Minnist bróður síns sem féll frá um helgina: „Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 20:57 Guðný Sigríður Eiríksdóttir minnist bróður síns, Daníels Eiríkssonar, með hlýju. Maðurinn sem lést af áverkum sem hann hlaut fyrir utan heimili sitt í Kórahverfi í Kópavogi á föstudaginn langa hét Daníel Eiríksson. Daníel var fæddur árið 1990 en einn maður situr í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarhagsmuna vegna andlátsins. Systir Daníels, Guðný Sigríður Eiríksdóttir, minnist bróður síns í fallegri kveðju á Facebook-síðu sinni í dag. „Elsku besti litli bróðir minn. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn frá okkur. Þetta er svo ósanngjarnt og óraunverulegt... Þú áttir þetta ekki skilið,“ skrifar Guðný, sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að vitna í færsluna. Hún lýsir bróður sínum sem hjálpsömum og góðum dreng sem hafi ekkert aumt mátt sjá. „Það kom þér stundum í vandræði og þú mættir alltaf ósigrandi til leiks. Þú varst svo hraustur með óteljandi líf! Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu. Hjartað þitt vildi ekki hætta að slá. Þú þráðir svo heitt að lifa eðlilegu lífi elsku Daníel minn og stóðst þig eins og hetja. Þú varst klettur fyrir svo marga síðustu mánuði,“ skrifar Guðný. Hún segir erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur hringt í bróður sinn, skutlað honum um og notið samverustunda með honum og fjölskyldunni. „En ég veit að þú vakir yfir okkur & heyrir í okkur,“ skrifar Guðný meðal annars. „Er svo þakklát fyrir fallegu kveðjustundina sem við áttum með þér. Hvíldu í friði elsku litli bróðir minn. Elska þig að eilífu.“ Einn í gæsluvarðhaldi Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur lögreglan til rannsóknar hvernig andlát Daníels bar að og situr einn maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á Daníel en upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Símasamskipti sem lögregla fann í síma Daníels leiddu til þess að mennirnir voru handteknir. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu en sá er sætir gæsluvarðhaldi hefur borið fyrir sig að um slys hafi verið að ræða. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn vildi í samtali við Rúv fyrr í kvöld ekki gefa upp hvort andlátið sé rannsakað sem manndráp en til rannsóknar sé hvernig hinn látni hlaut þá áverka sem hann var með. Lögreglumál Mannslát í Vindakór Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Systir Daníels, Guðný Sigríður Eiríksdóttir, minnist bróður síns í fallegri kveðju á Facebook-síðu sinni í dag. „Elsku besti litli bróðir minn. Ég vil ekki trúa að þú sért farinn frá okkur. Þetta er svo ósanngjarnt og óraunverulegt... Þú áttir þetta ekki skilið,“ skrifar Guðný, sem gaf Vísi góðfúslegt leyfi til að vitna í færsluna. Hún lýsir bróður sínum sem hjálpsömum og góðum dreng sem hafi ekkert aumt mátt sjá. „Það kom þér stundum í vandræði og þú mættir alltaf ósigrandi til leiks. Þú varst svo hraustur með óteljandi líf! Hjartað þitt var úr gulli og þú barðist fyrir lífinu þínu. Hjartað þitt vildi ekki hætta að slá. Þú þráðir svo heitt að lifa eðlilegu lífi elsku Daníel minn og stóðst þig eins og hetja. Þú varst klettur fyrir svo marga síðustu mánuði,“ skrifar Guðný. Hún segir erfitt að hugsa til þess að geta ekki lengur hringt í bróður sinn, skutlað honum um og notið samverustunda með honum og fjölskyldunni. „En ég veit að þú vakir yfir okkur & heyrir í okkur,“ skrifar Guðný meðal annars. „Er svo þakklát fyrir fallegu kveðjustundina sem við áttum með þér. Hvíldu í friði elsku litli bróðir minn. Elska þig að eilífu.“ Einn í gæsluvarðhaldi Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur lögreglan til rannsóknar hvernig andlát Daníels bar að og situr einn maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á Daníel en upphaflega voru þrír rúmenskir karlmenn handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur verið sleppt. Símasamskipti sem lögregla fann í síma Daníels leiddu til þess að mennirnir voru handteknir. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu en sá er sætir gæsluvarðhaldi hefur borið fyrir sig að um slys hafi verið að ræða. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn vildi í samtali við Rúv fyrr í kvöld ekki gefa upp hvort andlátið sé rannsakað sem manndráp en til rannsóknar sé hvernig hinn látni hlaut þá áverka sem hann var með.
Lögreglumál Mannslát í Vindakór Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira