Systir Viðars birti bréfið: KSÍ var hvatt til þess að hafa samband Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 13:12 Arnar Þór Viðarsson fullyrti að ekki hefði verið í boði að velja Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðshópinn. EPA-EFE/Friedemann Vogel Norska knattspyrnufélagið Vålerenga sagði í bréfi til KSÍ 1. mars að miðað við þáverandi stöðu yrði Viðari Erni Kjartanssyni ekki leyft að fara til móts við íslenska landsliðið. KSÍ var hins vegar hvatt til að hafa samband þegar nær drægi landsleikjunum. Eins og Viðar sjálfur og íþróttastjóri Vålerenga hafa sagt í dag virðist lítil innistæða fyrir þeim fullyrðingum Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara, að Vålerenga hafi bannað Viðari að fara í yfirstandandi landsliðsverkefni. Arnar sagði meðal annars í viðtali við RÚV: „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni.“ RÚV og Fótbolti.net hafa jafnframt vitnað í tölvupóst frá íþróttastjóra Vålerenga, frá 1. mars, þess efnis að Viðar yrði að óbreyttu ekki í boði fyrir íslenska landsliðið þar sem hann þyrfti að fara í sjö daga sóttkví við komuna heim til Noregs. Systir Viðars birti bréfið á samfélagsmiðlum. Þar kemur skýrt fram að Vålerenga muni endurskoða afstöðu sína ef eitthvað breytist. Hlutirnir breyttust svo sannarlega 11. mars, þegar tilkynnt var að upphafi tímabilsins í Noregi hefði verið frestað um mánuð eða fram í byrjun maí. Þegar þetta var ljóst voru enn átta dagar í það að Arnar tilkynnti valið á sínum fyrsta landsliðshópi. Fyrst að fjölmiðlar eru búnir að sjá samskiptin, hlýtur að vera í lagi að pósta þeim hér. Lesi hver í þau eins og hann vill. Þeir völdu VÖK aldrei í landsliðið. Þarf ekki að segja meira, punktur. pic.twitter.com/FP5Ye4lq3W— Hólmfríður Erna Kjartansdóttir (@holmfridurerna) March 29, 2021 Vålerenga leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Samuel Adekugbe að fara til Flórída til að spila með landsliði Kanada í þessum landsleikjaglugga. Ekkert virðist því hafa getað komið í veg fyrir að Viðar yrði valinn í íslenska landsliðshópinn, annað en skortur á vilja hins nýja landsliðsþjálfara til þess að velja hann. HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Sér ekki eftir því að hafa sleppt Viðari: Valið á hópnum ekki rangt þó leikir tapist Arnar Þór Viðarsson segist ekki sjá eftir vali sínu á á sóknarmönnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í fótbolta, þó að Ísland hafi fá færi skapað í Jerevan í dag. 28. mars 2021 18:55 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Eins og Viðar sjálfur og íþróttastjóri Vålerenga hafa sagt í dag virðist lítil innistæða fyrir þeim fullyrðingum Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara, að Vålerenga hafi bannað Viðari að fara í yfirstandandi landsliðsverkefni. Arnar sagði meðal annars í viðtali við RÚV: „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni.“ RÚV og Fótbolti.net hafa jafnframt vitnað í tölvupóst frá íþróttastjóra Vålerenga, frá 1. mars, þess efnis að Viðar yrði að óbreyttu ekki í boði fyrir íslenska landsliðið þar sem hann þyrfti að fara í sjö daga sóttkví við komuna heim til Noregs. Systir Viðars birti bréfið á samfélagsmiðlum. Þar kemur skýrt fram að Vålerenga muni endurskoða afstöðu sína ef eitthvað breytist. Hlutirnir breyttust svo sannarlega 11. mars, þegar tilkynnt var að upphafi tímabilsins í Noregi hefði verið frestað um mánuð eða fram í byrjun maí. Þegar þetta var ljóst voru enn átta dagar í það að Arnar tilkynnti valið á sínum fyrsta landsliðshópi. Fyrst að fjölmiðlar eru búnir að sjá samskiptin, hlýtur að vera í lagi að pósta þeim hér. Lesi hver í þau eins og hann vill. Þeir völdu VÖK aldrei í landsliðið. Þarf ekki að segja meira, punktur. pic.twitter.com/FP5Ye4lq3W— Hólmfríður Erna Kjartansdóttir (@holmfridurerna) March 29, 2021 Vålerenga leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Samuel Adekugbe að fara til Flórída til að spila með landsliði Kanada í þessum landsleikjaglugga. Ekkert virðist því hafa getað komið í veg fyrir að Viðar yrði valinn í íslenska landsliðshópinn, annað en skortur á vilja hins nýja landsliðsþjálfara til þess að velja hann.
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Sér ekki eftir því að hafa sleppt Viðari: Valið á hópnum ekki rangt þó leikir tapist Arnar Þór Viðarsson segist ekki sjá eftir vali sínu á á sóknarmönnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í fótbolta, þó að Ísland hafi fá færi skapað í Jerevan í dag. 28. mars 2021 18:55 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58
Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33
Sér ekki eftir því að hafa sleppt Viðari: Valið á hópnum ekki rangt þó leikir tapist Arnar Þór Viðarsson segist ekki sjá eftir vali sínu á á sóknarmönnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í fótbolta, þó að Ísland hafi fá færi skapað í Jerevan í dag. 28. mars 2021 18:55