Óvænt gifting á Hvolsvelli tilkynnt í páskaeggi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. apríl 2021 20:04 Brúðhjónin, Svandís og Guðmundur Jón, sem settu upp giftingahringana í dag eftir að tilkynning um giftinguna kom fram í tuttugu og fimm páskaeggjum fjölskyldunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið húllum hæ í húsi á Hvolsvelli í morgun þegar páskaeggin voru opnuð. Ástæðan er sú að þar var miði inn í, sem tilkynnti um óvænta uppákomu, sem fór fram í skjóli nætur. „Nei, þið eruð ekkert búin að gifta ykkur, gerðuð þið það í fyrra,“ sagði Sindri Sigurjónsson þegar hann var nýbúin að opna páskaeggið sitt í morgun og lesa á miðann inn í því. Þarna var leyndarmálið upplýst, Svandís og Guðmundur í Njálsgerði 3 á Hvolsvelli eru búin að gifta sig án þess að nokkur vissi af, enda koma það börnum og ættingjum þeirra skemmtilega á óvart þegar páskaeggin voru opnuð. Miðinn, sem var inn í páskaeggjunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Þau höfðu reynt að gifta sig ítrekað og boða til athafnar og veislu nokkrum sinnum en hafa alltaf þurft að hætta við vegna heimsfaraldursins. Þau ákváðu því 10. október í haust í skjóli nætur eins og þau segja sjálf, að drífa sig til séra Halldóru J.K. Þorvarðardóttur, prófast í Suðurprófastsdæmi í Fellsmúla í Landsveit til að láta pússa sig saman. Þau ákváðu að halda því leyndu þar til um páskana. Guðmundur fékk það hlutverk að sækja páskaegginn þegar tilkynningin var komin á miða inn í þeim. Þeim va síðan dreift til fjölskyldumeðlima.Aðsend En var það ekki erfitt? „Jú, það er búið að vera mjög erfitt, sérstaklega gagnvart börnunum okkar og öldruðum foreldrum,“ segir Svandís. Hvenær haldið þið að brúðkaupsveislan verði? „Það er stóra spurningin, hún verður kannski í haust þegar börnin okkar koma frá Svíþjóð, elsti sonur minn býr þar. En svo verðum við bæði fimmtíu ára á næsta ári, kannski höldum við almennilegt 100 ára afmæli þá og brúðkaup,“ bætir Svandís við og Guðmundur tekur undir með henni. Svala Ingibjörg, prinsessan á heimilinu hefur verið að æfa sig á píanóið því hún er alveg ákveðin að spila á brúðkaupsveislunni þegar að því kemur. Svala Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem ætlar að spila fallegt lag í brúðkaupsveislunni þegar hún verður haldin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Svandís og Guðmundur settu upp hringana í dag í tilefni af skilaboðunum í páskeggjum til fjölskyldunnar og eru nú búin að innsigla hjónabandið formlega glöð og hamingjusömu með hvort annað, fjölskylduna og lífið sjálft. Brúðhjónin 10. október 2020 með séra Halldóru J.K. Þorvarðadóttur, prófasti.Aðsend Fjallað var um giftinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rangárþing eystra Páskar Þjóðkirkjan Ástin og lífið Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
„Nei, þið eruð ekkert búin að gifta ykkur, gerðuð þið það í fyrra,“ sagði Sindri Sigurjónsson þegar hann var nýbúin að opna páskaeggið sitt í morgun og lesa á miðann inn í því. Þarna var leyndarmálið upplýst, Svandís og Guðmundur í Njálsgerði 3 á Hvolsvelli eru búin að gifta sig án þess að nokkur vissi af, enda koma það börnum og ættingjum þeirra skemmtilega á óvart þegar páskaeggin voru opnuð. Miðinn, sem var inn í páskaeggjunumMagnús Hlynur Hreiðarsson Þau höfðu reynt að gifta sig ítrekað og boða til athafnar og veislu nokkrum sinnum en hafa alltaf þurft að hætta við vegna heimsfaraldursins. Þau ákváðu því 10. október í haust í skjóli nætur eins og þau segja sjálf, að drífa sig til séra Halldóru J.K. Þorvarðardóttur, prófast í Suðurprófastsdæmi í Fellsmúla í Landsveit til að láta pússa sig saman. Þau ákváðu að halda því leyndu þar til um páskana. Guðmundur fékk það hlutverk að sækja páskaegginn þegar tilkynningin var komin á miða inn í þeim. Þeim va síðan dreift til fjölskyldumeðlima.Aðsend En var það ekki erfitt? „Jú, það er búið að vera mjög erfitt, sérstaklega gagnvart börnunum okkar og öldruðum foreldrum,“ segir Svandís. Hvenær haldið þið að brúðkaupsveislan verði? „Það er stóra spurningin, hún verður kannski í haust þegar börnin okkar koma frá Svíþjóð, elsti sonur minn býr þar. En svo verðum við bæði fimmtíu ára á næsta ári, kannski höldum við almennilegt 100 ára afmæli þá og brúðkaup,“ bætir Svandís við og Guðmundur tekur undir með henni. Svala Ingibjörg, prinsessan á heimilinu hefur verið að æfa sig á píanóið því hún er alveg ákveðin að spila á brúðkaupsveislunni þegar að því kemur. Svala Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem ætlar að spila fallegt lag í brúðkaupsveislunni þegar hún verður haldin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Svandís og Guðmundur settu upp hringana í dag í tilefni af skilaboðunum í páskeggjum til fjölskyldunnar og eru nú búin að innsigla hjónabandið formlega glöð og hamingjusömu með hvort annað, fjölskylduna og lífið sjálft. Brúðhjónin 10. október 2020 með séra Halldóru J.K. Þorvarðadóttur, prófasti.Aðsend Fjallað var um giftinguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en innslagið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Rangárþing eystra Páskar Þjóðkirkjan Ástin og lífið Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira