Beitti barnsmóður sína ofbeldi er hún hélt á níu mánaða syni þeirra Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 17:56 Landsréttur staðfesti fangelsisdóm yfir manninum í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni sem réðst á barnsmóður sína í október árið 2018. Maðurinn var meðal annars fundinn sekur um brot í nánu sambandi, brot gegn barninu sem og umferðarlagabrot. Maðurinn hafði kynnst konunni seinni hluta ársins 2016 og eignuðust þau barn saman í lok árs 2017. Á meðan sambandi þeirra stóð hafi þau oft rifist, einna helst eftir að maðurinn sakaði hana um framhjáhald eða kenndi henni um að ekki hafi verið til kannabis. Í eitt skipti, þegar hún gekk með barn þeirra, maðurinn grýtt glasi í átt að konunni með þeim afleiðingum að það fór í vegg og splundraðist. Hlaut konan marga skurði á og í kringum hægra eyra en þau sammæltust um að leyna málsatvikum fyrir heilbrigðisstarfsmönnum. Ofbeldisbrot en ekki brot í nánu sambandi Konan sleit sambandi sínu við manninn snemma árs 2018 en hann flutti til hennar um haustið til þess að aðstoða hana við að annast barn þeirra. Mánuði eftir að hann flutti inn hafi hann ráðist að henni, kýlt hana í síðuna hægra megin, sparkað í hægri mjöðm og hrækt framan í hana á meðan hún hélt á níu mánaða syni þeirra í fanginu. Var hann dæmdur fyrir brotið gegn konunni sem og brot gegn barninu, með því að hafa sýnt af sér vanvirðandi háttsemi. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur þó brotið ekki falla undir ákvæði hegningarlaga um brot í nánu sambandi, þar sem ekki þótti sýnt fram á að ákærði hefði orðið uppvís að háttsemi sem hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að viðvarandi ógnarástand hafi skapast líkt og ákvæðið tilgreinir. Degi eftir árásina hafði konan leitað skjóls hjá vinum sínum. Hún kveðst hafa fengið símtal þar sem var varað við því að maðurinn væri á leiðinni og hringdu þau í neyðarlínuna. Hann hafi staðið fyrir utan og hótað að drepa þau öll. Var hann dæmdur fyrir hótanir gegn konunni vegna þessa sem og hinum íbúunum. Sömu nótt var stöðvaður af lögreglu undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Var refsing ákveðin átján mánuðir og maðurinn jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Honum var gert að greiða tæplega 2,7 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Maðurinn hafði kynnst konunni seinni hluta ársins 2016 og eignuðust þau barn saman í lok árs 2017. Á meðan sambandi þeirra stóð hafi þau oft rifist, einna helst eftir að maðurinn sakaði hana um framhjáhald eða kenndi henni um að ekki hafi verið til kannabis. Í eitt skipti, þegar hún gekk með barn þeirra, maðurinn grýtt glasi í átt að konunni með þeim afleiðingum að það fór í vegg og splundraðist. Hlaut konan marga skurði á og í kringum hægra eyra en þau sammæltust um að leyna málsatvikum fyrir heilbrigðisstarfsmönnum. Ofbeldisbrot en ekki brot í nánu sambandi Konan sleit sambandi sínu við manninn snemma árs 2018 en hann flutti til hennar um haustið til þess að aðstoða hana við að annast barn þeirra. Mánuði eftir að hann flutti inn hafi hann ráðist að henni, kýlt hana í síðuna hægra megin, sparkað í hægri mjöðm og hrækt framan í hana á meðan hún hélt á níu mánaða syni þeirra í fanginu. Var hann dæmdur fyrir brotið gegn konunni sem og brot gegn barninu, með því að hafa sýnt af sér vanvirðandi háttsemi. Ólíkt héraðsdómi taldi Landsréttur þó brotið ekki falla undir ákvæði hegningarlaga um brot í nánu sambandi, þar sem ekki þótti sýnt fram á að ákærði hefði orðið uppvís að háttsemi sem hafi staðið yfir í lengri eða skemmri tíma þannig að viðvarandi ógnarástand hafi skapast líkt og ákvæðið tilgreinir. Degi eftir árásina hafði konan leitað skjóls hjá vinum sínum. Hún kveðst hafa fengið símtal þar sem var varað við því að maðurinn væri á leiðinni og hringdu þau í neyðarlínuna. Hann hafi staðið fyrir utan og hótað að drepa þau öll. Var hann dæmdur fyrir hótanir gegn konunni vegna þessa sem og hinum íbúunum. Sömu nótt var stöðvaður af lögreglu undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökurétti. Var refsing ákveðin átján mánuðir og maðurinn jafnframt sviptur ökurétti ævilangt. Honum var gert að greiða tæplega 2,7 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira