Gunnar vill leiða lista Samfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 23. mars 2021 07:10 Gunnar Tryggvason starfar nú hjá Faxaflóahöfnum sem sviðstjóri Viðskiptasviðs. vísir Gunnar Tryggvason, verkfræðingur sem starfar hjá Faxaflóahöfnum, hefur gefið kost á sér til að leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara í september. Í tilkynningunni segir að Gunnar sé fjölskyldufaðir, Vestfirðingur, verkfræðingur og jafnaðarmaður sem leggi áherslu á öflugt og fjölbreytt atvinnulíf, aukinn jöfnuð og verndun umhverfisins. „Ég er fæddur á Ísafirði árið 1969 og ólst þar upp við sjávarútveg og fiskvinnslu. Ég útskrifaðist frá Menntaskóla Ísafjarðar árið 1989, frá Verkfræðideild Háskóla Íslands árið 1993 og af Raforkuverkfræðisviði Háskólans í Karlsruhe í Þýskalandi árið 1995. Fyrstu starfsárin eftir nám starfaði ég sem verkfræðingur í stóriðjugeiranum uns ég vatt mínu kvæði í kross og tók að mér störf á sviði fjármála og stjórnunnar. Varð aðstoðarmaður Oddnýjar Harðardóttur og Katrínar Júlíusdóttur þegar þær sátu í fjármálaráðuneytinu. Nú starfa ég hjá Faxaflóahöfnum og er þar sviðstjóri Viðskiptasviðs. Atvinnulíf Sem þingmaður Samfylkingarinnar verð ég talsmaður öflugs, fjölbreytts og nútímavædds atvinnulífs sem hentar landinu öllu. Til þess þurfum við að efla stoðir menntunar um land allt en jafnframt að auka skilvirkni leyfisveitingaferla, stytta ferðatíma og efla fjarskipti. Störf án staðsetningar eru ekki lengur fjarlægur draumur heldur hagkvæmur kostur fyrir fyrirtæki og hið opinbera. En einmitt hið opinbera ætti nú, með lærdóm af viðbrögðum samfélagsins við COVID19 faraldursins í farteskinu, að gera átak í tilfærslu starfa út á land. Til þess að raungera þetta þarf að efla samgöngu- og fjarskiptainnviði á landsbyggðinni mikið. Gunnar Tryggvason.Aðsend Jöfnuður Í ríku samfélagi eins og á Íslandi getur fátækt ekki liðist! Flokkur jafnaðarmanna verður að hafa forystu um að finna fátæktargildrur og stoppa í göt velferðarkerfisins. Það er líka ótækt að á landi sem er ríkt að auðlindum séu sífelldar deilur um skiptingu auðlindarentunnar en engar aðgerðir eru nú í bígerð sem jafnað geta dreifingu hennar. Ég hef upplifað það að mín heimabyggð eins og svo margir aðrir byggðakjarnar á landsbyggðinni hafa blætt fyrir hagræðinguna sem kvótakerfið og framsalið í sjávarútvegi hefur leitt af sér. Ávinningurinn, auðlindarentan virðist hins vegar renna annað að mestu leiti! Hvað með að fá hluta hennar aftur heim í hérað? Slíkar leiðir hafa Norðmenn til að mynda fetað með auðlindarentuna úr orkugeiranum sínum og skapað þannig um hann meiri samfélagslega sátt. Taka þarf skref í að jafna aðgang að fiskveiðiauðlindinni. Á mínum æskuárum litu ungir sjómenn ekki á ‚plássið‘ um borð sem sitt eina tækifæri, alltaf væri hægt að hefja eigin útgerð. Slíkt er nánast ógerningur í dag og það þarf að laga. Umhverfismál Norðvesturkjördæmi stendur frammi fyrir töluverðum atvinnutækifærum á nýjum sviðum s.s. við fiskeldi, ferðaþjónustu og uppbyggingu vindorku. Óhjákvæmilegt er að hagsmunir þessara greina skarist og taka þarf tillit til sjónarmiða umhverfisverndar við ákvarðanir þeim tengdum. Stjórnmálamenn þurfa að kunna þá jafnvægislist. Sem þingmaður kjördæmisins mun ég fagna öllum góðum hugmyndum um atvinnuuppbyggingu og reyna eftir megni að greiða leiðir þeirra. Og þó ég leggi áherslu á aukna skilvirkni leyfisveitingaferla tel ég það ekki eigi að draga úr áherslum á umhverfisvernd. Í samanburði við samkeppnislönd okkar eru slíkir ferlar tímafrekari hér og oft erum við í samkeppni um staðsetningu áhugaverðra atvinnutækifæra. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda er ein stærsta áskorun mannkyns og verður næstu áratugina. Súrnun sjávar af völdum aukins magns koltvísýrings og breyting hafstrauma vegna loftslagsbreytinga er mikið áhyggjuefni fyrir Ísland. Orkuskipti á landi eru hafin og næst þurfum við að ýta sambærilegri þróun af stað varðandi samgöngur á sjó. Á þessu sviði m.a. liggur sérþekking mín og ég mun ég leggja ríka áherslu á hröðun orkuskipta og samdrátt losunar,“ segir í tilkynningunni frá Gunnari. Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Í tilkynningunni segir að Gunnar sé fjölskyldufaðir, Vestfirðingur, verkfræðingur og jafnaðarmaður sem leggi áherslu á öflugt og fjölbreytt atvinnulíf, aukinn jöfnuð og verndun umhverfisins. „Ég er fæddur á Ísafirði árið 1969 og ólst þar upp við sjávarútveg og fiskvinnslu. Ég útskrifaðist frá Menntaskóla Ísafjarðar árið 1989, frá Verkfræðideild Háskóla Íslands árið 1993 og af Raforkuverkfræðisviði Háskólans í Karlsruhe í Þýskalandi árið 1995. Fyrstu starfsárin eftir nám starfaði ég sem verkfræðingur í stóriðjugeiranum uns ég vatt mínu kvæði í kross og tók að mér störf á sviði fjármála og stjórnunnar. Varð aðstoðarmaður Oddnýjar Harðardóttur og Katrínar Júlíusdóttur þegar þær sátu í fjármálaráðuneytinu. Nú starfa ég hjá Faxaflóahöfnum og er þar sviðstjóri Viðskiptasviðs. Atvinnulíf Sem þingmaður Samfylkingarinnar verð ég talsmaður öflugs, fjölbreytts og nútímavædds atvinnulífs sem hentar landinu öllu. Til þess þurfum við að efla stoðir menntunar um land allt en jafnframt að auka skilvirkni leyfisveitingaferla, stytta ferðatíma og efla fjarskipti. Störf án staðsetningar eru ekki lengur fjarlægur draumur heldur hagkvæmur kostur fyrir fyrirtæki og hið opinbera. En einmitt hið opinbera ætti nú, með lærdóm af viðbrögðum samfélagsins við COVID19 faraldursins í farteskinu, að gera átak í tilfærslu starfa út á land. Til þess að raungera þetta þarf að efla samgöngu- og fjarskiptainnviði á landsbyggðinni mikið. Gunnar Tryggvason.Aðsend Jöfnuður Í ríku samfélagi eins og á Íslandi getur fátækt ekki liðist! Flokkur jafnaðarmanna verður að hafa forystu um að finna fátæktargildrur og stoppa í göt velferðarkerfisins. Það er líka ótækt að á landi sem er ríkt að auðlindum séu sífelldar deilur um skiptingu auðlindarentunnar en engar aðgerðir eru nú í bígerð sem jafnað geta dreifingu hennar. Ég hef upplifað það að mín heimabyggð eins og svo margir aðrir byggðakjarnar á landsbyggðinni hafa blætt fyrir hagræðinguna sem kvótakerfið og framsalið í sjávarútvegi hefur leitt af sér. Ávinningurinn, auðlindarentan virðist hins vegar renna annað að mestu leiti! Hvað með að fá hluta hennar aftur heim í hérað? Slíkar leiðir hafa Norðmenn til að mynda fetað með auðlindarentuna úr orkugeiranum sínum og skapað þannig um hann meiri samfélagslega sátt. Taka þarf skref í að jafna aðgang að fiskveiðiauðlindinni. Á mínum æskuárum litu ungir sjómenn ekki á ‚plássið‘ um borð sem sitt eina tækifæri, alltaf væri hægt að hefja eigin útgerð. Slíkt er nánast ógerningur í dag og það þarf að laga. Umhverfismál Norðvesturkjördæmi stendur frammi fyrir töluverðum atvinnutækifærum á nýjum sviðum s.s. við fiskeldi, ferðaþjónustu og uppbyggingu vindorku. Óhjákvæmilegt er að hagsmunir þessara greina skarist og taka þarf tillit til sjónarmiða umhverfisverndar við ákvarðanir þeim tengdum. Stjórnmálamenn þurfa að kunna þá jafnvægislist. Sem þingmaður kjördæmisins mun ég fagna öllum góðum hugmyndum um atvinnuuppbyggingu og reyna eftir megni að greiða leiðir þeirra. Og þó ég leggi áherslu á aukna skilvirkni leyfisveitingaferla tel ég það ekki eigi að draga úr áherslum á umhverfisvernd. Í samanburði við samkeppnislönd okkar eru slíkir ferlar tímafrekari hér og oft erum við í samkeppni um staðsetningu áhugaverðra atvinnutækifæra. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda er ein stærsta áskorun mannkyns og verður næstu áratugina. Súrnun sjávar af völdum aukins magns koltvísýrings og breyting hafstrauma vegna loftslagsbreytinga er mikið áhyggjuefni fyrir Ísland. Orkuskipti á landi eru hafin og næst þurfum við að ýta sambærilegri þróun af stað varðandi samgöngur á sjó. Á þessu sviði m.a. liggur sérþekking mín og ég mun ég leggja ríka áherslu á hröðun orkuskipta og samdrátt losunar,“ segir í tilkynningunni frá Gunnari.
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira