„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2021 13:04 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af boðuðum afléttingum á takmörkunum á landamærunum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. Til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Litakóðunarkerfið mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Nóg verður að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun á landamærunum hér. Fái fólk neikvætt úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að hópur á vegum stjórnvalda væri nú að vinna að framtíðarfyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí, meðal annars með tilliti til þess hvernig framkvæmdin verður. Engu að síður ætlar Þórólfur að skila tillögum sínum að fyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí burtséð frá litakóðunarkerfinu. „Hvað mig varðar sem sóttvarnalækni þá ber mér samkvæmt lögum eftir sem áður að koma með tillögur til ráðherra um fyrirkomulag á landamærunum frá 1. Maí, eins og ég hef gert fram að þessu. Ég hef sagt það hvað mig áhrærir þá finnst mér ekki tímabært að tjá mig um það núna, það verður að fara eftir því hvernig staðan verður þegar nær dregur. Þannig að ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi eða mínum skoðunum eða tillögum hvað það varðar. En ég hef ekkert við það að athuga að stjórnvöld séu að marka sér stefnu í þessu, mér finnst það bara mjög eðlilegt,“ sagði Þórólfur. Þá viðraði hann einnig nokkrar áhyggjur af þeirri ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að opna ytri landamæri Schengen, það er að afnema bann við tilefnislausum ferðum hingað til lands frá löndum utan Schengen að því gefnu að fólk geti framvísað bóluefnavottorði eða vottorði um að vera með mótefni gegn Covid-19. Þórólfur tók fram að hann hefði ekki komið að þessari ákvörðun ráðherrans en reglugerðin varðandi þetta hefur ekki tekið gildi. „Ég segi nokkuð hreinskilið að ég get séð ýmsa hluti sem ég hef áhyggjur af þar. Í fyrsta lagi ef það yrði mjög mikil ásókn í að koma að við myndum hreinlega ekki anna þessari vinnu sem þarf að fara fram á landamærunum. Það eru svona praktískar útfærslur sem ég myndi hafa áhyggjur og þyrfti að skoða aðeins betur og undirbúa mjög vel áður en farið er af stað,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að það væri skynsamleg nálgun að taka vottorð um veikindi og bólusetningu gild. „Það er það sem við stefnum að en á hvaða tímapunkti er rétt að opna meira eða minna, menn geta haft endalausar skoðanir á því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira
Til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Litakóðunarkerfið mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þarf ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Nóg verður að framvísa neikvæðu PCR-prófi á brottfararstað og fara í eina skimun á landamærunum hér. Fái fólk neikvætt úr þeirri skimun er það frjálst ferða sinna. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að hópur á vegum stjórnvalda væri nú að vinna að framtíðarfyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí, meðal annars með tilliti til þess hvernig framkvæmdin verður. Engu að síður ætlar Þórólfur að skila tillögum sínum að fyrirkomulagi á landamærunum frá 1. maí burtséð frá litakóðunarkerfinu. „Hvað mig varðar sem sóttvarnalækni þá ber mér samkvæmt lögum eftir sem áður að koma með tillögur til ráðherra um fyrirkomulag á landamærunum frá 1. Maí, eins og ég hef gert fram að þessu. Ég hef sagt það hvað mig áhrærir þá finnst mér ekki tímabært að tjá mig um það núna, það verður að fara eftir því hvernig staðan verður þegar nær dregur. Þannig að ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi eða mínum skoðunum eða tillögum hvað það varðar. En ég hef ekkert við það að athuga að stjórnvöld séu að marka sér stefnu í þessu, mér finnst það bara mjög eðlilegt,“ sagði Þórólfur. Þá viðraði hann einnig nokkrar áhyggjur af þeirri ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að opna ytri landamæri Schengen, það er að afnema bann við tilefnislausum ferðum hingað til lands frá löndum utan Schengen að því gefnu að fólk geti framvísað bóluefnavottorði eða vottorði um að vera með mótefni gegn Covid-19. Þórólfur tók fram að hann hefði ekki komið að þessari ákvörðun ráðherrans en reglugerðin varðandi þetta hefur ekki tekið gildi. „Ég segi nokkuð hreinskilið að ég get séð ýmsa hluti sem ég hef áhyggjur af þar. Í fyrsta lagi ef það yrði mjög mikil ásókn í að koma að við myndum hreinlega ekki anna þessari vinnu sem þarf að fara fram á landamærunum. Það eru svona praktískar útfærslur sem ég myndi hafa áhyggjur og þyrfti að skoða aðeins betur og undirbúa mjög vel áður en farið er af stað,“ sagði Þórólfur en bætti þó við að það væri skynsamleg nálgun að taka vottorð um veikindi og bólusetningu gild. „Það er það sem við stefnum að en á hvaða tímapunkti er rétt að opna meira eða minna, menn geta haft endalausar skoðanir á því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Fleiri fréttir „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Sjá meira