Telur mögulegt að skuldbindingar í loftslagsmálum séu óraunhæfar Sylvía Hall skrifar 4. apríl 2021 12:14 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist efins um hvort Íslendingar séu á réttri leið með þátttöku í loftslagsskuldbindingum Evrópusambandsríkja. Ísland eigi fátt sameiginlegt með þessum þjóðum í loftslagsmálum og hafi verulega sérstöðu hvað þau varðar. Sigríður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi meðal annars loftslagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ný fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár var kynnt á dögunum þar sem lögð var áhersla á að framlög til loftslagsmála yrðu aukin um einn milljarð á ári, en alls renna þrettán milljarðar til málaflokksins á næsta ári. Sigríður kallaði eftir því í umræðu um fjármálaáætlun að það yrði skýrt í hvað peningurinn færi og hver árangur þessara framlaga yrði. „Ég átti orðastað við umhverfisráðherra um að það væri mikilvægt að það lægi fyrir kostnaðargreining, það er að segja að það yrði sett fram hvað við ætlum að setja mikinn pening í þessa tilteknu aðgerð og hversu mikinn árangur hún myndi bera í tilliti til loftslagsmála, hvað okkur tækist að draga mikið úr losun með þessari tilteknu aðgerð.“ Hún segir bratt að leggja svo mikinn pening í málaflokkinn án þess að þættir liggi fyrir. Að hennar mati sé ljóst að sumar aðgerðir muni ekki skila árangri varðandi minni losun en hún fagnar því að umhverfisráðherra hafi tekið undir þau sjónarmið að nauðsynlegt væri að skýra þessi atriði betur. Sigríður er þó efins um að Ísland eigi að gangast undir sömu skuldbindingar og Evrópusambandsríkin þar sem þau lönd séu skemur komin í loftslagsmálum en við. Ísland hafi mikla sérstöðu varðandi endurnýjanlega orkugjafa, og það sama eigi við um Noreg. „Mögulega þurfum við að hugleiða það, aðeins fara yfir þessi mál aftur og kanna hvort að alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur, Íslendingar, hvort þær séu í rauninni ekki bara óraunhæfar og einhvers konar della.“ „Eins og þetta að hoppa á vagninn með öðrum löndum sem ætla að auka endurnýjanlega orkugjafa upp í þrjátíu prósent þegar við sjálf erum með áttatíu prósent.“ Umræðuna má heyra hér að neðan. Sprengisandur Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Sigríður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í dag þar sem hún ræddi meðal annars loftslagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ný fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár var kynnt á dögunum þar sem lögð var áhersla á að framlög til loftslagsmála yrðu aukin um einn milljarð á ári, en alls renna þrettán milljarðar til málaflokksins á næsta ári. Sigríður kallaði eftir því í umræðu um fjármálaáætlun að það yrði skýrt í hvað peningurinn færi og hver árangur þessara framlaga yrði. „Ég átti orðastað við umhverfisráðherra um að það væri mikilvægt að það lægi fyrir kostnaðargreining, það er að segja að það yrði sett fram hvað við ætlum að setja mikinn pening í þessa tilteknu aðgerð og hversu mikinn árangur hún myndi bera í tilliti til loftslagsmála, hvað okkur tækist að draga mikið úr losun með þessari tilteknu aðgerð.“ Hún segir bratt að leggja svo mikinn pening í málaflokkinn án þess að þættir liggi fyrir. Að hennar mati sé ljóst að sumar aðgerðir muni ekki skila árangri varðandi minni losun en hún fagnar því að umhverfisráðherra hafi tekið undir þau sjónarmið að nauðsynlegt væri að skýra þessi atriði betur. Sigríður er þó efins um að Ísland eigi að gangast undir sömu skuldbindingar og Evrópusambandsríkin þar sem þau lönd séu skemur komin í loftslagsmálum en við. Ísland hafi mikla sérstöðu varðandi endurnýjanlega orkugjafa, og það sama eigi við um Noreg. „Mögulega þurfum við að hugleiða það, aðeins fara yfir þessi mál aftur og kanna hvort að alþjóðlegar skuldbindingar sem við höfum tekist á hendur, Íslendingar, hvort þær séu í rauninni ekki bara óraunhæfar og einhvers konar della.“ „Eins og þetta að hoppa á vagninn með öðrum löndum sem ætla að auka endurnýjanlega orkugjafa upp í þrjátíu prósent þegar við sjálf erum með áttatíu prósent.“ Umræðuna má heyra hér að neðan.
Sprengisandur Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira