Frumsýning hjá Haaland á Etihad Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. apríl 2021 14:01 Erling Braut Haaland er mættur til Manchester ásamt liðsfélögum sínum. Hávær orðrómur er um að Haaland gæti gengið til lið við Manchester City í sumar sem arftaki Sergio Aguero. getty/Alexandre Simoes Manchester City heldur áfram á braut sinni í leit að fernunni svokölluðu þegar Borussia Dortmund mætir í heimsókn á Etihad leikvanginn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Erling Braut Haaland hefur verið magnaður fyrir Dortmund á tímabilinu, og ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi um að næsti viðkomustaður hans verði Manchester City. Haaland hefur, eins og áður segir, farið á kostum með Dortmund síðan hann gekk til liðs við þá frá RB Salzburg í janúar í fyrra. Þessi tvítugi Norðmaður hefur skorað 22 mörk í 21 leik í þýsku deildinni í vetur, ásamt því að skora tíu mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Hann varð á dögunum fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar til að skora 20 mörk, og hefur nú skorað í sex leikjum í röð í deild þeirra bestu. Haaland gæti því orðið aðeins fimmti leikmaðurinn til að skora í sjö Meistaradeildarleikjum í röð með marki í kvöld. Klippa: Mörk Erlings Haaland í Meistaradeildinni Manchester City og Dortmund hafa mæst tvisvar áður, í bæði skiptin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2012-2013. Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli á Etihad vellinum, en Dortmund fór með 1-0 sigur í Þýskalandi. Bæði lið hafa átt í erfiðleikum með að komast áfram úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dortmund gerði það síðast tímabilið 2012-2013 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Bayern Munich. Manchester City hefur tapað fjórum af seinustu fimm leikjum sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og dottið úr keppninni á þessu stigi seinustu þrjú ár samfleytt. Það verður því spennandi að sjá hvort að norski framherjinn geti lagt stein í götu City í vegferð þeirra að fernunni, og um leið heillað stjórnarmenn liðsins enn frekar sem mögulegur arftaki Sergio Aguero. Leikur Manchester City og Dortmund hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3, en upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira
Erling Braut Haaland hefur verið magnaður fyrir Dortmund á tímabilinu, og ýmsar sögusagnir hafa verið í gangi um að næsti viðkomustaður hans verði Manchester City. Haaland hefur, eins og áður segir, farið á kostum með Dortmund síðan hann gekk til liðs við þá frá RB Salzburg í janúar í fyrra. Þessi tvítugi Norðmaður hefur skorað 22 mörk í 21 leik í þýsku deildinni í vetur, ásamt því að skora tíu mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Hann varð á dögunum fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar til að skora 20 mörk, og hefur nú skorað í sex leikjum í röð í deild þeirra bestu. Haaland gæti því orðið aðeins fimmti leikmaðurinn til að skora í sjö Meistaradeildarleikjum í röð með marki í kvöld. Klippa: Mörk Erlings Haaland í Meistaradeildinni Manchester City og Dortmund hafa mæst tvisvar áður, í bæði skiptin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2012-2013. Fyrri leikurinn endaði með 1-1 jafntefli á Etihad vellinum, en Dortmund fór með 1-0 sigur í Þýskalandi. Bæði lið hafa átt í erfiðleikum með að komast áfram úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dortmund gerði það síðast tímabilið 2012-2013 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem þeir þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Bayern Munich. Manchester City hefur tapað fjórum af seinustu fimm leikjum sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og dottið úr keppninni á þessu stigi seinustu þrjú ár samfleytt. Það verður því spennandi að sjá hvort að norski framherjinn geti lagt stein í götu City í vegferð þeirra að fernunni, og um leið heillað stjórnarmenn liðsins enn frekar sem mögulegur arftaki Sergio Aguero. Leikur Manchester City og Dortmund hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 3, en upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Sjá meira