunni. „Það verður til þess að fólk úr mismunandi greinum fer að tala saman. Hugsanlega verður þá til verkefni úr því og þá nýsköpun og þróun,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.Einar Árnason Enn eru lausar skrifstofur og hægt er að leigja sér stakt borð. Þeir Guðmundur og Jón Björn lýsa því hvernig Múlinn skapar tækifæri fyrir þá sem vilja flytja út á land, ekki síst brottflutta Norðfirðinga, til að flytja störf án staðsetningar með sér. Athygli vekur að það er einn stærsti eigandi Síldarvinnslunnar stendur að þessu. „Það er oft talað um það á hátíðarstundum að arðurinn af auðlindinni eigi að renna til þjóðarinnar. Það er það sem við erum að gera hjá SÚN. Við erum að nýta arðinn af hlutabréfunum í Síldarvinnslunni til uppbyggingarverkefna í Neskaupstað,“ segir Guðmundur. Frá Neskaupstað.Einar Árnason „Það er ekki hlaupið að því að reisa svona hús. Við erum heppin að Samvinnufélagið hér er með það að markmiði að styrkja samfélagið,“ segir bæjarstjórinn. „Svo getum við líka byggt við. Og við höfum fullan hug á því. Ég hef alltaf sagt að þetta er bara fyrsti áfangi,“ segir framkvæmdastjóri SÚN. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Nýsköpun Byggðamál Tengdar fréttir Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34 Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu. 27. mars 2021 21:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. 29. mars 2021 23:34
Nýstárlegri starfsemi í gömlu húsi ætlað að koma Norðfirði á kortið Fyrsta alþjóðalega gestavinnustofan hérlendis fyrir hinsegin listamenn verður opnuð í Neskaupstað um páskana í næstelsta húsi bæjarins. Stofnendur vonast til að verkefnið komi Norðfirði á kortið fyrir menningarlega sérstöðu. 27. mars 2021 21:45