Festu heitin í stein við eldgosið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. apríl 2021 18:17 Þau Sól Rós Hlynsdóttir og Jón Halldór Unnarsson staðfestu trúlofunarheit sín við eldsstöðvarnar í dag. Prestur var staddur við athöfnina fyrir tilviljun og blessaði parið. Iceland Wedding Planner Par sem staðfesti trúlofunarheit sín við eldgosið í Geldingadölum í morgun segir það hafa verið einstaka stund. Prestur sem átti leið hjá þar sem þau voru uppábúinn bauðst til að gefa þau saman. Þau voru ekki alveg til í það en fengu blessun. Nokkur hundruð manns voru mættir við gosstöðvarnar fyrir opnun þar klukkan sex í morgun. Meðal þeirra voru þau Sól Rós Hlynsdóttir og Jón Halldór Unnarsson sem staðfestu trúlofunarheit sín þar. „Okkur fannst tilvalið að staðfesta trúlofun okkar við eldgosið. Við erum búin að vera saman í fimm ár og trúlofuð í þrjú og vildum festa athöfnina í stein með því að staðfesta heitin formlega við elgosið í dag,“ segir Sól Rós Hlynsdóttir sem vildi þó ekki gefa upp hvenær stóri dagurinn á að renna upp. Parið fékk fyrirtækið Iceland Wedding Planner til að skipuleggja athöfnina. Það voru teknar margar fallegar myndir af parinu í dag. Iceland Wedding Planner „Þetta var ævintýralegt, frábært veður og fullkomnar aðstæður. Við vorum í göngufötum þar til við vorum komin upp að gosi og þá fór ég í brúðarkjól og Jón í jakkaföt. Það var ekki tekin sú áhætta að ganga í sparifötunum,“ segir Sól Rós og hlær. Hún segir að prestur hafi verið á svæðinu fyrir tilviljun og hafi boðist til að gefa þau saman. „Það var verið að taka myndir af okkur og allt í einu kemur maður gangandi upp að ljósmyndaranum okkar og segist vera prestur. Hann bauðst til að gefa okkur saman en það var ekki alveg planið að þessu sinni. Þá bauðst hann til að leggja blessun sína yfir okkur í staðinn sem hann og gerði. Við stöðum fyrir framan og hann lagði hendur sínar á höfuð okkar og óskaði okkur svo innilega til hamingju og alls hins besta,“ segir Sól Rós. Sól Rós segir að presturinn heiti Pétur en vissi ekki frekari deili á honum. Parið naut útsýnisins við eldgosið eftir athöfnina.Iceland Wedding Planner Parið hélt uppá daginn við eldgosið og saup á kampavíni og fékk sér osta. Sól Rós er afar ánægð með daginn. „Þessi stund okkar styrkir sambandið okkar enn frekar, þetta var einstakt,“ segir Sól Rós að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Tengdar fréttir Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1. apríl 2021 10:24 Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Nokkur hundruð manns voru mættir við gosstöðvarnar fyrir opnun þar klukkan sex í morgun. Meðal þeirra voru þau Sól Rós Hlynsdóttir og Jón Halldór Unnarsson sem staðfestu trúlofunarheit sín þar. „Okkur fannst tilvalið að staðfesta trúlofun okkar við eldgosið. Við erum búin að vera saman í fimm ár og trúlofuð í þrjú og vildum festa athöfnina í stein með því að staðfesta heitin formlega við elgosið í dag,“ segir Sól Rós Hlynsdóttir sem vildi þó ekki gefa upp hvenær stóri dagurinn á að renna upp. Parið fékk fyrirtækið Iceland Wedding Planner til að skipuleggja athöfnina. Það voru teknar margar fallegar myndir af parinu í dag. Iceland Wedding Planner „Þetta var ævintýralegt, frábært veður og fullkomnar aðstæður. Við vorum í göngufötum þar til við vorum komin upp að gosi og þá fór ég í brúðarkjól og Jón í jakkaföt. Það var ekki tekin sú áhætta að ganga í sparifötunum,“ segir Sól Rós og hlær. Hún segir að prestur hafi verið á svæðinu fyrir tilviljun og hafi boðist til að gefa þau saman. „Það var verið að taka myndir af okkur og allt í einu kemur maður gangandi upp að ljósmyndaranum okkar og segist vera prestur. Hann bauðst til að gefa okkur saman en það var ekki alveg planið að þessu sinni. Þá bauðst hann til að leggja blessun sína yfir okkur í staðinn sem hann og gerði. Við stöðum fyrir framan og hann lagði hendur sínar á höfuð okkar og óskaði okkur svo innilega til hamingju og alls hins besta,“ segir Sól Rós. Sól Rós segir að presturinn heiti Pétur en vissi ekki frekari deili á honum. Parið naut útsýnisins við eldgosið eftir athöfnina.Iceland Wedding Planner Parið hélt uppá daginn við eldgosið og saup á kampavíni og fékk sér osta. Sól Rós er afar ánægð með daginn. „Þessi stund okkar styrkir sambandið okkar enn frekar, þetta var einstakt,“ segir Sól Rós að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Ástin og lífið Tengdar fréttir Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1. apríl 2021 10:24 Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Tvö til þrjú hundruð manns mættir klukkan sjö í morgun Áætlað er að tvö til þrjú hundruð manns hafi verið mættir á gossvæðið klukkan sjö í morgun. Reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum hófust í morgun. 1. apríl 2021 10:24
Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51