Uppgefinn Víðir grætur í heimildarmynd um Covid-19 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2021 13:59 Víðir sést tárvotur í stiklunni. Skjáskot Víðir Reynisson fellir tár, Þórólfur Guðnason lýsir martröð og Katrín Jakobsdóttir talar um hættuástand í fyrstu stiklunni sem nú hefur verið birt upp úr heimildaþáttaröðinni Stormur sem fjallar um baráttuna við heimsfaraldur Covid-19 á Íslandi. Þættirnir verða sex talsins og hefjast sýningar á Rúv um áramótin. Í heimildarmyndinni Stormur um Covid-19 á Íslandi er sagan sögð út frá ýmsum hliðum með áherslu á mannlega þátt farsóttarinnar. Stiklu úr heimildarmyndinni má sjá að neðan og er óhætt að segja að þar fái áhorfendur að kíkja bak við tjöldin. Meðal annars er brugðið upp mynd af því sem gerðist baksviðs hjá þríeykinu, baráttu sjúklinga við að komast í gegnum veikindin með aðstoð ástvina og hjúkrunarfólks, álaginu á gjörgæslu- og Covid göngudeildum Landspítalans, smitrakningu á heimsvísu, rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og hvernig fólk leysir stór og krefjandi verkefni í veiruóveðri sem gengur yfir allann heiminn og setti hann á hvolf. Stiklan sem birt var í dag er há dramatísk en hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Það eru framleiðslufélögin Purkur og Reykjavík Media sem standa að framleiðslunni. Framleiðendur eru Sævar Guðmundsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Anna Karen Kristjánsdóttir, Brynja Gísladóttir og Björn Steinbekk. Klipping er í höndunum á Heimi Bjarnasyni og Sævari Guðmundssyni. „Við byrjuðum í tökum á þáttunum í mars 2020 og höfum fylgt eftir fjölmörgum einstaklingum í gegnum þetta viðburðarríka og erfiða ár. Það sem stendur uppúr hjá mér er að hafa fengið tækifæri til að vera baksviðs og mynda atburðarrásina og fólkið sem hefur staðið í þessari baráttu frá byrjun. Þetta hefur verið magnað ferðalag og í stiklunni sem við frumsýnum í dag sjáum við örlítið brot af efninu,“ er haft eftir Jóhannesi Kr. Kristjánssyni í tilkynningu, en hann vinnur að gerð þáttanna ásamt Sævari Guðmundssyni leikstjóra. „Framundan er mikil klippivinna því við erum að vinna með tæplega 300 tökudaga og sögurnar sem við náum utan um eru mjög sterkar. Þær eru af öllum stærðum og gerðum. Dramatískar erfiðar sjúkrasögur, hasarinn í kringum þríeykið, fyndin eða skemmtileg uppátæki og gullfallegir persónulegir sigrar eru bara brot af þeim sögum sem við sýnum í þessum þáttum. Það sem gerir þetta sérstaklega áhugavert er að þetta er hlið faraldurisins sem fólk hefur aldrei fengið að sjá áður,“ er haft eftir Sævari í tilkynningu. Samkomubann á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Þættirnir verða sex talsins og hefjast sýningar á Rúv um áramótin. Í heimildarmyndinni Stormur um Covid-19 á Íslandi er sagan sögð út frá ýmsum hliðum með áherslu á mannlega þátt farsóttarinnar. Stiklu úr heimildarmyndinni má sjá að neðan og er óhætt að segja að þar fái áhorfendur að kíkja bak við tjöldin. Meðal annars er brugðið upp mynd af því sem gerðist baksviðs hjá þríeykinu, baráttu sjúklinga við að komast í gegnum veikindin með aðstoð ástvina og hjúkrunarfólks, álaginu á gjörgæslu- og Covid göngudeildum Landspítalans, smitrakningu á heimsvísu, rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og hvernig fólk leysir stór og krefjandi verkefni í veiruóveðri sem gengur yfir allann heiminn og setti hann á hvolf. Stiklan sem birt var í dag er há dramatísk en hana má sjá í spilaranum hér að neðan. Það eru framleiðslufélögin Purkur og Reykjavík Media sem standa að framleiðslunni. Framleiðendur eru Sævar Guðmundsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Anna Karen Kristjánsdóttir, Brynja Gísladóttir og Björn Steinbekk. Klipping er í höndunum á Heimi Bjarnasyni og Sævari Guðmundssyni. „Við byrjuðum í tökum á þáttunum í mars 2020 og höfum fylgt eftir fjölmörgum einstaklingum í gegnum þetta viðburðarríka og erfiða ár. Það sem stendur uppúr hjá mér er að hafa fengið tækifæri til að vera baksviðs og mynda atburðarrásina og fólkið sem hefur staðið í þessari baráttu frá byrjun. Þetta hefur verið magnað ferðalag og í stiklunni sem við frumsýnum í dag sjáum við örlítið brot af efninu,“ er haft eftir Jóhannesi Kr. Kristjánssyni í tilkynningu, en hann vinnur að gerð þáttanna ásamt Sævari Guðmundssyni leikstjóra. „Framundan er mikil klippivinna því við erum að vinna með tæplega 300 tökudaga og sögurnar sem við náum utan um eru mjög sterkar. Þær eru af öllum stærðum og gerðum. Dramatískar erfiðar sjúkrasögur, hasarinn í kringum þríeykið, fyndin eða skemmtileg uppátæki og gullfallegir persónulegir sigrar eru bara brot af þeim sögum sem við sýnum í þessum þáttum. Það sem gerir þetta sérstaklega áhugavert er að þetta er hlið faraldurisins sem fólk hefur aldrei fengið að sjá áður,“ er haft eftir Sævari í tilkynningu.
Samkomubann á Íslandi Kvikmyndagerð á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira