„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2021 19:18 Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. Skjáskot Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. Einhverjir hafa sett spurningamerki við að loka hafi þurft sundlaugum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum - en á sama tíma flykkist landsmenn óáreittir í Geldingadali. Forstöðumaður Hlíðarfjalls á Akureyri segir það hafa verið mikið reiðarslag að þurfa að skella í lás fyrir páska, stærstu skíðahelgi ársins. „Það er svolítið sérstakt að horfa upp á auðar brekkur þegar fólk er að fara í mörgþúsundatali að skoða eldgosið. Hvort það er rétt eða rangt er ekki mitt að segja,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. „Manni finnst líka svolítið sérstakt að það er verið að bæta aðstöðuna þarna, bílastæðum og annað. Manni finnst ekki eins og það sé verið að halda alveg fjöldanum niðri. Þannig að þetta er svolítið sérstakt.“ Fjölmenni hefur verið við gosstöðvarnar síðustu daga.Vísir/Vilhelm Brynjar kveðst þó skilja vel að stöðva þurfi útbreiðslu kórónuveirunnar - og þá átti hann sig á því að það sé erfitt að setja reglur í þessum efnum. „Kannski hefði maður bara vilja sjá gossvæðið lokað á meðan við erum öll í því að reyna að koma í veg fyrir þessa veiru.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur það ekki vænlegan kost að loka gosstöðvunum fyrir almenningi. „Það gæti skapað önnur vandamál sem yrði erfitt að eiga við, fólk færi annars staðar frá að gosinu heldur en gegnum þessa stíga. Þannig að við erum búin að ræða það hvort það sé hreinlega framkvæmanlegt að loka aðgengi að gosinu.“ Hann beinir því eftir sem áður til fólks að gæta vel að sóttvörnum við gosstöðvarnar og fara varlega. „Meira að segja hef ég biðlað til fólks að bíða bara með að fara á gosstöðvarnar núna,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Einhverjir hafa sett spurningamerki við að loka hafi þurft sundlaugum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum - en á sama tíma flykkist landsmenn óáreittir í Geldingadali. Forstöðumaður Hlíðarfjalls á Akureyri segir það hafa verið mikið reiðarslag að þurfa að skella í lás fyrir páska, stærstu skíðahelgi ársins. „Það er svolítið sérstakt að horfa upp á auðar brekkur þegar fólk er að fara í mörgþúsundatali að skoða eldgosið. Hvort það er rétt eða rangt er ekki mitt að segja,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. „Manni finnst líka svolítið sérstakt að það er verið að bæta aðstöðuna þarna, bílastæðum og annað. Manni finnst ekki eins og það sé verið að halda alveg fjöldanum niðri. Þannig að þetta er svolítið sérstakt.“ Fjölmenni hefur verið við gosstöðvarnar síðustu daga.Vísir/Vilhelm Brynjar kveðst þó skilja vel að stöðva þurfi útbreiðslu kórónuveirunnar - og þá átti hann sig á því að það sé erfitt að setja reglur í þessum efnum. „Kannski hefði maður bara vilja sjá gossvæðið lokað á meðan við erum öll í því að reyna að koma í veg fyrir þessa veiru.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur það ekki vænlegan kost að loka gosstöðvunum fyrir almenningi. „Það gæti skapað önnur vandamál sem yrði erfitt að eiga við, fólk færi annars staðar frá að gosinu heldur en gegnum þessa stíga. Þannig að við erum búin að ræða það hvort það sé hreinlega framkvæmanlegt að loka aðgengi að gosinu.“ Hann beinir því eftir sem áður til fólks að gæta vel að sóttvörnum við gosstöðvarnar og fara varlega. „Meira að segja hef ég biðlað til fólks að bíða bara með að fara á gosstöðvarnar núna,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Skíðasvæði Akureyri Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira