Alma hefur ítrekað reynt að losa sig úr klóm mannsins, en án árangurs, enda hafa nær engin viðurlög verið við ofsóknum sem fela ekki í sér líkamlegt ofbeldi. Hún segir áhrifamikla og sláandi sögu sína í fyrsta þætti af Ofsóknum sem sýndur verður á Stöð 2 annað kvöld klukkan 20.
Í þáttunum er rætt við íslenskar konur sem hafa þurft að sæta ofsóknum, jafnvel svo árum skiptir. Úrræðaleysi einkennir aðstöðu kvennanna sem eru á valdi eltihrella óafvitandi hvað næsti dagur muni bera í skauti sér.
Stiklu úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.