Óþolandi staða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. mars 2021 13:50 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/Vilhelm Efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs sem þarf að hafa burði til þess að bera saman afurðaverð á erlendum mörkuðum og afurðaverð hér á landi. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorgerður vísaði til orða Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, sem sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að sjómenn fullyrði að norsk skip sem lönduðu loðnu hér á landi hafi fengið um tvöfalt hærra verð fyrir aflann en hin íslensku. Valmundur sagði að þetta þyrfti að skoða til þess að skera megi úr um hvort íslenskar áhafnir hafi verið hlunnfarnar. Hann ætli að biðja Verðlagsstofu skiptaverð um að kalla eftir upplýsingum frá útvegsfyrirtækjum. Þorgerður sagði lítið traust og lítið gagnsæi ríkja í málinu og spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, til hvaða ráða hann ætlaði að grípa til þess að skýra myndina og svara sjómönnum. Frá loðnuverðtíðinni í ár.vísir/Sigurjón Kristján Þór benti á að verðlagningin væri ekki á forræði stjórnvalda heldur fyrst og fremst á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna sjálfra. „Að allra mati er þetta slæm staða. Þetta leiðir af sér tortryggni, skapar vantraust á milli aðila og er engum til góða og ég hef kallað eftir því frá báðum aðilum þessa máls, eða þessarar deilu, að það þurfi að útskýra þennan mismun, leggja fram gögn og reyna að eyða þeirri tortryggni sem uppi er í þessu. Málið er því að staðan er algerlega óþolandi,“ sagði Kristján og bætti við að hann hefði farið fram á að framkvæmdur yrði samanburður á kjörum og launakerfum sjómanna í hinum norrænu ríkjunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Verkefnið hafi tafist vegna faraldursins en ætti þó að ljúka á þessu ári. Við þá greiningu verði vonandi hægt að styðjast til þess að takast á við málið. Þorgerður benti á að í sjómannaverkfallinu árið 2017 hafi verið samþykkt að efla Verðlagsstofu skiptaverðs. Það virðist ekki duga til þar sem útgerðarfyrirtækin virðist sjálf geta ákveðið uppgefin einingarverð. „Og þá er hægt að spyrja: Hvert fer mismunurinn?“ spurði Þorgerður. Hún sagði útgerðirnar þurfa að svara kalli tímans „um gagnsæi og traust.“ Málið verði ekki leyst án pólitísks vilja. „Ég held að það sé ekki viðunandi að mínu mati að útgerðin sé alltaf með þetta ægivald gagnvart sjómönnum og það verður að leiðrétta þetta, og metnaðurinn og hagsmunirnir þeir eru til staðar, og við verðum að ýta á þetta verði leiðrétt sem allra fyrst,“ sagði Þorgerður Katrín. Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Sjá meira
Þorgerður vísaði til orða Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, sem sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að sjómenn fullyrði að norsk skip sem lönduðu loðnu hér á landi hafi fengið um tvöfalt hærra verð fyrir aflann en hin íslensku. Valmundur sagði að þetta þyrfti að skoða til þess að skera megi úr um hvort íslenskar áhafnir hafi verið hlunnfarnar. Hann ætli að biðja Verðlagsstofu skiptaverð um að kalla eftir upplýsingum frá útvegsfyrirtækjum. Þorgerður sagði lítið traust og lítið gagnsæi ríkja í málinu og spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, til hvaða ráða hann ætlaði að grípa til þess að skýra myndina og svara sjómönnum. Frá loðnuverðtíðinni í ár.vísir/Sigurjón Kristján Þór benti á að verðlagningin væri ekki á forræði stjórnvalda heldur fyrst og fremst á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna sjálfra. „Að allra mati er þetta slæm staða. Þetta leiðir af sér tortryggni, skapar vantraust á milli aðila og er engum til góða og ég hef kallað eftir því frá báðum aðilum þessa máls, eða þessarar deilu, að það þurfi að útskýra þennan mismun, leggja fram gögn og reyna að eyða þeirri tortryggni sem uppi er í þessu. Málið er því að staðan er algerlega óþolandi,“ sagði Kristján og bætti við að hann hefði farið fram á að framkvæmdur yrði samanburður á kjörum og launakerfum sjómanna í hinum norrænu ríkjunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Verkefnið hafi tafist vegna faraldursins en ætti þó að ljúka á þessu ári. Við þá greiningu verði vonandi hægt að styðjast til þess að takast á við málið. Þorgerður benti á að í sjómannaverkfallinu árið 2017 hafi verið samþykkt að efla Verðlagsstofu skiptaverðs. Það virðist ekki duga til þar sem útgerðarfyrirtækin virðist sjálf geta ákveðið uppgefin einingarverð. „Og þá er hægt að spyrja: Hvert fer mismunurinn?“ spurði Þorgerður. Hún sagði útgerðirnar þurfa að svara kalli tímans „um gagnsæi og traust.“ Málið verði ekki leyst án pólitísks vilja. „Ég held að það sé ekki viðunandi að mínu mati að útgerðin sé alltaf með þetta ægivald gagnvart sjómönnum og það verður að leiðrétta þetta, og metnaðurinn og hagsmunirnir þeir eru til staðar, og við verðum að ýta á þetta verði leiðrétt sem allra fyrst,“ sagði Þorgerður Katrín.
Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Sjá meira