Oddur Grétarsson skoraði tvö mörk fyrir Balingen sem er í sextánda sætinu en Stuttgart er eftir sigurinn í ellefta sæti deildarinnar.
Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað fyrir Göppingen sem vann sigur á Wetzlar með minnsta mun, 32-31. Göppingen er í sjöunda sætinu.
Ólafur Guðmundsson skoraði fimm mörk er Kristianstad vann stórsigur á Malmö, 32-22, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum í Svíþjóð.
Rúnar Kárason skoraði fimm mörk og Daníel Þór Ingason tvö er Ribe-Esbjerg vann 27-24 sigur á Århus í dönsku úrvalsdeildinni. Ribe er í níunda sæti deildarinnar.
Elvar Örn Jónsson komst ekki á blað er Skjern tapaði fyrir Álaborg, 32-29, en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar. Skjern er í sjöunda sætinu en Álaborg á toppnum.
Ágúst Elí Björgvinsson var með rúmlega 30 prósent markvörslu er Kolding tapaði fyrir Ringsted, 25-30. Kolding er í áttunda sæti deildarinnar.
Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark er SönderjyskE vann óvæntan sigur á GOG, 32-38, en Viktor Gísli Hallgrímsson var með 25 prósent markvörslu hjá GOG.
GOG er jafnt Álaborg á toppi deildarinnar með 37 stig en SönderjyskE er í fjórða sætinu.
Barcelona rúllaði yfir enn einn leikinn á Spáni. Liðið hafði betur gegn Quabit í kvöld, 38-27. Börsungar unnið alla 22 deildarleiki sína á tímabilinu.