Löngu búinn að láta tattúa yfir Samfylkingarmerkið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 13:40 Páll Valur hefur látið tattúvera yfir Samfylkingarmerkið en er enn með merki Bjartrar framtíðar á upphandleggnum. „Ég er löngu búinn að láta tattúa yfir það!“ svarar Páll Valur Björnsson, spurður að því hvort hann hyggist láta fjarlægja Samfylkingar-merkið af framhandlegg sínum eftir að hafa verið hafnað við uppstillingu á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Það var Fjölnir Geir Bragason, Fjölnir „tattú“, sem skreytti Pál með Samfylkingarmerkinu árið 2017. Þá var hann fyrir með skammstöfunina SÁÁ, eftir að hann fór í meðferð hjá samtökunum, æðruleysisbænina, nafn Vopnafjarðarbæjar, þar sem hann ólst upp í bænum, og mynd af Alþingishúsinu. Svona svo eitthvað sé nefnt. Merki Bjartrar framtíðar lét hann húðflúra á sig þegar hann var þingmaður flokksins. En nýja flúrið, sem fór ofan á Samfylkingarmerkið, var ekki sett þar vegna óvildar í garð flokksins. „Nei, ég sá strax eftir því. Það var svo stórt!“ Þá bendir Páll á að hann sé enn bæjarfulltrúi flokksins í Grindavík og sé ekkert á leiðinni að „rjúka úr Samfylkingunni með látum“. Hann, og fleiri, séu hins vegar alls ekkert sáttir við það hvernig raðað var á lista fyrir þingkosningarnar í haust. „Við vorum fjögur sem gáfum kost á okkur opinberlega en í annað sætið er verið að sækja fólk sem var tilnefnt en var ekki endilega að sækjast eftir því,“ nefnir Páll sem dæmi. Hann hafi verið spurður hvort umleitan hans eftir fyrsta eða öðru sæti væri bindandi og hann svarað já. „Ég hafði mikinn metnað til að ráðast í þetta verkefni og gera vel,“ segir hann. Honum hefði hins vegar verið hafnað. „En ég er hokinn af reynslu þegar kemur að höfnun,“ segir Páll léttur í bragði og bendir á að hann hafi verið síðasti þingmaðurinn til að detta inn morguninn eftir þingkosningarnar 2013. „Svo var ég í fótboltanum líka,“ bætir hann við. „Ég kann alveg að tapa.“ Jæja þá liggur það ljóst fyrir að ég mun ekki skipa sæti á lista Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæminu góða. Ég tók þá...Posted by Páll Valur Björnsson on Wednesday, March 24, 2021 Alþingiskosningar 2021 Húðflúr Samfylkingin Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Það var Fjölnir Geir Bragason, Fjölnir „tattú“, sem skreytti Pál með Samfylkingarmerkinu árið 2017. Þá var hann fyrir með skammstöfunina SÁÁ, eftir að hann fór í meðferð hjá samtökunum, æðruleysisbænina, nafn Vopnafjarðarbæjar, þar sem hann ólst upp í bænum, og mynd af Alþingishúsinu. Svona svo eitthvað sé nefnt. Merki Bjartrar framtíðar lét hann húðflúra á sig þegar hann var þingmaður flokksins. En nýja flúrið, sem fór ofan á Samfylkingarmerkið, var ekki sett þar vegna óvildar í garð flokksins. „Nei, ég sá strax eftir því. Það var svo stórt!“ Þá bendir Páll á að hann sé enn bæjarfulltrúi flokksins í Grindavík og sé ekkert á leiðinni að „rjúka úr Samfylkingunni með látum“. Hann, og fleiri, séu hins vegar alls ekkert sáttir við það hvernig raðað var á lista fyrir þingkosningarnar í haust. „Við vorum fjögur sem gáfum kost á okkur opinberlega en í annað sætið er verið að sækja fólk sem var tilnefnt en var ekki endilega að sækjast eftir því,“ nefnir Páll sem dæmi. Hann hafi verið spurður hvort umleitan hans eftir fyrsta eða öðru sæti væri bindandi og hann svarað já. „Ég hafði mikinn metnað til að ráðast í þetta verkefni og gera vel,“ segir hann. Honum hefði hins vegar verið hafnað. „En ég er hokinn af reynslu þegar kemur að höfnun,“ segir Páll léttur í bragði og bendir á að hann hafi verið síðasti þingmaðurinn til að detta inn morguninn eftir þingkosningarnar 2013. „Svo var ég í fótboltanum líka,“ bætir hann við. „Ég kann alveg að tapa.“ Jæja þá liggur það ljóst fyrir að ég mun ekki skipa sæti á lista Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæminu góða. Ég tók þá...Posted by Páll Valur Björnsson on Wednesday, March 24, 2021
Alþingiskosningar 2021 Húðflúr Samfylkingin Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira