Hjartnæm ástæða en dómaranum gæti verið refsað Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 08:31 Octavian Sovre náði að fá eiginhandaráritun frá Erling Braut Haaland í fyrrakvöld, á gult og rautt spjald sem hann var með í brjóstvasanum. Getty/Alex Nicodim og Clive Brunskill Það vakti mikla athygli í vikunni þegar það sást til rúmenska dómarans Octavian Sovre fá eiginhandaráritun hjá norsku fótboltastjörnunni Erling Braut Haaland. Sovre gerði þetta í þágu góðs málefnis en athæfið gæti dregið dilk á eftir sér. Sovre var annar aðstoðardómaranna í 2-1 sigri Manchester City og Dortmund. Haaland, sem lagði upp mark Dortmund, tók vel í beiðni Sovres eftir leik og gaf eiginhandaráritun á gult og rautt spjald. Þetta gerði hann í leikmannagöngunum á Etihad-leikvanginum og náðust af því sjónvarpsmyndir. Rúmenski miðillinn Gazeta Sporturilor greinir frá því að Sovre hafi fengið eiginhandaráritanirnar til að hjálpa einhverfu fólki, börnum og fullorðnum, í Bihor-héraðinu. Verða þær boðnar upp á árlegu uppboði samtaka sem Sovre hefur stutt við undanfarin fimm ár með gjöfum úr sínu starfi í alþjóðafótboltanum. Get ekki lýst því hve mikið hann hefur hjálpað okkur „Ég get ekki lýst því hve mikið Octavian hefur hjálpað okkur í mörg ár,“ segir Simona Zlibut, forstöðukona samtakanna. Gjafirnar frá Sovre hafa ýmist verið treyjur, myndir eða eiginhandaráritanir. Haaland's signed cards will go to an auction to help people with autism.That's why Romanian ref Sovre was running after Erling last night at the Etihad. #MCIBVB #bvb pic.twitter.com/QcOcNh90jQ— Emanuel Ro u (@Emishor) April 7, 2021 Zlibut segir að hún og Sovre hafi raunar þekkst síðan þau voru í leikskóla. Foreldrar þeirra beggja séu frá bænum Sanmartin. „Við vitum að við getum ekki fjármagnað starfsemi okkar með öðrum hætti. Ef að ég myndi hringja og biðja um peninga myndi næstum því enginn styrkja okkur en þegar kemur að því að kaupa hluti, treyjur, málverk, eiginhandaráritanir eða myndir á uppboði, þá er fólk til í að borga,“ sagði Zlibut. Breska blaðið The Times segir að líklegt sé að það muni bitna á Sovre að hafa beðið Haaland um eiginhandaráritun, hvað framtíðarverkefni hans hjá UEFA snerti. Dómarar mega þiggja hóflegar gjafir, svo sem treyjur eða flögg, frá knattspyrnufélögum en aldrei biðja um þær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, heldur utan um Evrópukeppnir félagsliða og landsliða. Dortmund og City mætast að nýju í Þýskalandi á miðvikudaginn í næstu viku. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Sovre var annar aðstoðardómaranna í 2-1 sigri Manchester City og Dortmund. Haaland, sem lagði upp mark Dortmund, tók vel í beiðni Sovres eftir leik og gaf eiginhandaráritun á gult og rautt spjald. Þetta gerði hann í leikmannagöngunum á Etihad-leikvanginum og náðust af því sjónvarpsmyndir. Rúmenski miðillinn Gazeta Sporturilor greinir frá því að Sovre hafi fengið eiginhandaráritanirnar til að hjálpa einhverfu fólki, börnum og fullorðnum, í Bihor-héraðinu. Verða þær boðnar upp á árlegu uppboði samtaka sem Sovre hefur stutt við undanfarin fimm ár með gjöfum úr sínu starfi í alþjóðafótboltanum. Get ekki lýst því hve mikið hann hefur hjálpað okkur „Ég get ekki lýst því hve mikið Octavian hefur hjálpað okkur í mörg ár,“ segir Simona Zlibut, forstöðukona samtakanna. Gjafirnar frá Sovre hafa ýmist verið treyjur, myndir eða eiginhandaráritanir. Haaland's signed cards will go to an auction to help people with autism.That's why Romanian ref Sovre was running after Erling last night at the Etihad. #MCIBVB #bvb pic.twitter.com/QcOcNh90jQ— Emanuel Ro u (@Emishor) April 7, 2021 Zlibut segir að hún og Sovre hafi raunar þekkst síðan þau voru í leikskóla. Foreldrar þeirra beggja séu frá bænum Sanmartin. „Við vitum að við getum ekki fjármagnað starfsemi okkar með öðrum hætti. Ef að ég myndi hringja og biðja um peninga myndi næstum því enginn styrkja okkur en þegar kemur að því að kaupa hluti, treyjur, málverk, eiginhandaráritanir eða myndir á uppboði, þá er fólk til í að borga,“ sagði Zlibut. Breska blaðið The Times segir að líklegt sé að það muni bitna á Sovre að hafa beðið Haaland um eiginhandaráritun, hvað framtíðarverkefni hans hjá UEFA snerti. Dómarar mega þiggja hóflegar gjafir, svo sem treyjur eða flögg, frá knattspyrnufélögum en aldrei biðja um þær. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, heldur utan um Evrópukeppnir félagsliða og landsliða. Dortmund og City mætast að nýju í Þýskalandi á miðvikudaginn í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira