Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 13:33 Michael og Peter Taylor við vegabréfaeftirlit á flugvelli í Istanbúl í 30. desember 2019. Flugvélinni sem var notuð til að koma Ghosn frá Japan var millilent þar á leiðinni til Líbanons. AP/DHA Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. Michael Taylor, sextugur fyrrverandi sérsveitarmaður úr bandaríska hernum, og sonur hans Peter, sem er 28 ára gamall, voru framseldir frá Bandaríkjunum til Japan í síðasta mánuði. Japanskir saksóknarar saka þá um að hafa vísvitandi aðstoðað Ghosn við að komast undan refsingu með því að fela hann í handfarangri um borð í einkaþotu sem fór frá Kansai-flugvelli í desember árið 2019. Ghosn, sem var stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, er enn á flótta í Líbanon þar sem hann ólst upp. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons. Feðgarnir eru sagðir hafa þegið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 165 milljóna íslenskra króna, fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japan. Lögmenn feðganna mótmæltu framsali þeirra með þeim rökum að ekki væri hægt að ákæra þá fyrir að hjálpa einhverjum að brjóta gegn lausn gegn tryggingu. Þá ættu þeir á hættu að vera pyntaðir í haldi japanskra yfirvalda. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu þeim rökum. Japanskir dómstólar sakfella ákært fólk nær undantekningarlaust. Reuters-fréttastofan segir að hlutfall sakfellinga í landinu sé 99 prósent. Ghosn hefur alla tíð neitað sök og sakað japönsk yfirvöld um að beita sig harðræði. Hann var ákærður fyrir að fela þóknanir sem hann fékk frá japanska bílaframleiðandanum og að hagnast á kostnað vinnuveitanda síns. Japan Bandaríkin Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Michael Taylor, sextugur fyrrverandi sérsveitarmaður úr bandaríska hernum, og sonur hans Peter, sem er 28 ára gamall, voru framseldir frá Bandaríkjunum til Japan í síðasta mánuði. Japanskir saksóknarar saka þá um að hafa vísvitandi aðstoðað Ghosn við að komast undan refsingu með því að fela hann í handfarangri um borð í einkaþotu sem fór frá Kansai-flugvelli í desember árið 2019. Ghosn, sem var stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, er enn á flótta í Líbanon þar sem hann ólst upp. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons. Feðgarnir eru sagðir hafa þegið 1,3 milljónir dollara, jafnvirði rúmra 165 milljóna íslenskra króna, fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japan. Lögmenn feðganna mótmæltu framsali þeirra með þeim rökum að ekki væri hægt að ákæra þá fyrir að hjálpa einhverjum að brjóta gegn lausn gegn tryggingu. Þá ættu þeir á hættu að vera pyntaðir í haldi japanskra yfirvalda. Bandarísk stjórnvöld höfnuðu þeim rökum. Japanskir dómstólar sakfella ákært fólk nær undantekningarlaust. Reuters-fréttastofan segir að hlutfall sakfellinga í landinu sé 99 prósent. Ghosn hefur alla tíð neitað sök og sakað japönsk yfirvöld um að beita sig harðræði. Hann var ákærður fyrir að fela þóknanir sem hann fékk frá japanska bílaframleiðandanum og að hagnast á kostnað vinnuveitanda síns.
Japan Bandaríkin Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40 Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8. maí 2020 15:40
Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25
Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00