Starfsmaður Landspítala greindist með Covid-19 í gær Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2021 14:54 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Sigurjón Starfsmaður Landspítala er meðal þeirra sem greindust með Covid-19 í gær og eru innan við tíu samstarfsmenn nú komnir í sóttkví vegna þessa. Ekki er talið að smitið muni hafa teljandi áhrif á starfsemi spítalans. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Hann segir að starfsmaðurinn vinni á rannsóknarsviði spítalans og enginn sjúklingur hafi verið útsettur fyrir smiti. Að sögn Más hafa á bilinu sjö til níu starfsmenn verið sendir í sóttkví. Már sat fund farsóttarnefndar Landspítala í hádeginu þar sem meðal annars var rætt að færa starfsemi spítalans á hærra viðbúnaðarstig í ljósi stöðunnar, af óvissustigi yfir á hættustig. „Miðað við gögnin sem við höfum á þessari stundu þá fannst okkur ekki ástæða til þess en það kann að breytast ef verkefnastaðan breytist á spítalanum.“ Staðan geti ávallt breyst hratt Þrír sjúklingar eru nú með virkt smit inni á Landspítala en ekki hefur þurft að leggja inn neinn af þeim tíu skipverjum sem hafa greinst um borð í súrálsskipinu sem liggur við höfn á Reyðarfirði. Nítján voru um borð í skipinu sem kom frá Brasilíu og sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. Már veltir því upp að staðan á spítalanum gæti breyst ef einhverjir þeirra þarfnist skyndilega sjúkrahúsvistar. „Okkar hlutverk er að velta upp möguleikum og vera þá í stakk búinn ef við þurfum.“ Viðbúnaðarstig spítalans verði því endurmetið reglulega næstu daga. Fimm einstaklingar greindust innanlands með Covid-19 í gær en alls hafa sjö greinst síðustu þrjá sólarhringa. Þrír þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir sem greindust um helgina voru í sóttkví. Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands og nítján smit við landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Hann segir að starfsmaðurinn vinni á rannsóknarsviði spítalans og enginn sjúklingur hafi verið útsettur fyrir smiti. Að sögn Más hafa á bilinu sjö til níu starfsmenn verið sendir í sóttkví. Már sat fund farsóttarnefndar Landspítala í hádeginu þar sem meðal annars var rætt að færa starfsemi spítalans á hærra viðbúnaðarstig í ljósi stöðunnar, af óvissustigi yfir á hættustig. „Miðað við gögnin sem við höfum á þessari stundu þá fannst okkur ekki ástæða til þess en það kann að breytast ef verkefnastaðan breytist á spítalanum.“ Staðan geti ávallt breyst hratt Þrír sjúklingar eru nú með virkt smit inni á Landspítala en ekki hefur þurft að leggja inn neinn af þeim tíu skipverjum sem hafa greinst um borð í súrálsskipinu sem liggur við höfn á Reyðarfirði. Nítján voru um borð í skipinu sem kom frá Brasilíu og sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. Már veltir því upp að staðan á spítalanum gæti breyst ef einhverjir þeirra þarfnist skyndilega sjúkrahúsvistar. „Okkar hlutverk er að velta upp möguleikum og vera þá í stakk búinn ef við þurfum.“ Viðbúnaðarstig spítalans verði því endurmetið reglulega næstu daga. Fimm einstaklingar greindust innanlands með Covid-19 í gær en alls hafa sjö greinst síðustu þrjá sólarhringa. Þrír þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir sem greindust um helgina voru í sóttkví. Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands og nítján smit við landamærin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15 Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fólk sent í sóttkví eftir námskeið hjá KSÍ um helgina Starfsmaður KSÍ og fólk sem sat þjálfaranámskeið knattspyrnusambandsins um helgina er komið í sóttkví eftir að þátttakandi greindist með Covid-19. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir sambandið hafa verið í samskiptum við smitrakningateymið eftir að fregnir bárust af smitinu í gærkvöldi. 22. mars 2021 13:15
Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. 22. mars 2021 12:29
Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46