Telur íslenskt lambakjöt henta vel í lamba-salamí Kristján Már Unnarsson skrifar 22. mars 2021 20:54 Roberto Tariello, eigandi kjötvinnslunnar Tariello ehf. í Þykkvabæ. Einar Árnason Aflagt sauðfjársláturhús í Þykkvabæ hefur öðlast nýtt hlutverk; sem salamí-gerð að ítölskum hætti. Þar er Ítali meðal annars að þróa salamí úr íslensku lambakjöti. Aldarfjórðungur er liðinn frá því sláturhúsið í Þykkvabæ var síðast í fullum dampi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að núna er aftur kominn kjötiðnaður í húsið. Gamla sláturhúsið í Þykkvabæ.Einar Árnason Hann heitir Roberto Tariello sem sá ný not fyrir sláturhús bændanna í Þykkvabæ. Hann svarar okkur á íslensku, segist vera frá Suður-Ítalíu og hafa komið til Íslands árið 2008. Roberto kýs að nota enskuna til að útskýra hversvegna hann vildi byggja upp í Þykkvabæ. „Aðalástæðan var þetta hús. Heimamenn voru mjög ánægðir með hugmyndina því húsið var í eigu nokkurra bænda hérna í Þykkvabænum. Þeir buðu mér þetta hús, ég þurfti bara að standsetja það til að það yrði tilbúið fyrir vinnsluna. Ég hef ekki enn lokið við það.“ Séð yfir Þykkvabæ. Gamla sláturhúsið er fyrir miðri mynd.Einar Árnason Roberto býr einkum til ítalskt salami úr íslensku kjöti en salami er aðallega gert úr svínakjöti. Hann er óhræddur að þróa nýjar vörur, eins og lamba salamí. „Ég held að gæði lambakjötsins á Íslandi séu mjög mikil, að það sé betra en á Ítalíu. Á Ítalíu er ekki framleitt lamba-salamí en ég held að það gangi á Íslandi með því að nota þetta hráefni,“ segir Roberto. Hann er meðal viðmælenda þáttarins Um land allt, sem fjallar um kartöflusamfélagið í Þykkvabæ. Útdrátt úr þættinum í fréttum Stöðvar 2 má sjá hér: Um land allt Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Landbúnaður Svínakjöt Kartöflurækt Tengdar fréttir Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42 Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði. 18. september 2020 22:58 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Aldarfjórðungur er liðinn frá því sláturhúsið í Þykkvabæ var síðast í fullum dampi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að núna er aftur kominn kjötiðnaður í húsið. Gamla sláturhúsið í Þykkvabæ.Einar Árnason Hann heitir Roberto Tariello sem sá ný not fyrir sláturhús bændanna í Þykkvabæ. Hann svarar okkur á íslensku, segist vera frá Suður-Ítalíu og hafa komið til Íslands árið 2008. Roberto kýs að nota enskuna til að útskýra hversvegna hann vildi byggja upp í Þykkvabæ. „Aðalástæðan var þetta hús. Heimamenn voru mjög ánægðir með hugmyndina því húsið var í eigu nokkurra bænda hérna í Þykkvabænum. Þeir buðu mér þetta hús, ég þurfti bara að standsetja það til að það yrði tilbúið fyrir vinnsluna. Ég hef ekki enn lokið við það.“ Séð yfir Þykkvabæ. Gamla sláturhúsið er fyrir miðri mynd.Einar Árnason Roberto býr einkum til ítalskt salami úr íslensku kjöti en salami er aðallega gert úr svínakjöti. Hann er óhræddur að þróa nýjar vörur, eins og lamba salamí. „Ég held að gæði lambakjötsins á Íslandi séu mjög mikil, að það sé betra en á Ítalíu. Á Ítalíu er ekki framleitt lamba-salamí en ég held að það gangi á Íslandi með því að nota þetta hráefni,“ segir Roberto. Hann er meðal viðmælenda þáttarins Um land allt, sem fjallar um kartöflusamfélagið í Þykkvabæ. Útdrátt úr þættinum í fréttum Stöðvar 2 má sjá hér:
Um land allt Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Landbúnaður Svínakjöt Kartöflurækt Tengdar fréttir Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42 Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði. 18. september 2020 22:58 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42
Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði. 18. september 2020 22:58