Almannavarnir sendu óvart SMS-skilaboð til íbúa á höfuðborgarsvæðinu Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 17:58 Fólk er áfram varað við því að vera nálægt Keili. Vísir/Vilhelm SMS-skilaboð frá almannavörnum sem voru ætluð vegfarendum í námunda við Keili og Fagradalsfjall dreifðust um of stórt svæði og voru meðal annars send í símtæki í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Í skilaboðunum var ítrekað að enn væri varhugavert að vera nálægt Keili og Fagradalsfjalli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum sem biðla til vegfarenda að taka tillit til aðstæðna á svæðinu. Gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika heldur áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls og er mesta skjálftavirknin á Reykjanesskaga áfram bundin við Fagradalsfjall. RÚV greinir frá því að íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hafi fengið SMS um að þeir væru á lokuðu svæði og um leið vísað á upplýsingasíðu um jarðhræringar á Reykjanesskaga. Líklegasta gossvæðið færst nær Fagradalsfjalli Fram kom á fundi vísindaráðs almannavarna í gær að nýjustu gögn bendi til að líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hafi færst eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Alls hafa tíu jarðskjálftar um og yfir þrír að stærð mælst á Reykjanesskaga síðustu tvo sólarhringa, flestir þeirra í námunda við Fagradalsfjall. Stórum skjálftum hefur fækkað nokkuð og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil og skjálftarnir mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum, sagði í samtali við fréttastofu í gær að gögn bendi til að kvikugangurinn væri um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Þá er talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. 17. mars 2021 06:30 Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. 16. mars 2021 18:16 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum sem biðla til vegfarenda að taka tillit til aðstæðna á svæðinu. Gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika heldur áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls og er mesta skjálftavirknin á Reykjanesskaga áfram bundin við Fagradalsfjall. RÚV greinir frá því að íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hafi fengið SMS um að þeir væru á lokuðu svæði og um leið vísað á upplýsingasíðu um jarðhræringar á Reykjanesskaga. Líklegasta gossvæðið færst nær Fagradalsfjalli Fram kom á fundi vísindaráðs almannavarna í gær að nýjustu gögn bendi til að líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hafi færst eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Alls hafa tíu jarðskjálftar um og yfir þrír að stærð mælst á Reykjanesskaga síðustu tvo sólarhringa, flestir þeirra í námunda við Fagradalsfjall. Stórum skjálftum hefur fækkað nokkuð og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil og skjálftarnir mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum, sagði í samtali við fréttastofu í gær að gögn bendi til að kvikugangurinn væri um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Þá er talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. 17. mars 2021 06:30 Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. 16. mars 2021 18:16 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
„Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. 17. mars 2021 06:30
Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. 16. mars 2021 18:16