Það voru ansi óvænt úrslit í ítalska boltanum í dag þegar Juventus tapaði 0-1 á heimavelli gegn Benevento. Tapið setur dæld í titilvonir Juventus, en mikilvæg þrjú stig fyrir Benevento sem koma sér sjö stigum frá fallsæti.
Juventus menn voru mun sterkari aðilinn í leiknum og þeir naga sig líklega í handabökin eftir þetta tap. Gestirnir áttu aðeins eitt skot á markið og það endaði með því að Wojciech Szczesny, markvörður Juventus þurfti að sækja boltann í netið.
Eina mark leiksins skoraði Adolfo Gaich á 69. mínútu. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan 0-1 sigur gestanna.
Benevento fer þá í 29 stig í sextánda sæti deildarinnar, en Juventus er enn í því þriðja með 55, tíu stigum á eftir toppliði Inter.