Gísli fór úr axlarlið og tímabilið búið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2021 13:40 Gísli Þorgeir Kristjánsson var augljóslega sárþjáður eftir að hafa meiðst gegn Füchse Berlin í gær. getty/Peter Niedung Gísli Þorgeir Kristjánsson fór úr axlarlið í leik Magdeburg og Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Hann þarf að fara í aðgerð og spilar ekki meira á þessu tímabili. Gísli meiddist þegar hann skoraði 25. mark Magdeburg á 54. mínútu í leiknum í gær. Hann var sárþjáður og fór af velli á sjúkrabörum. „Hann fór úr lið á vinstri öxl. Eftir skotið datt hann, bar fyrir sig vinstri olnbogann og fór úr lið. Þetta er í þriðja sinn sem þetta gerist og hann var óheppinn að setja vinstri öxlina fyrir sig,“ sagði Kristján Arason, faðir Gísla, í samtali við Vísi í dag. „Honum var kippt í lið af lækni en það þarf að festa þetta betur þannig að hann þarf að fara í aðgerð. Hann er á spítala núna og var þar í nótt. Núna þarf að taka ákvörðun um næstu skref,“ bætti Kristján við. Gísli hefur glímt við þrálát axlarmeiðsli og meiddist meðal annars illa í leik gegn Flensburg fyrir rúmu ári. Hann hafði hins vegar náð góðum bata og var kominn á gott ról. Gísli hefur spilað vel með Magdeburg í vetur og átti mjög góða leiki á HM í Egyptalandi. „Þetta er mjög svekkjandi en þetta er svona. Það reynir á kappann en hann hefur sýnt úr hverju hann er gerður. Hann er staðráðinn í að halda áfram og koma sterkari til baka,“ sagði Kristján. Gísli skoraði tvö mörk í leiknum í gær sem Magdeburg vann, 29-24. Magdeburg er í 2. sæti deildarinnar með 32 stig, jafn mörg og topplið Flensburg sem á þrjá leiki til góða. Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Sjá meira
Gísli meiddist þegar hann skoraði 25. mark Magdeburg á 54. mínútu í leiknum í gær. Hann var sárþjáður og fór af velli á sjúkrabörum. „Hann fór úr lið á vinstri öxl. Eftir skotið datt hann, bar fyrir sig vinstri olnbogann og fór úr lið. Þetta er í þriðja sinn sem þetta gerist og hann var óheppinn að setja vinstri öxlina fyrir sig,“ sagði Kristján Arason, faðir Gísla, í samtali við Vísi í dag. „Honum var kippt í lið af lækni en það þarf að festa þetta betur þannig að hann þarf að fara í aðgerð. Hann er á spítala núna og var þar í nótt. Núna þarf að taka ákvörðun um næstu skref,“ bætti Kristján við. Gísli hefur glímt við þrálát axlarmeiðsli og meiddist meðal annars illa í leik gegn Flensburg fyrir rúmu ári. Hann hafði hins vegar náð góðum bata og var kominn á gott ról. Gísli hefur spilað vel með Magdeburg í vetur og átti mjög góða leiki á HM í Egyptalandi. „Þetta er mjög svekkjandi en þetta er svona. Það reynir á kappann en hann hefur sýnt úr hverju hann er gerður. Hann er staðráðinn í að halda áfram og koma sterkari til baka,“ sagði Kristján. Gísli skoraði tvö mörk í leiknum í gær sem Magdeburg vann, 29-24. Magdeburg er í 2. sæti deildarinnar með 32 stig, jafn mörg og topplið Flensburg sem á þrjá leiki til góða.
Þýski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Sjá meira