Við erum öll stórgölluð en stórkostleg Stefán Árni Pálsson skrifar 30. mars 2021 13:31 Á kaflaskiptri ævi segist Halldóra hafa rekist á marga veggi. Vísir/Vilhelm Halldóra Mogensen starfar í dag sem þingmaður fyrir Pírata, þrátt fyrir að hafa aldrei geta séð fyrir sér að vinna á þeim vettvangi á sínum tíma. Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Sem barn flutti hún mikið og upplifði oft á tíðum algjört rótleysi. Halldóra er alin upp af einstæðri móður, hún var lögð í gróft einelti í æsku, flakkaði milli skóla beggja vegna Atlantshafsins og stoppaði sjaldan lengi á hverjum stað. Fyrir vikið var hún vinafá, með brotna sjálfsmynd og í leit að tilgangi. Í leitinni var víða komið við; meðal annars lék hún vændiskonu í bresku sjónvarpi, söng á sviði með stórstjörnum, hannaði föt fyrir mótmælendur, keppti í pool og endaði að lokum á þingi, þá einstæð móðir með ungt barn. Halldóra er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á kaflaskiptri ævi segist hún hafa rekist á marga veggi, sem hafi afhjúpað galla hennar og veikleika. Til að mynda segist Halldóra hafa verið undir miklu álagi á námsárum sínum, eftir langan skóladag hafi hún unnið fram á nótt, og fyrir vikið hafi hún leitað í örvandi efni til að halda sér gangandi. Hún hafi að endingu áttað sig á því að það gengi ekki til lengdar og sagt skilið við efnin, með stuðningi fjölskyldu sinnar og vina. Þau hafi fengið hana til að átta sig á því að hún væri komin á endastöð, þetta væri ekki jafn skemmtilegt og hún héldi. Í stað þess að rífa sig niður segist Halldóra hafa tekið bresti sína í sátt og notað þá til frekari vaxtar. „Ég hef lagt mikla áherslu á það í mínu lífi að draga lærdóm af hlutum. Allir sem að ég hitti, allt sem ég lendi í, ég hugsa alltaf hvaða lærdóm ég dregið af því,“ segir Halldóra. Það noti hún til að styrkja sig sem manneskju. „Ég hef verið opin fyrir því að skoða mína eigin galla. Frekar heldur en að vera í endalausri baráttu við gallana mína, að reyna að laga þá, að taka þá svolítið í sátt. Taka utan um sjálfa mig, þykja vænt um mig - þrátt fyrir mína galla,“ segir Halldóra. „Við erum öll stórgölluð, en við erum öll líka stórkostleg. Það er er ekkert hægt að aðskilja fólk frá því sem það gerir illa, við þurfum bara að læra að hafa meiri þolinmæði hvort fyrir öðru.“ Í þættinum hér að ofan fer Halldóra í gegnum erfiða æsku, hvernig hún fann sig aldrei í menntakerfinu, barneignir, móðurhlutverkið, erfiðleika sem hún glímdi við í tengslum við fíkniefni og svo segir hún nokkrar lygilegar sögur, eins og þegar hún fór á Óskarinn. Einkalífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Sem barn flutti hún mikið og upplifði oft á tíðum algjört rótleysi. Halldóra er alin upp af einstæðri móður, hún var lögð í gróft einelti í æsku, flakkaði milli skóla beggja vegna Atlantshafsins og stoppaði sjaldan lengi á hverjum stað. Fyrir vikið var hún vinafá, með brotna sjálfsmynd og í leit að tilgangi. Í leitinni var víða komið við; meðal annars lék hún vændiskonu í bresku sjónvarpi, söng á sviði með stórstjörnum, hannaði föt fyrir mótmælendur, keppti í pool og endaði að lokum á þingi, þá einstæð móðir með ungt barn. Halldóra er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á kaflaskiptri ævi segist hún hafa rekist á marga veggi, sem hafi afhjúpað galla hennar og veikleika. Til að mynda segist Halldóra hafa verið undir miklu álagi á námsárum sínum, eftir langan skóladag hafi hún unnið fram á nótt, og fyrir vikið hafi hún leitað í örvandi efni til að halda sér gangandi. Hún hafi að endingu áttað sig á því að það gengi ekki til lengdar og sagt skilið við efnin, með stuðningi fjölskyldu sinnar og vina. Þau hafi fengið hana til að átta sig á því að hún væri komin á endastöð, þetta væri ekki jafn skemmtilegt og hún héldi. Í stað þess að rífa sig niður segist Halldóra hafa tekið bresti sína í sátt og notað þá til frekari vaxtar. „Ég hef lagt mikla áherslu á það í mínu lífi að draga lærdóm af hlutum. Allir sem að ég hitti, allt sem ég lendi í, ég hugsa alltaf hvaða lærdóm ég dregið af því,“ segir Halldóra. Það noti hún til að styrkja sig sem manneskju. „Ég hef verið opin fyrir því að skoða mína eigin galla. Frekar heldur en að vera í endalausri baráttu við gallana mína, að reyna að laga þá, að taka þá svolítið í sátt. Taka utan um sjálfa mig, þykja vænt um mig - þrátt fyrir mína galla,“ segir Halldóra. „Við erum öll stórgölluð, en við erum öll líka stórkostleg. Það er er ekkert hægt að aðskilja fólk frá því sem það gerir illa, við þurfum bara að læra að hafa meiri þolinmæði hvort fyrir öðru.“ Í þættinum hér að ofan fer Halldóra í gegnum erfiða æsku, hvernig hún fann sig aldrei í menntakerfinu, barneignir, móðurhlutverkið, erfiðleika sem hún glímdi við í tengslum við fíkniefni og svo segir hún nokkrar lygilegar sögur, eins og þegar hún fór á Óskarinn.
Einkalífið Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira