Fyrrverandi bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ákærður fyrir skattalagabrot Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 16:59 Héraðssaksóknari fer fram á að Jónmundur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Jónmund Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarness og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Meint brot voru framin eftir að hann lét af þeim störfum en hann er ákærður fyrir að oftelja rekstrargjöld félagsins Polygon á skattframtölum um tæpar 95 milljónir króna. Jónmundur á 99 prósent hlut í félaginu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Kostnaður sagður hafa verið í eigin þágu Í ákæru héraðssaksóknara sem fréttastofa hefur undir höndum er Jónmundi gert að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna Polygon á árunum 2015 til 2017 með því að færa til gjalda tilhæfulausan kostnað. Þar er meðal annars vísað til greiðslna sem tilgreint var í skattframtölum að hefðu átt sér stað til félagsins Kennel Consulting Ltd. sem er með aðsetur í Þýskalandi. Þá er honum gert að hafa annars vegar fært til gjalda kostnað vegna kaupa á vörum og þjónustu og hins vegar fyrningu eigna sem hafi hvort tveggja verið í þágu Jónmundar persónulega og rekstri félagsins óviðkomandi. Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verður ákæran þingfest eftir páska. World Class, Elko og Michelsen Í ákærunni eru til að mynda tilteknar greiðslur til World Class, Svefn og heilsu, Elko, Símans, úrsmiðsins Frank Michelsen og Hörpu tónlistarhúss fyrir hundruð þúsunda króna. Embætti héraðssaksóknari segir þær hafa verið færðar til gjalda í skattframtölum Polygon að tilhæfulausu. Veigamestar eru þó greiðslurnar til Kennel Consulting Ltd. sem eru sagðar nema um 93 milljónum króna. Eru þær sagðar hafa verið rekstri Polygon óviðkomandi. Í ákærunni kemur fram að bókhald félagsins hafi gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna þess og er Jónmundur sömuleiðis ákærður fyrir að rangfæra bókhald Polygon á þessum árum. Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA árið 2016 og varð forstöðumaður sölu og viðskiptatengsla hjá eignastýringu Kviku þegar Kvika tók yfir GAMMA árið 2019. Dómsmál Skattar og tollar Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Meint brot voru framin eftir að hann lét af þeim störfum en hann er ákærður fyrir að oftelja rekstrargjöld félagsins Polygon á skattframtölum um tæpar 95 milljónir króna. Jónmundur á 99 prósent hlut í félaginu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Kostnaður sagður hafa verið í eigin þágu Í ákæru héraðssaksóknara sem fréttastofa hefur undir höndum er Jónmundi gert að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna Polygon á árunum 2015 til 2017 með því að færa til gjalda tilhæfulausan kostnað. Þar er meðal annars vísað til greiðslna sem tilgreint var í skattframtölum að hefðu átt sér stað til félagsins Kennel Consulting Ltd. sem er með aðsetur í Þýskalandi. Þá er honum gert að hafa annars vegar fært til gjalda kostnað vegna kaupa á vörum og þjónustu og hins vegar fyrningu eigna sem hafi hvort tveggja verið í þágu Jónmundar persónulega og rekstri félagsins óviðkomandi. Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verður ákæran þingfest eftir páska. World Class, Elko og Michelsen Í ákærunni eru til að mynda tilteknar greiðslur til World Class, Svefn og heilsu, Elko, Símans, úrsmiðsins Frank Michelsen og Hörpu tónlistarhúss fyrir hundruð þúsunda króna. Embætti héraðssaksóknari segir þær hafa verið færðar til gjalda í skattframtölum Polygon að tilhæfulausu. Veigamestar eru þó greiðslurnar til Kennel Consulting Ltd. sem eru sagðar nema um 93 milljónum króna. Eru þær sagðar hafa verið rekstri Polygon óviðkomandi. Í ákærunni kemur fram að bókhald félagsins hafi gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna þess og er Jónmundur sömuleiðis ákærður fyrir að rangfæra bókhald Polygon á þessum árum. Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA árið 2016 og varð forstöðumaður sölu og viðskiptatengsla hjá eignastýringu Kviku þegar Kvika tók yfir GAMMA árið 2019.
Dómsmál Skattar og tollar Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56