Hver er fljótfær? Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 25. mars 2021 17:30 Hún var furðuleg sendingin frá formanni VR í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Þar kemst hann að þeirri ævintýralegu niðurstöðu að meintur áróður fjársterkra afla og stórfyrirtækja sé um að kenna því bakslagi sem við upplifum nú í baráttunni við COVID19. Formaðurinn fullyrðir að smit, sem reyndar hófu að greinast 23. mars síðastliðinn, séu á einhvern hátt tengd ákvörðunum um smávægilegar breytingar á fyrirkomulagi á landamærum Íslands sem fyrirhugaðar eru. Þær breytingar áttu reyndar ekki að koma til framkvæmda fyrr en annars vegar á morgun og hins vegar 1. maí, rúmum mánuði eftir að þær áttu að hafa hrundið af stað fjórðu bylgju faraldursins hér á landi. Sem fyrr lætur formaðurinn staðreyndir ekki flækjast fyrir sér að óþörfu. Í viðtalinu heldur formaðurinn því enn fremur fram að „fljótfærni fáeinna aðila” – og nefnir Icelandair í því samhengi - hafi orðið til þess að búið sé að tefla ferðasumrinu í hættu. Hagsmunapot hafi ráðið för. Ekki er gott að segja hvernig hagsmunir flugfélagsins ættu að ríma við þessa tilgátu formannsins, en nýlegar og opinberar deilur hans við fyrirtækið varpa ef til vill ljósi á raunverulegt markmið formanns VR með viðtalinu. Ef til vill skorar svona málflutningur, líkt og formaðurinn gerðist sekur um í vikunni, stundarpunkta hjá einhverjum hópi. En til lengri tíma, og nú á ögurstundu, er hreinlega verið að vinna samfélaginu tjón. Nú er ekki tíminn til ábyrgðalausra upphlaupa heldur yfirvegaðra og málefnalegra umræðna um sameiginlegan vágest. Hagsmunir okkar allra eru undir því að takist vel til. Eftir stendur spurningin um hver það er sem raunverulega hefur gerst sekur um fljótfærni? Höfundur er framkvæmdastjóri SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Hún var furðuleg sendingin frá formanni VR í fjölmiðlum fyrr í vikunni. Þar kemst hann að þeirri ævintýralegu niðurstöðu að meintur áróður fjársterkra afla og stórfyrirtækja sé um að kenna því bakslagi sem við upplifum nú í baráttunni við COVID19. Formaðurinn fullyrðir að smit, sem reyndar hófu að greinast 23. mars síðastliðinn, séu á einhvern hátt tengd ákvörðunum um smávægilegar breytingar á fyrirkomulagi á landamærum Íslands sem fyrirhugaðar eru. Þær breytingar áttu reyndar ekki að koma til framkvæmda fyrr en annars vegar á morgun og hins vegar 1. maí, rúmum mánuði eftir að þær áttu að hafa hrundið af stað fjórðu bylgju faraldursins hér á landi. Sem fyrr lætur formaðurinn staðreyndir ekki flækjast fyrir sér að óþörfu. Í viðtalinu heldur formaðurinn því enn fremur fram að „fljótfærni fáeinna aðila” – og nefnir Icelandair í því samhengi - hafi orðið til þess að búið sé að tefla ferðasumrinu í hættu. Hagsmunapot hafi ráðið för. Ekki er gott að segja hvernig hagsmunir flugfélagsins ættu að ríma við þessa tilgátu formannsins, en nýlegar og opinberar deilur hans við fyrirtækið varpa ef til vill ljósi á raunverulegt markmið formanns VR með viðtalinu. Ef til vill skorar svona málflutningur, líkt og formaðurinn gerðist sekur um í vikunni, stundarpunkta hjá einhverjum hópi. En til lengri tíma, og nú á ögurstundu, er hreinlega verið að vinna samfélaginu tjón. Nú er ekki tíminn til ábyrgðalausra upphlaupa heldur yfirvegaðra og málefnalegra umræðna um sameiginlegan vágest. Hagsmunir okkar allra eru undir því að takist vel til. Eftir stendur spurningin um hver það er sem raunverulega hefur gerst sekur um fljótfærni? Höfundur er framkvæmdastjóri SA.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar