„Sérkennilegt að sóttvarnalæknir þurfi að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins en svona er þetta nú bara“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2021 12:38 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Héraðsdómi Reykjavíkur hefur borist kröfugerð frá sóttvarnalækni vegna gesta sóttkvíarhótelsins við Þórunnartún sem krefjast þess að taka út sóttkvínna heima hjá sér. Fyrirtaka í málinu fer að líkindum fram eftir hádegi. Sóttvarnalæknir segir sérkennilegt að þurfa að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins. Þórólfur Guðnason hefur skilað Héraðsdómi Reykjavíkur kröfugerð í málinu. Þar bendir hann á nauðsyn sóttkvíarhótels í baráttunni við faraldurinn. „Því við höfum verið að fá upp hópsýkingar sem gæti orðið að stórum faraldri út af því að fólk er ekki að fara eftir leiðbeiningum í sóttkví því miður,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Fyrirtaka í dag Lárentsínus Kristjánsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur segist í samtali við fréttastofu eiga von á því að fyrirtaka verði í málunum eftir hádegi en endanlegur tími hefur ekki verið ákveðinn. Hvernig áttu von á að þetta fari? „Ég veit það ekki. Auðvitað er mjög mikilvægt að það sé skorið úr um það af réttmætum aðila hvort að reglugerðir og lög standist. Ef það er ekki þá þarf að skoða það og lagfæra það.“ Sóttvarnarsjónarmið þungamiðjan Þórólfur ítrekar mikilvægi sóttvarnaraðgerða. „Ég bara bendi á að þungamiðjan í þessu máli og fókusinn eru sóttvarnarsjónarmið en ekki endilega lögfræðihlutinn þó hann verði auðvitað að vera í lagi. Við erum að reyna að koma í veg fyrir smit hingað inn með öllum tiltækum ráðum sem við getum og koma þannig í veg fyrir að við fáum faraldur innanlands á meðan við erum að reyna að ná útbreiddari þátttöku í bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Það kom eflaust einhverjum á óvart að þú værir að skila kröfugerð í málinu. Margir héldu að ábyrgðin væri á heilbrigðisráðuneytinu. Hvað finnst þér um þessa ábyrgð sóttvarnalæknis? „Það voru smá umræður um þetta í gær hvort það væri ráðuneytið eða sóttvarnalæknir og niðurstaðan var þessi, að það væri sóttvarnalæknir sem þyrfti að leggja fram þessa kröfugerð. Þetta er tilgreint svona í sóttvarnarlögum og reyndar kemur þetta líka fram í reglugerðinni.“ „En jújú ég tek alveg undir það. Mér finnst alveg sérkennilegt að sóttvarnalæknir þurfi að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins en svona er þetta nú bara og ég tek því bara eins og öðru,“ sagði Þórólfur. Greint var frá því í gær að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra sæi ekki ástæðu til þess að breyta reglugerðinni þar sem hún teldi traustan lagagrundvöll fyrir henni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Katrínartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:00 Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. 3. apríl 2021 21:34 Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Þórólfur Guðnason hefur skilað Héraðsdómi Reykjavíkur kröfugerð í málinu. Þar bendir hann á nauðsyn sóttkvíarhótels í baráttunni við faraldurinn. „Því við höfum verið að fá upp hópsýkingar sem gæti orðið að stórum faraldri út af því að fólk er ekki að fara eftir leiðbeiningum í sóttkví því miður,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Fyrirtaka í dag Lárentsínus Kristjánsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur segist í samtali við fréttastofu eiga von á því að fyrirtaka verði í málunum eftir hádegi en endanlegur tími hefur ekki verið ákveðinn. Hvernig áttu von á að þetta fari? „Ég veit það ekki. Auðvitað er mjög mikilvægt að það sé skorið úr um það af réttmætum aðila hvort að reglugerðir og lög standist. Ef það er ekki þá þarf að skoða það og lagfæra það.“ Sóttvarnarsjónarmið þungamiðjan Þórólfur ítrekar mikilvægi sóttvarnaraðgerða. „Ég bara bendi á að þungamiðjan í þessu máli og fókusinn eru sóttvarnarsjónarmið en ekki endilega lögfræðihlutinn þó hann verði auðvitað að vera í lagi. Við erum að reyna að koma í veg fyrir smit hingað inn með öllum tiltækum ráðum sem við getum og koma þannig í veg fyrir að við fáum faraldur innanlands á meðan við erum að reyna að ná útbreiddari þátttöku í bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Það kom eflaust einhverjum á óvart að þú værir að skila kröfugerð í málinu. Margir héldu að ábyrgðin væri á heilbrigðisráðuneytinu. Hvað finnst þér um þessa ábyrgð sóttvarnalæknis? „Það voru smá umræður um þetta í gær hvort það væri ráðuneytið eða sóttvarnalæknir og niðurstaðan var þessi, að það væri sóttvarnalæknir sem þyrfti að leggja fram þessa kröfugerð. Þetta er tilgreint svona í sóttvarnarlögum og reyndar kemur þetta líka fram í reglugerðinni.“ „En jújú ég tek alveg undir það. Mér finnst alveg sérkennilegt að sóttvarnalæknir þurfi að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins en svona er þetta nú bara og ég tek því bara eins og öðru,“ sagði Þórólfur. Greint var frá því í gær að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra sæi ekki ástæðu til þess að breyta reglugerðinni þar sem hún teldi traustan lagagrundvöll fyrir henni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Katrínartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:00 Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. 3. apríl 2021 21:34 Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Katrínartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:00
Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. 3. apríl 2021 21:34
Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00