Brýn vöntun á fagmenntuðu fólki meðal starfsmanna barnaverndar og barnaverndarnefnda Sara Pálsdóttir skrifar 26. mars 2021 09:30 Langflestir skjólstæðingar barnaverndar, yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eru foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóma, áfengis og vímuefnafíkn. Í áratugi hefur sjúkdómur þessi verið viðurkenndur sem sjúkdómur og hann að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þegnar heimsins standa frammi fyrir. Sjúkdómur þessi er flókinn og afar órökréttur. Enginn getur öðlast alminnilegan skilning á honum eða því sem þeir sem veikjast af þessum sjúkdómi, þurfa að ganga í gegn um, nema þeir, sem sjálfir hafa veikst og síðan náð bata. Enda er algengur fylgifiskur þessa sjúkdóms, reiði, skilningsleysi og ráðaleysi náinna ættinga sem botna hvorki upp né niður í þeim sem veikur er. Oft mæta þeir sem haldnir eru þessum sjúkdómi fordómum og skilningsleysi starfsmanna hins opinbera einnig. Sá sem er í virkum fíknisjúkdómi er heltekinn og stjórnlaus. Hegðar sér afar órökrétt, rétt eins og viðkomandi vilji steypa sjálfum sér og lífi sínu og sinna nánustu í glötun og missa frá sér allt. En það er auðvitað ekki þannig. Enginn vill drekka eða dópa sig í hel. Ekki frekar en að deyja úr krabbameini eða öðrum lífshættulegum sjúkdómi. Fólki sem veikist er oft ekki sjálfrátt. En það er ekki þar með sagt að fólk verði ekki að bera ábyrgð á eigin sjúkdómi og berjast fyrir bata sínum. En það gerist ekki nema með réttri aðstoð, aðstoð faglærðs, sérmenntaðs fólks sem þar að auki hefur innsýn og skilning á þessum sjúkdómi og því sem hinn veiki er að glíma við. Líkt og fyrr greinir eru yfirgnæfandi meirihluti skjólstæðinga barnaverndar foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóm. Í því ljósi er sláandi að það skuli ekki starfa einn einasti áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá barnaverndum landsins. Ekki einn. Það eru félagsráðgjafar sem þar starfa. Með fullri virðingu fyrir félagsráðgjöfum og mikilvægi starfa og þekkingu þeirra, en þá hafa þeir ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Ég hef séð sorglegar afleiðingar þessa í störfum barnaverndar. Félagsráðgjafar sem hafa enga sérþekkingu á fíknisjúkdómi, eru að skikka foreldri með fíknisjúkdóm í hin og þessi úrræði sem annað hvort henta ekki eða eru hreinlega til þess fallin að gera ekkert gagn til að hjálpa þeim sem glímir við slíkan sjúkdóm. Innsæisleysi starfsmanna í eðli sjúkdómsins og oftar en ekki fordómar þvælast fyrir og árangurinn verður takmarkaður eða enginn. Fullyrðingar um meinta neyslu þegar hverjum sem glímt hefur við alkóhólisma væri deginum ljósara að engin slík neysla gæti verið fyrir hendi. Útkoman er kaos. Ég skora á stjórnvöld að bregðast við þessu. Það er brýn þörf á fagmenntuðu fólki til að hjálpa þessum foreldrum og til að tryggja rétta og faglega aðstoð sem er sérsniðin að þeim vanda sem það glímir við. Fagmenntað fólk þegar kemur að fíknisjúkdómum eru áfengis og vímuefnaráðgjafar. Það eru til fullt af gríðarlega færum og flottum áfengis og vímuefnaráðgjöfum í landinu. Nýtum þessa krafta, nýtum þessa reynslu sem þessir aðilar búa yfir, öðrum til góðs og blessunar. Börnin í þessu samfélagi eru börnin okkar allra og það er á ábyrgð okkar allra að vel sé gert á öllum sviðum þegar kemur að vernd barna og velferð þeirra. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Pálsdóttir Barnavernd Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Langflestir skjólstæðingar barnaverndar, yfirgnæfandi meirihluti þeirra, eru foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóma, áfengis og vímuefnafíkn. Í áratugi hefur sjúkdómur þessi verið viðurkenndur sem sjúkdómur og hann að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem þegnar heimsins standa frammi fyrir. Sjúkdómur þessi er flókinn og afar órökréttur. Enginn getur öðlast alminnilegan skilning á honum eða því sem þeir sem veikjast af þessum sjúkdómi, þurfa að ganga í gegn um, nema þeir, sem sjálfir hafa veikst og síðan náð bata. Enda er algengur fylgifiskur þessa sjúkdóms, reiði, skilningsleysi og ráðaleysi náinna ættinga sem botna hvorki upp né niður í þeim sem veikur er. Oft mæta þeir sem haldnir eru þessum sjúkdómi fordómum og skilningsleysi starfsmanna hins opinbera einnig. Sá sem er í virkum fíknisjúkdómi er heltekinn og stjórnlaus. Hegðar sér afar órökrétt, rétt eins og viðkomandi vilji steypa sjálfum sér og lífi sínu og sinna nánustu í glötun og missa frá sér allt. En það er auðvitað ekki þannig. Enginn vill drekka eða dópa sig í hel. Ekki frekar en að deyja úr krabbameini eða öðrum lífshættulegum sjúkdómi. Fólki sem veikist er oft ekki sjálfrátt. En það er ekki þar með sagt að fólk verði ekki að bera ábyrgð á eigin sjúkdómi og berjast fyrir bata sínum. En það gerist ekki nema með réttri aðstoð, aðstoð faglærðs, sérmenntaðs fólks sem þar að auki hefur innsýn og skilning á þessum sjúkdómi og því sem hinn veiki er að glíma við. Líkt og fyrr greinir eru yfirgnæfandi meirihluti skjólstæðinga barnaverndar foreldrar sem glíma við fíknisjúkdóm. Í því ljósi er sláandi að það skuli ekki starfa einn einasti áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá barnaverndum landsins. Ekki einn. Það eru félagsráðgjafar sem þar starfa. Með fullri virðingu fyrir félagsráðgjöfum og mikilvægi starfa og þekkingu þeirra, en þá hafa þeir ekki þá sérmenntun, fagþekkingu eða þá reynslu sem til þarf til að eiga við, ráðleggja og hjálpa þeim sem glíma við fíknisjúkdóma. Ég hef séð sorglegar afleiðingar þessa í störfum barnaverndar. Félagsráðgjafar sem hafa enga sérþekkingu á fíknisjúkdómi, eru að skikka foreldri með fíknisjúkdóm í hin og þessi úrræði sem annað hvort henta ekki eða eru hreinlega til þess fallin að gera ekkert gagn til að hjálpa þeim sem glímir við slíkan sjúkdóm. Innsæisleysi starfsmanna í eðli sjúkdómsins og oftar en ekki fordómar þvælast fyrir og árangurinn verður takmarkaður eða enginn. Fullyrðingar um meinta neyslu þegar hverjum sem glímt hefur við alkóhólisma væri deginum ljósara að engin slík neysla gæti verið fyrir hendi. Útkoman er kaos. Ég skora á stjórnvöld að bregðast við þessu. Það er brýn þörf á fagmenntuðu fólki til að hjálpa þessum foreldrum og til að tryggja rétta og faglega aðstoð sem er sérsniðin að þeim vanda sem það glímir við. Fagmenntað fólk þegar kemur að fíknisjúkdómum eru áfengis og vímuefnaráðgjafar. Það eru til fullt af gríðarlega færum og flottum áfengis og vímuefnaráðgjöfum í landinu. Nýtum þessa krafta, nýtum þessa reynslu sem þessir aðilar búa yfir, öðrum til góðs og blessunar. Börnin í þessu samfélagi eru börnin okkar allra og það er á ábyrgð okkar allra að vel sé gert á öllum sviðum þegar kemur að vernd barna og velferð þeirra. Höfundur er lögmaður.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun