Á nú sjö gildandi Íslandsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 10:31 Hlynur Andrésson gaf allt sitt í hlaupið í gær og var alveg búinn í lokin. Skjámynd/mdr.de Hlynur Andrésson byrjaði maraþonferil sinn með því að bæta Íslandsmetið og það með glæsibrag. Hlynur Andrésson hefur verið duglegur að safna að sér Íslandsmetunum á síðustu árum og það nýjast kom í hús í gær þegar hann hljóp maraþonhlaup í fyrsta skiptið. Hlynur bætti Íslandsmet Kára Steins Karlssonar um rúmar þrjár og hálfa mínútu en það hafði staðið í næstum því heilan áratug. Íslandsmet Hlyns eru þar með orðin sjö talsins. Fyrsta Íslandsmetið hans kom í hús þegar hann sló metið í 5000 metra hlaupi 1. apríl 2017. Hann hefur síðan sett tíu Íslandsmet utanhúss til viðbótar í alls sjö mismunandi greinum. Hlynur Andrésson setti í dag nýtt glæsilegt Íslandsmet í maraþoni en hann kom í mark á 2:13:37. Fyrra metið var í eigu...Posted by FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands on Sunnudagur, 21. mars 2021 Þetta var fjórða Íslandsmetið sem Hlynur tekur af Kára Steini Karlssyni en Hlynur hefur einnig tekið tvö mjög gömul Íslandsmet af Jóni Diðrikssyni og svo eitt met af Sveini Margeirssyni. Hlynur hefur sett nýtt Íslandsmet fimm ár í röð en hann setti eitt Íslandsmet árið 2017, þrjú met árið 2018, tvö met árið 2019 og svo þrjú Íslandsmet í fyrra. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir,“ sagði Hlynur í samtali við Vísi eftir hlaupið sitt í gær. Það er samt athyglisvert að skoða listan yfir Íslandsmetin hans og ekki oft sem maður hefur átt sjö gildandi Íslandsmet í frjálsum íþróttum utanhúss á sama tíma. Íslandsmetin hans Hlyns Andréssonar má sjá hér fyrir neðan: 3000 metra hlaup á 8:02,60 mín. (Sett 1. ágúst 2020) 5000 metra hlaup á 13:57,89 mín. (Sett 20. júlí 2019) 10.000 metra hlaup á 28:55,47 mín. (Sett 19. september 2020) 10 km götuhlaup á 29:49 mín. (Sett 24. mars 2019) Hálft maraþon á 1:02:47 klst. (Sett 17. október 2020) 3000 metra hindrunarhlaup á 8:44,11 mín. (Sett 24. maí 2018) Maraþonhlaup á 2:13:37 klst. (Sett 21. mars 2021) -- Hversu gömlu voru metin þegar hann sló þau 3000 metra hlaup: Hafði staðið í 36 ár, 11 mánuði, og 3 daga 5000 metra hlaup: Hafði staðið í 7 ár og 5 daga en hefur bætt það alls þrisvar sinnum 10.000 metra hlaup: Hafði staðið í 9 ár 11 mánuði og 26 daga en hefur bætt það alls tvisvar sinnum 10 km götuhlaup: Hafði staðið í 35 ár 8 mánuði og 24 daga Hálft maraþon: hafði staðið í 5 ár, 6 mánuði og 18 daga 3000 metra hindrunarhlaup: hafði staðið í 14 ár, 11 mánuði og 12 daga Maraþonhlaup: Hafði staðið í 9 ár, 5 mánuði og 24 daga Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Hlynur Andrésson hefur verið duglegur að safna að sér Íslandsmetunum á síðustu árum og það nýjast kom í hús í gær þegar hann hljóp maraþonhlaup í fyrsta skiptið. Hlynur bætti Íslandsmet Kára Steins Karlssonar um rúmar þrjár og hálfa mínútu en það hafði staðið í næstum því heilan áratug. Íslandsmet Hlyns eru þar með orðin sjö talsins. Fyrsta Íslandsmetið hans kom í hús þegar hann sló metið í 5000 metra hlaupi 1. apríl 2017. Hann hefur síðan sett tíu Íslandsmet utanhúss til viðbótar í alls sjö mismunandi greinum. Hlynur Andrésson setti í dag nýtt glæsilegt Íslandsmet í maraþoni en hann kom í mark á 2:13:37. Fyrra metið var í eigu...Posted by FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands on Sunnudagur, 21. mars 2021 Þetta var fjórða Íslandsmetið sem Hlynur tekur af Kára Steini Karlssyni en Hlynur hefur einnig tekið tvö mjög gömul Íslandsmet af Jóni Diðrikssyni og svo eitt met af Sveini Margeirssyni. Hlynur hefur sett nýtt Íslandsmet fimm ár í röð en hann setti eitt Íslandsmet árið 2017, þrjú met árið 2018, tvö met árið 2019 og svo þrjú Íslandsmet í fyrra. „Það var alveg súrsætt að bæta Íslandsmetið þó að ég næði ekki Ólympíulágmarki. Ég á bara orðið svo mörg Íslandsmet að ég er eiginlega hættur að pæla í því. Ég er farinn að setja markið hærra en það og það þýðir að ná lágmörkum inn á þessi stóru mót og það er ekkert mót stærra en Ólympíuleikarnir,“ sagði Hlynur í samtali við Vísi eftir hlaupið sitt í gær. Það er samt athyglisvert að skoða listan yfir Íslandsmetin hans og ekki oft sem maður hefur átt sjö gildandi Íslandsmet í frjálsum íþróttum utanhúss á sama tíma. Íslandsmetin hans Hlyns Andréssonar má sjá hér fyrir neðan: 3000 metra hlaup á 8:02,60 mín. (Sett 1. ágúst 2020) 5000 metra hlaup á 13:57,89 mín. (Sett 20. júlí 2019) 10.000 metra hlaup á 28:55,47 mín. (Sett 19. september 2020) 10 km götuhlaup á 29:49 mín. (Sett 24. mars 2019) Hálft maraþon á 1:02:47 klst. (Sett 17. október 2020) 3000 metra hindrunarhlaup á 8:44,11 mín. (Sett 24. maí 2018) Maraþonhlaup á 2:13:37 klst. (Sett 21. mars 2021) -- Hversu gömlu voru metin þegar hann sló þau 3000 metra hlaup: Hafði staðið í 36 ár, 11 mánuði, og 3 daga 5000 metra hlaup: Hafði staðið í 7 ár og 5 daga en hefur bætt það alls þrisvar sinnum 10.000 metra hlaup: Hafði staðið í 9 ár 11 mánuði og 26 daga en hefur bætt það alls tvisvar sinnum 10 km götuhlaup: Hafði staðið í 35 ár 8 mánuði og 24 daga Hálft maraþon: hafði staðið í 5 ár, 6 mánuði og 18 daga 3000 metra hindrunarhlaup: hafði staðið í 14 ár, 11 mánuði og 12 daga Maraþonhlaup: Hafði staðið í 9 ár, 5 mánuði og 24 daga
Íslandsmetin hans Hlyns Andréssonar má sjá hér fyrir neðan: 3000 metra hlaup á 8:02,60 mín. (Sett 1. ágúst 2020) 5000 metra hlaup á 13:57,89 mín. (Sett 20. júlí 2019) 10.000 metra hlaup á 28:55,47 mín. (Sett 19. september 2020) 10 km götuhlaup á 29:49 mín. (Sett 24. mars 2019) Hálft maraþon á 1:02:47 klst. (Sett 17. október 2020) 3000 metra hindrunarhlaup á 8:44,11 mín. (Sett 24. maí 2018) Maraþonhlaup á 2:13:37 klst. (Sett 21. mars 2021) -- Hversu gömlu voru metin þegar hann sló þau 3000 metra hlaup: Hafði staðið í 36 ár, 11 mánuði, og 3 daga 5000 metra hlaup: Hafði staðið í 7 ár og 5 daga en hefur bætt það alls þrisvar sinnum 10.000 metra hlaup: Hafði staðið í 9 ár 11 mánuði og 26 daga en hefur bætt það alls tvisvar sinnum 10 km götuhlaup: Hafði staðið í 35 ár 8 mánuði og 24 daga Hálft maraþon: hafði staðið í 5 ár, 6 mánuði og 18 daga 3000 metra hindrunarhlaup: hafði staðið í 14 ár, 11 mánuði og 12 daga Maraþonhlaup: Hafði staðið í 9 ár, 5 mánuði og 24 daga
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira