Fyrrverandi bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ákærður fyrir skattalagabrot Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 16:59 Héraðssaksóknari fer fram á að Jónmundur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Jónmund Guðmarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Seltjarnarness og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Meint brot voru framin eftir að hann lét af þeim störfum en hann er ákærður fyrir að oftelja rekstrargjöld félagsins Polygon á skattframtölum um tæpar 95 milljónir króna. Jónmundur á 99 prósent hlut í félaginu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Kostnaður sagður hafa verið í eigin þágu Í ákæru héraðssaksóknara sem fréttastofa hefur undir höndum er Jónmundi gert að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna Polygon á árunum 2015 til 2017 með því að færa til gjalda tilhæfulausan kostnað. Þar er meðal annars vísað til greiðslna sem tilgreint var í skattframtölum að hefðu átt sér stað til félagsins Kennel Consulting Ltd. sem er með aðsetur í Þýskalandi. Þá er honum gert að hafa annars vegar fært til gjalda kostnað vegna kaupa á vörum og þjónustu og hins vegar fyrningu eigna sem hafi hvort tveggja verið í þágu Jónmundar persónulega og rekstri félagsins óviðkomandi. Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verður ákæran þingfest eftir páska. World Class, Elko og Michelsen Í ákærunni eru til að mynda tilteknar greiðslur til World Class, Svefn og heilsu, Elko, Símans, úrsmiðsins Frank Michelsen og Hörpu tónlistarhúss fyrir hundruð þúsunda króna. Embætti héraðssaksóknari segir þær hafa verið færðar til gjalda í skattframtölum Polygon að tilhæfulausu. Veigamestar eru þó greiðslurnar til Kennel Consulting Ltd. sem eru sagðar nema um 93 milljónum króna. Eru þær sagðar hafa verið rekstri Polygon óviðkomandi. Í ákærunni kemur fram að bókhald félagsins hafi gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna þess og er Jónmundur sömuleiðis ákærður fyrir að rangfæra bókhald Polygon á þessum árum. Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA árið 2016 og varð forstöðumaður sölu og viðskiptatengsla hjá eignastýringu Kviku þegar Kvika tók yfir GAMMA árið 2019. Dómsmál Skattar og tollar Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Meint brot voru framin eftir að hann lét af þeim störfum en hann er ákærður fyrir að oftelja rekstrargjöld félagsins Polygon á skattframtölum um tæpar 95 milljónir króna. Jónmundur á 99 prósent hlut í félaginu. RÚV greindi fyrst frá málinu. Kostnaður sagður hafa verið í eigin þágu Í ákæru héraðssaksóknara sem fréttastofa hefur undir höndum er Jónmundi gert að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum vegna Polygon á árunum 2015 til 2017 með því að færa til gjalda tilhæfulausan kostnað. Þar er meðal annars vísað til greiðslna sem tilgreint var í skattframtölum að hefðu átt sér stað til félagsins Kennel Consulting Ltd. sem er með aðsetur í Þýskalandi. Þá er honum gert að hafa annars vegar fært til gjalda kostnað vegna kaupa á vörum og þjónustu og hins vegar fyrningu eigna sem hafi hvort tveggja verið í þágu Jónmundar persónulega og rekstri félagsins óviðkomandi. Málið er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness og verður ákæran þingfest eftir páska. World Class, Elko og Michelsen Í ákærunni eru til að mynda tilteknar greiðslur til World Class, Svefn og heilsu, Elko, Símans, úrsmiðsins Frank Michelsen og Hörpu tónlistarhúss fyrir hundruð þúsunda króna. Embætti héraðssaksóknari segir þær hafa verið færðar til gjalda í skattframtölum Polygon að tilhæfulausu. Veigamestar eru þó greiðslurnar til Kennel Consulting Ltd. sem eru sagðar nema um 93 milljónum króna. Eru þær sagðar hafa verið rekstri Polygon óviðkomandi. Í ákærunni kemur fram að bókhald félagsins hafi gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna þess og er Jónmundur sömuleiðis ákærður fyrir að rangfæra bókhald Polygon á þessum árum. Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Hann var ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA árið 2016 og varð forstöðumaður sölu og viðskiptatengsla hjá eignastýringu Kviku þegar Kvika tók yfir GAMMA árið 2019.
Dómsmál Skattar og tollar Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Stjórn GAMMA afturkallar tugmilljóna kaupauka Ellefu fyrrverandi starfsmenn GAMMA, dótturfélags Kviku banka, fá ekki tugmilljóna kaupauka sem þeir áttu eftir að fá greidda út. 30. september 2020 07:56