Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 13:33 Michael og Peter Taylor við vegabréfaeftirlit á flugvelli í Istanbúl í 30. desember 2019. Flugvélinni sem var notuð til að koma Ghosn frá Japan var millilent þar á leiðinni til Líbanons. AP/DHA Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. Michael Taylor, sextugur fyrrverandi sérsveitarmaður úr bandaríska hernum, og sonur hans Peter, sem er 28 ára gamall, voru framseldir frá Bandaríkjunum til Japan í síðasta mánuði. Japanskir saksóknarar saka þá um að hafa vísvitandi aðstoðað Ghosn við að komast undan refsingu með því að fela hann í handfarangri um borð í einkaþotu sem fór frá Kansai-flugvelli í desember árið 2019. Ghosn, sem var stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, er enn á flótta í Líbanon þar sem hann ólst upp. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons. Feðgarnir eru sagðir hafa þegið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 165 milljóna íslenskra króna, fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japan. Lögmenn feðganna mótmæltu framsali þeirra með þeim rökum að ekki væri hægt að ákæra þá fyrir að hjálpa einhverjum að brjóta gegn lausn gegn tryggingu. Þá ættu þeir á hættu að vera pyntaðir í haldi japanskra yfirvalda. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu þeim rökum. Japanskir dómstólar sakfella ákært fólk nær undantekningarlaust. Reuters-fréttastofan segir að hlutfall sakfellinga í landinu sé 99 prósent. Ghosn hefur alla tíð neitað sök og sakað japönsk yfirvöld um að beita sig harðræði. Hann var ákærður fyrir að fela þóknanir sem hann fékk frá japanska bílaframleiðandanum og að hagnast á kostnað vinnuveitanda síns. Japan Bandaríkin Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Michael Taylor, sextugur fyrrverandi sérsveitarmaður úr bandaríska hernum, og sonur hans Peter, sem er 28 ára gamall, voru framseldir frá Bandaríkjunum til Japan í síðasta mánuði. Japanskir saksóknarar saka þá um að hafa vísvitandi aðstoðað Ghosn við að komast undan refsingu með því að fela hann í handfarangri um borð í einkaþotu sem fór frá Kansai-flugvelli í desember árið 2019. Ghosn, sem var stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, er enn á flótta í Líbanon þar sem hann ólst upp. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons. Feðgarnir eru sagðir hafa þegið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 165 milljóna íslenskra króna, fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japan. Lögmenn feðganna mótmæltu framsali þeirra með þeim rökum að ekki væri hægt að ákæra þá fyrir að hjálpa einhverjum að brjóta gegn lausn gegn tryggingu. Þá ættu þeir á hættu að vera pyntaðir í haldi japanskra yfirvalda. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu þeim rökum. Japanskir dómstólar sakfella ákært fólk nær undantekningarlaust. Reuters-fréttastofan segir að hlutfall sakfellinga í landinu sé 99 prósent. Ghosn hefur alla tíð neitað sök og sakað japönsk yfirvöld um að beita sig harðræði. Hann var ákærður fyrir að fela þóknanir sem hann fékk frá japanska bílaframleiðandanum og að hagnast á kostnað vinnuveitanda síns.
Japan Bandaríkin Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40
Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25
Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00