Íslenski boltinn

FH-ingar í sóttkví vegna smits

Sindri Sverrisson skrifar
Allir þeir leikmenn sem æft hafa með FH undanfarna daga eru komnir í sóttkví.
Allir þeir leikmenn sem æft hafa með FH undanfarna daga eru komnir í sóttkví. vísir/hulda

Allir leikmenn karlaliðs FH í fótbolta eru komnir í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveirusmit.

Þetta staðfestir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, við 433.is í dag.

FH-ingar hafa líkt og önnur lið æft í samræmi við gildandi sóttvarnareglur, í tíu manna hópum og án snertingar.

Valdimar segir að þrátt fyrir að æft hafi verið í tíu manna hópum og aðeins einn leikmaður greinst með smit hafi niðurstaðan verið að allir í leikmannahópnum færu í sóttkví fram yfir páska.

„Við viljum ekki stuðla að frekari útbreiðslu, fyrst að það eru páskar og smá frí. Þá tökum við enga sénsa,“ sagði Valdimar við 433.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×