Gossvæðinu lokað í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 21:38 Björgunarsveitarmenn við störf á gosstöðvunum. Vísir/Vilhelm Svæðinu við eldgosið í Geldingadal hefur verið lokað í kvöld vegna versnandi veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum á níunda tímanum. Þar segir að veður hafi farið versnandi á svæðinu í kvöld og aðstæður séu erfiðar. Staðan verði metin aftur í fyrramálið. Vegna versnandi veðurs og erfiðra aðstæðna á gossvæðið hefur verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu fyrir kvöldið. Ástandið verður endurmetið í fyrramálið.Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Í kvöld og nótt er alls ekkert útivistarveður á svæðinu við gosstöðina í Geldingardal og því hefur verið ákveðið að loka gönguleiðinni. Í nótt sem leið voru þrír sjúkraflutningar frá svæðinu þar sem ofkæling og meiðsli voru á fólki. Mikil hálka er á gönguleiðinni og hún því erfið yfirferðar, myrkrið gerir aðstæður ekki betri,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum nú í kvöld. Veðurspáin í kvöld og í nótt við gosstöðvarnar geri ráð fyrir norðlægri átt, 18-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Snemma í fyrramálið dragi úr vindi og ofankomu og upp úr hádegi verði norðlæg átt 10-15 m/s og úrkomulaust. „Vert er að geta þess að í norðanáttunum berst gasmengun frá gosinu til suðurs yfir Suðurstrandaveg,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga. Í dag var stikuð varaleið meðfram Borgarfjalli eftir að vindur úr norðaustri feykti gasmekki yfir upprunalegu gönguleiðina. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs. Hann biðlaði jafnframt til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þar segir að veður hafi farið versnandi á svæðinu í kvöld og aðstæður séu erfiðar. Staðan verði metin aftur í fyrramálið. Vegna versnandi veðurs og erfiðra aðstæðna á gossvæðið hefur verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu fyrir kvöldið. Ástandið verður endurmetið í fyrramálið.Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Í kvöld og nótt er alls ekkert útivistarveður á svæðinu við gosstöðina í Geldingardal og því hefur verið ákveðið að loka gönguleiðinni. Í nótt sem leið voru þrír sjúkraflutningar frá svæðinu þar sem ofkæling og meiðsli voru á fólki. Mikil hálka er á gönguleiðinni og hún því erfið yfirferðar, myrkrið gerir aðstæður ekki betri,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum nú í kvöld. Veðurspáin í kvöld og í nótt við gosstöðvarnar geri ráð fyrir norðlægri átt, 18-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Snemma í fyrramálið dragi úr vindi og ofankomu og upp úr hádegi verði norðlæg átt 10-15 m/s og úrkomulaust. „Vert er að geta þess að í norðanáttunum berst gasmengun frá gosinu til suðurs yfir Suðurstrandaveg,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga. Í dag var stikuð varaleið meðfram Borgarfjalli eftir að vindur úr norðaustri feykti gasmekki yfir upprunalegu gönguleiðina. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs. Hann biðlaði jafnframt til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57
Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56
Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15