Systir Viðars birti bréfið: KSÍ var hvatt til þess að hafa samband Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 13:12 Arnar Þór Viðarsson fullyrti að ekki hefði verið í boði að velja Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðshópinn. EPA-EFE/Friedemann Vogel Norska knattspyrnufélagið Vålerenga sagði í bréfi til KSÍ 1. mars að miðað við þáverandi stöðu yrði Viðari Erni Kjartanssyni ekki leyft að fara til móts við íslenska landsliðið. KSÍ var hins vegar hvatt til að hafa samband þegar nær drægi landsleikjunum. Eins og Viðar sjálfur og íþróttastjóri Vålerenga hafa sagt í dag virðist lítil innistæða fyrir þeim fullyrðingum Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara, að Vålerenga hafi bannað Viðari að fara í yfirstandandi landsliðsverkefni. Arnar sagði meðal annars í viðtali við RÚV: „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni.“ RÚV og Fótbolti.net hafa jafnframt vitnað í tölvupóst frá íþróttastjóra Vålerenga, frá 1. mars, þess efnis að Viðar yrði að óbreyttu ekki í boði fyrir íslenska landsliðið þar sem hann þyrfti að fara í sjö daga sóttkví við komuna heim til Noregs. Systir Viðars birti bréfið á samfélagsmiðlum. Þar kemur skýrt fram að Vålerenga muni endurskoða afstöðu sína ef eitthvað breytist. Hlutirnir breyttust svo sannarlega 11. mars, þegar tilkynnt var að upphafi tímabilsins í Noregi hefði verið frestað um mánuð eða fram í byrjun maí. Þegar þetta var ljóst voru enn átta dagar í það að Arnar tilkynnti valið á sínum fyrsta landsliðshópi. Fyrst að fjölmiðlar eru búnir að sjá samskiptin, hlýtur að vera í lagi að pósta þeim hér. Lesi hver í þau eins og hann vill. Þeir völdu VÖK aldrei í landsliðið. Þarf ekki að segja meira, punktur. pic.twitter.com/FP5Ye4lq3W— Hólmfríður Erna Kjartansdóttir (@holmfridurerna) March 29, 2021 Vålerenga leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Samuel Adekugbe að fara til Flórída til að spila með landsliði Kanada í þessum landsleikjaglugga. Ekkert virðist því hafa getað komið í veg fyrir að Viðar yrði valinn í íslenska landsliðshópinn, annað en skortur á vilja hins nýja landsliðsþjálfara til þess að velja hann. HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Sér ekki eftir því að hafa sleppt Viðari: Valið á hópnum ekki rangt þó leikir tapist Arnar Þór Viðarsson segist ekki sjá eftir vali sínu á á sóknarmönnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í fótbolta, þó að Ísland hafi fá færi skapað í Jerevan í dag. 28. mars 2021 18:55 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Blikar misstu niður tveggja marka forystu Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sjá meira
Eins og Viðar sjálfur og íþróttastjóri Vålerenga hafa sagt í dag virðist lítil innistæða fyrir þeim fullyrðingum Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara, að Vålerenga hafi bannað Viðari að fara í yfirstandandi landsliðsverkefni. Arnar sagði meðal annars í viðtali við RÚV: „Það var aldrei í boði að velja Viðar Örn. Vålerenga leyfði honum ekki að fara í þetta verkefni.“ RÚV og Fótbolti.net hafa jafnframt vitnað í tölvupóst frá íþróttastjóra Vålerenga, frá 1. mars, þess efnis að Viðar yrði að óbreyttu ekki í boði fyrir íslenska landsliðið þar sem hann þyrfti að fara í sjö daga sóttkví við komuna heim til Noregs. Systir Viðars birti bréfið á samfélagsmiðlum. Þar kemur skýrt fram að Vålerenga muni endurskoða afstöðu sína ef eitthvað breytist. Hlutirnir breyttust svo sannarlega 11. mars, þegar tilkynnt var að upphafi tímabilsins í Noregi hefði verið frestað um mánuð eða fram í byrjun maí. Þegar þetta var ljóst voru enn átta dagar í það að Arnar tilkynnti valið á sínum fyrsta landsliðshópi. Fyrst að fjölmiðlar eru búnir að sjá samskiptin, hlýtur að vera í lagi að pósta þeim hér. Lesi hver í þau eins og hann vill. Þeir völdu VÖK aldrei í landsliðið. Þarf ekki að segja meira, punktur. pic.twitter.com/FP5Ye4lq3W— Hólmfríður Erna Kjartansdóttir (@holmfridurerna) March 29, 2021 Vålerenga leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Samuel Adekugbe að fara til Flórída til að spila með landsliði Kanada í þessum landsleikjaglugga. Ekkert virðist því hafa getað komið í veg fyrir að Viðar yrði valinn í íslenska landsliðshópinn, annað en skortur á vilja hins nýja landsliðsþjálfara til þess að velja hann.
HM 2022 í Katar KSÍ Tengdar fréttir Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58 Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33 Sér ekki eftir því að hafa sleppt Viðari: Valið á hópnum ekki rangt þó leikir tapist Arnar Þór Viðarsson segist ekki sjá eftir vali sínu á á sóknarmönnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í fótbolta, þó að Ísland hafi fá færi skapað í Jerevan í dag. 28. mars 2021 18:55 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Leik lokið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Blikar misstu niður tveggja marka forystu Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sjá meira
Bönnuðu Viðari ekki að fara í landsleikina Vålerenga bannaði Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsleiki Íslands í undankeppni HM 2022 í þessum mánuði. Þetta segir yfirmaður íþróttamála hjá norska félaginu. 29. mars 2021 10:58
Arnar Þór segir orð Guðjóns hrein og klár ósannindi Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir ekkert hæft í sögusögnum um meint ósætti Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá segir hann að það hafi ekki verið í boði að velja framherjann Viðar Örn Kjartansson í íslenska landsliðið að þessu sinni. 29. mars 2021 09:33
Sér ekki eftir því að hafa sleppt Viðari: Valið á hópnum ekki rangt þó leikir tapist Arnar Þór Viðarsson segist ekki sjá eftir vali sínu á á sóknarmönnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM í fótbolta, þó að Ísland hafi fá færi skapað í Jerevan í dag. 28. mars 2021 18:55