Landbúnaðurinn ER á réttri leið Kári Gautason skrifar 31. mars 2021 13:01 Bændur á Íslandi hafa á síðustu árum sett sér umhverfisstefnu og flestar búgreinar hafa það markmið að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Það er metnaðarfullt markmið, enda bara rúm 19 ár til stefnu. Bændur hafa oft tekist á við áskoranir. Tekist hefur að útrýma mörgum búfjársjúkdómum og halda þannig innlendri framleiðslu í þeirri stöðu að nota lítið af lyfjum. Það tókst með einbeittu átaki og ströngum reglum. Sama skapi hafa bændur lagt sitt á vogarskálarnar þegar þjóðin hefur tekist á við efnahagsáskoranir. Frysting afurðaverðs í kjölfar þjóðarsáttasamninga og frysting búvörusamninga eftir efnahagshrunið eru meðal annars til vitnis þar um. Það má því segja að bændur hafi séð það svartara heldur en að ná kolefnishlutleysi á næstu 20 árum. Stundum er látið í umræðunni eins og ekkert hafi gerst í landbúnaði og heimurinn sé á hraðri leið til glötunar. Slíkar heimsendaspár eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir 1970 töldu ýmsir að framleiðni í landbúnaði hefði náð hámarki og að hungur og hallæri væri framundan fyrir stóran hluta heimsbyggðarinnar. Á sama tíma náði græna byltingin hámarki og þó að mannfjöldinn á jörðinni hafi tvöfaldast síðustu sextíu ár hefur hlutfall vannærðra farið sílækkandi, úr þriðjungi mannkyns árið 1970 í undir 10% í dag. Á 21. öldinni þarf minna að verða meira Þessi árangur náðist með tæknivæðingu og kynbótum. Græna umbreytingin sem þarf að eiga sér stað á næstu áratugum, á Íslandi rétt sem í heiminum öllum, er að minna þarf að verða meira. Minna magn af aðföngum þarf að skila meiri afurðum en áður. Ef gögnin eru skoðuð þá gengur þróunin einmitt í þá átt. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hefur framleiðsla á íslenskum landbúnaðarafurðum aukist mjög síðasta aldarfjórðung á meðan losun gróðurhúsalofttegunda, metin í einingunni hitunargildi, hefur dregist saman. Þar skipar landbúnaðurinn sér í hóp þeirra örfáu geira atvinulífs sem hafa náð árangri í loftslagsmálum. Tækifæri í framleiðni afrétta Þörf er á því að hafa hraðar hendur. Ef aðfanganotkun í landbúnaði heimsins breytist ekki mun útblástur gróðurhúsalofttegunda aukast gríðarlega. Það er vegna þess að eftirspurn eftir matvælum fer sívaxandi, sífellt bætast við fleiri munnar sem þarf að metta auk þess sem vaxandi velmegun í fjölmennum ríkjum eykur spurn eftir „matardiskum“ með stærra umhverfisfótspor en verið hefur. Íslenskir bændur vilja ekki láta sitt eftir liggja í þessari stóru áskorun. Tækifærin eru fjölmörg. Orkuskipti munu verða í landbúnaði rétt eins og annars staðar. Sjálfkeyrandi rafmagnsknúnar dráttarvélar eru handan við hornið, sem og metandrifnar. Aukin notkun tölvubúnaðar, dróna og gervigreindar bætir alla nýtingu aðfanga og gerir framleiðsluna skilvirkari. Allur kostnaður sem bætt er við framleiðsluna til þess að ná meiri árangri í umhverfismálum er annaðhvort tekinn af afkomu bænda eða neytenda. Því skiptir höfuðmáli að fara í hagkvæmustu aðgerðirnar fyrst. Draga sem mest úr losun án þess að hækka matvælaverð úr hófi fram. Sem dæmi má nefna afurðasemi nautgripa. Fyrir hverja hundrað lítra aukalega sem hver mjólkurkýr skilar af mjólk má minnka stofninn um mörg hundruð gripi. Þannig kemst bóndinn af með minna fóður, kaupir minna af áburði og metanlosun minnkar. Tækniframfarir af þessu tagi bæta stöðuna fyrir alla án þess að hækka matvælaverð, raunar gæti það lækkað. Verkefni af þessu tagi eru í gangi, fjármögnuð af bændum til þess að auka framleiðni en um leið að ná árangri í loftslagsmálum. Sama gildir um framleiðni afrétta. Því betra ástandi sem þeir eru í, þeim mun minna svæði þarf til sumarbeitar. Með skynsamlegri stýringu, sem tekur mið af ástandi og framvindu, er hægt að halda áfram að bæta framleiðni úthaga og afrétta og þannig ná árangri. Bændur með vísindin að vopni Með vísindin að vopni munu íslenskir bændur ná enn frekari árangri í að draga úr losun á næstu árum eins og hingað til. Sú gamalkunna vísa að uppskeran sé í takt við sáninguna á hér sem annarsstaðar við. Með því að leita skynsamlegra lausna sem henta aðstæðum er vel hægt að kolefnisjafna íslenskan landbúnað og draga að sama skapi úr kostnaði við framleiðsluna. Ár sáninganna eru hafin í íslenskum landbúnaði og þau munu skila góðri uppskeru. Höfundur er sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Gautason Landbúnaður Mest lesið Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Bændur á Íslandi hafa á síðustu árum sett sér umhverfisstefnu og flestar búgreinar hafa það markmið að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Það er metnaðarfullt markmið, enda bara rúm 19 ár til stefnu. Bændur hafa oft tekist á við áskoranir. Tekist hefur að útrýma mörgum búfjársjúkdómum og halda þannig innlendri framleiðslu í þeirri stöðu að nota lítið af lyfjum. Það tókst með einbeittu átaki og ströngum reglum. Sama skapi hafa bændur lagt sitt á vogarskálarnar þegar þjóðin hefur tekist á við efnahagsáskoranir. Frysting afurðaverðs í kjölfar þjóðarsáttasamninga og frysting búvörusamninga eftir efnahagshrunið eru meðal annars til vitnis þar um. Það má því segja að bændur hafi séð það svartara heldur en að ná kolefnishlutleysi á næstu 20 árum. Stundum er látið í umræðunni eins og ekkert hafi gerst í landbúnaði og heimurinn sé á hraðri leið til glötunar. Slíkar heimsendaspár eru ekki nýjar af nálinni. Fyrir 1970 töldu ýmsir að framleiðni í landbúnaði hefði náð hámarki og að hungur og hallæri væri framundan fyrir stóran hluta heimsbyggðarinnar. Á sama tíma náði græna byltingin hámarki og þó að mannfjöldinn á jörðinni hafi tvöfaldast síðustu sextíu ár hefur hlutfall vannærðra farið sílækkandi, úr þriðjungi mannkyns árið 1970 í undir 10% í dag. Á 21. öldinni þarf minna að verða meira Þessi árangur náðist með tæknivæðingu og kynbótum. Græna umbreytingin sem þarf að eiga sér stað á næstu áratugum, á Íslandi rétt sem í heiminum öllum, er að minna þarf að verða meira. Minna magn af aðföngum þarf að skila meiri afurðum en áður. Ef gögnin eru skoðuð þá gengur þróunin einmitt í þá átt. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar hefur framleiðsla á íslenskum landbúnaðarafurðum aukist mjög síðasta aldarfjórðung á meðan losun gróðurhúsalofttegunda, metin í einingunni hitunargildi, hefur dregist saman. Þar skipar landbúnaðurinn sér í hóp þeirra örfáu geira atvinulífs sem hafa náð árangri í loftslagsmálum. Tækifæri í framleiðni afrétta Þörf er á því að hafa hraðar hendur. Ef aðfanganotkun í landbúnaði heimsins breytist ekki mun útblástur gróðurhúsalofttegunda aukast gríðarlega. Það er vegna þess að eftirspurn eftir matvælum fer sívaxandi, sífellt bætast við fleiri munnar sem þarf að metta auk þess sem vaxandi velmegun í fjölmennum ríkjum eykur spurn eftir „matardiskum“ með stærra umhverfisfótspor en verið hefur. Íslenskir bændur vilja ekki láta sitt eftir liggja í þessari stóru áskorun. Tækifærin eru fjölmörg. Orkuskipti munu verða í landbúnaði rétt eins og annars staðar. Sjálfkeyrandi rafmagnsknúnar dráttarvélar eru handan við hornið, sem og metandrifnar. Aukin notkun tölvubúnaðar, dróna og gervigreindar bætir alla nýtingu aðfanga og gerir framleiðsluna skilvirkari. Allur kostnaður sem bætt er við framleiðsluna til þess að ná meiri árangri í umhverfismálum er annaðhvort tekinn af afkomu bænda eða neytenda. Því skiptir höfuðmáli að fara í hagkvæmustu aðgerðirnar fyrst. Draga sem mest úr losun án þess að hækka matvælaverð úr hófi fram. Sem dæmi má nefna afurðasemi nautgripa. Fyrir hverja hundrað lítra aukalega sem hver mjólkurkýr skilar af mjólk má minnka stofninn um mörg hundruð gripi. Þannig kemst bóndinn af með minna fóður, kaupir minna af áburði og metanlosun minnkar. Tækniframfarir af þessu tagi bæta stöðuna fyrir alla án þess að hækka matvælaverð, raunar gæti það lækkað. Verkefni af þessu tagi eru í gangi, fjármögnuð af bændum til þess að auka framleiðni en um leið að ná árangri í loftslagsmálum. Sama gildir um framleiðni afrétta. Því betra ástandi sem þeir eru í, þeim mun minna svæði þarf til sumarbeitar. Með skynsamlegri stýringu, sem tekur mið af ástandi og framvindu, er hægt að halda áfram að bæta framleiðni úthaga og afrétta og þannig ná árangri. Bændur með vísindin að vopni Með vísindin að vopni munu íslenskir bændur ná enn frekari árangri í að draga úr losun á næstu árum eins og hingað til. Sú gamalkunna vísa að uppskeran sé í takt við sáninguna á hér sem annarsstaðar við. Með því að leita skynsamlegra lausna sem henta aðstæðum er vel hægt að kolefnisjafna íslenskan landbúnað og draga að sama skapi úr kostnaði við framleiðsluna. Ár sáninganna eru hafin í íslenskum landbúnaði og þau munu skila góðri uppskeru. Höfundur er sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun