Rannsaka aðild starfsmannastjóra Trump að þrýstingsherferð í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2021 13:37 Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, á kveðjuathöfn þegar Trump lét af embætti 20. janúar. Þeir beittu flokkssystkini sín í Georgíu miklum þrýstingi til að reyna að snúa við úrslitum kosninganna þar. Vísir/EPA Athafnir Marks Meadow, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, í þrýstingsherferð Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, til að breyta kosningaúrslitum í Georgíu eru líklegar til að vekja athygli umdæmissaksóknara sem rannsakar hvort að Trump hafi brotið lög með afskiptum sínum af kosningunum. Joe Biden varð fyrsti frambjóðandi demókrata til að hrósa sigri í forsetakosningum í Georgíu í 28 ár í nóvember. Georgía varð í kjölfarið einn af miðpunktum stoðlausara samsæriskenninga Trump og bandamanna hans um að hann hefði verið hlunnfarinn með stórfelldum kosningasvikum. Trump reyndi um margra vikna skeið að þrýsta á ráðamenn í Georgíu um að snúa úrslitum kosninganna við þrátt fyrir að tvær endurtalningar hefðu staðfest úrslitin. Í því skyni hringdi Trump í innanríkisráðherra Georgíu og æðsta yfirmann kosningamála ríkisins og sagði honum að „finna“ nægileg mörg atkvæði til að færa honum sigurinn. Reuters-fréttastofan segir að hlutur Meadows í þrýstingsherferð Trump sé líklegur til að koma til kasta umdæmissaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu sem rannsakar nú hvort forsetinn fyrrverandi hafi brotið lög. Mætti óvænt í heimsókn til kjörstjórnar Daginn eftir að Trump kvartaði opinberlega undan því að endurtalning í Georgíu gengi of hægt og að svik hefðu fengið að grassera mætti Meadows í óvænta heimsókn í úthverfi Atlanta og vildi fá að fylgjast með endurskoðun á undirskriftum þúsundum kjósenda. Innanríkisráðherra Georgíu fékk aðeins vitneskju um komu Meadows 45 mínútum áður en hann mætti á staðinn 22. desember. Meadows var ekki leyft að fara inn í herbergið þar sem starfsmenn kjörsóknar skoðuðu hvort undirskriftir kjósenda sem höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar pössuðu við sýnishorn í skrám kjörstjórnar. Þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins nýtti tímann og safnaði símanúmerum embættismanna sem Trump hringdi svo í til að fá þá til að hagræða úrslitum kosninganna sér í vil. Mesta athygli vakti símtal Trump til Brads Raffensperger, innanríkisráðherra, 2. janúar. Hvíta húsið hafði reynt að hringja í Raffensperger átján sinnum fyrir það en innanríkisráðherrann sagðist hafa forðast að taka símann þar sem það gæti leitt til hagsmunaáreksturs fyrir hann. Upptaka af símtalinu rataði í hendur bandarískra fjölmiðla. Á henni heyrðist Trump segja Raffensperger, sem er repúblikani, að það væri ekkert athugavert við að hann gæfi út ný kosningaúrslit og segðist hafa misreiknað sig. Vildi trúnaðarupplýsingar um kjósendur Meadows tók þátt í símtalinu. Í því krafði hann embættismenn í Georgíu um upplýsingar um kjósendur sem eru bundnar trúnaði. Kröfu Meadows var hafnað í samræmi við ríkislög en starfsmannastjórinn lét ekki segjast og bað lögfræðing innanríkisráðherrans um að ræða við fulltrúa Hvíta hússins um aðgang að gögnunum. Símtalið varð kveikjan að rannsókn Fani Willis, umdæmissaksóknarans í Fulton-sýslu sem Atlanta-borg tilheyrir. Willis er demókrati. Lögspekingar telja að Meadows gæti hafa framið lögbrot með því reyna að fá innanríkisráðherrann til að brjóta gegn skyldu sinni um að vernda trúnað um persónuupplýsingar kjósenda. Hringdi beint í rannsakanda innanríkisráðherrans Nýlega birti Wall Street Journal upptöku af öðru símtali Trump og embættismanns í Georgíu, nú við Frances Watson, aðalrannsakanda innanríkisráðherrans. Reuters-fréttastofan segir að Meadows hafi rætt við Watson í heimsókn sinni í desember og fengið farsímanúmer hennar. Daginn eftir hringdi Trump persónulega í Watson og hvatti hana til að finna „óheiðarleikann“ sem átti að hafa kostað hann kosningasigurinn. „Þegar réttu svörin koma í ljós verður þú lofuð,“ heyrist Trump segja á upptökunni af símtalinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann. 4. janúar 2021 15:01 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Embættismönnum hótað á meðan repúblikanar reyna að fá úrslitum kosninganna breytt Kjörnir fulltrúar sem annast kosningar og starfsmenn kjörstjórna í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum hafa fengið hótanir um ofbeldi á meðan Donald Trump, fráfarandi forseti, og margir repúblikanar halda uppi órökstuddum ásökunum um stórfelld kosningasvik. 19. nóvember 2020 11:57 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Joe Biden varð fyrsti frambjóðandi demókrata til að hrósa sigri í forsetakosningum í Georgíu í 28 ár í nóvember. Georgía varð í kjölfarið einn af miðpunktum stoðlausara samsæriskenninga Trump og bandamanna hans um að hann hefði verið hlunnfarinn með stórfelldum kosningasvikum. Trump reyndi um margra vikna skeið að þrýsta á ráðamenn í Georgíu um að snúa úrslitum kosninganna við þrátt fyrir að tvær endurtalningar hefðu staðfest úrslitin. Í því skyni hringdi Trump í innanríkisráðherra Georgíu og æðsta yfirmann kosningamála ríkisins og sagði honum að „finna“ nægileg mörg atkvæði til að færa honum sigurinn. Reuters-fréttastofan segir að hlutur Meadows í þrýstingsherferð Trump sé líklegur til að koma til kasta umdæmissaksóknara í Fulton-sýslu í Georgíu sem rannsakar nú hvort forsetinn fyrrverandi hafi brotið lög. Mætti óvænt í heimsókn til kjörstjórnar Daginn eftir að Trump kvartaði opinberlega undan því að endurtalning í Georgíu gengi of hægt og að svik hefðu fengið að grassera mætti Meadows í óvænta heimsókn í úthverfi Atlanta og vildi fá að fylgjast með endurskoðun á undirskriftum þúsundum kjósenda. Innanríkisráðherra Georgíu fékk aðeins vitneskju um komu Meadows 45 mínútum áður en hann mætti á staðinn 22. desember. Meadows var ekki leyft að fara inn í herbergið þar sem starfsmenn kjörsóknar skoðuðu hvort undirskriftir kjósenda sem höfðu greitt atkvæði utan kjörfundar pössuðu við sýnishorn í skrám kjörstjórnar. Þáverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins nýtti tímann og safnaði símanúmerum embættismanna sem Trump hringdi svo í til að fá þá til að hagræða úrslitum kosninganna sér í vil. Mesta athygli vakti símtal Trump til Brads Raffensperger, innanríkisráðherra, 2. janúar. Hvíta húsið hafði reynt að hringja í Raffensperger átján sinnum fyrir það en innanríkisráðherrann sagðist hafa forðast að taka símann þar sem það gæti leitt til hagsmunaáreksturs fyrir hann. Upptaka af símtalinu rataði í hendur bandarískra fjölmiðla. Á henni heyrðist Trump segja Raffensperger, sem er repúblikani, að það væri ekkert athugavert við að hann gæfi út ný kosningaúrslit og segðist hafa misreiknað sig. Vildi trúnaðarupplýsingar um kjósendur Meadows tók þátt í símtalinu. Í því krafði hann embættismenn í Georgíu um upplýsingar um kjósendur sem eru bundnar trúnaði. Kröfu Meadows var hafnað í samræmi við ríkislög en starfsmannastjórinn lét ekki segjast og bað lögfræðing innanríkisráðherrans um að ræða við fulltrúa Hvíta hússins um aðgang að gögnunum. Símtalið varð kveikjan að rannsókn Fani Willis, umdæmissaksóknarans í Fulton-sýslu sem Atlanta-borg tilheyrir. Willis er demókrati. Lögspekingar telja að Meadows gæti hafa framið lögbrot með því reyna að fá innanríkisráðherrann til að brjóta gegn skyldu sinni um að vernda trúnað um persónuupplýsingar kjósenda. Hringdi beint í rannsakanda innanríkisráðherrans Nýlega birti Wall Street Journal upptöku af öðru símtali Trump og embættismanns í Georgíu, nú við Frances Watson, aðalrannsakanda innanríkisráðherrans. Reuters-fréttastofan segir að Meadows hafi rætt við Watson í heimsókn sinni í desember og fengið farsímanúmer hennar. Daginn eftir hringdi Trump persónulega í Watson og hvatti hana til að finna „óheiðarleikann“ sem átti að hafa kostað hann kosningasigurinn. „Þegar réttu svörin koma í ljós verður þú lofuð,“ heyrist Trump segja á upptökunni af símtalinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann. 4. janúar 2021 15:01 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Embættismönnum hótað á meðan repúblikanar reyna að fá úrslitum kosninganna breytt Kjörnir fulltrúar sem annast kosningar og starfsmenn kjörstjórna í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum hafa fengið hótanir um ofbeldi á meðan Donald Trump, fráfarandi forseti, og margir repúblikanar halda uppi órökstuddum ásökunum um stórfelld kosningasvik. 19. nóvember 2020 11:57 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01
Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann. 4. janúar 2021 15:01
Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30
Embættismönnum hótað á meðan repúblikanar reyna að fá úrslitum kosninganna breytt Kjörnir fulltrúar sem annast kosningar og starfsmenn kjörstjórna í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum hafa fengið hótanir um ofbeldi á meðan Donald Trump, fráfarandi forseti, og margir repúblikanar halda uppi órökstuddum ásökunum um stórfelld kosningasvik. 19. nóvember 2020 11:57