Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2021 11:01 Kolaorkuver í Nottinghamskíri á Englandi. Menn hafa dælt milljörðum tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn frá því að iðnbyltingin hófst. Vísir/Getty Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. Stórfelldur bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti, kolum, olíu og gasi, frá því að iðnbyltingin hófst á 18. öld hefur losað fleiri milljarða tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi út í andrúmsloft jarðar. Þessi hraðvaxandi styrkur koltvísýrings veldur hlýnun við yfirborð jarðar, hlýnun sem gæti náð allt frá tveimur til fimm gráðum á þessari öld. Nýlegar mælingar á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí í Kyrrahafi sýndu styrk koltvísýrings upp á 417 hluta af milljón (ppm) nokkra daga í febrúar og mars. Það er um helmingi meiri styrkur en meðaltal áranna 1750 til 1800. Veðurvitni eins og ískjarnar benda til þess að þá hafi styrkurinn verið um 278 ppm að meðaltali. Richard Betts, yfirmaður loftslagsáhrifarannsókna við Hadley-miðstöð bresku veðurstofunnar og prófessor við Háskólann í Exeter, segir nú sé svo komið að árið í ár verði líklega það fyrsta í sögunni þar sem styrkur koltvísýrings er helmingi meiri en fyrir iðnbyltingu lengur en í nokkra daga í senn. 417.08 parts per million (ppm) CO2 in air 14-Mar-2021 https://t.co/MGD5CTru41 Communication restored; data from 27-Feb-2021 to present added to record.— Keeling_Curve (@Keeling_curve) March 15, 2021 200 ár í fjórðungsaukningu en aðeins 35 ár í helmingsaukningu Í grein sem Betts ritar á loftslagsvefinn Carbon Brief lýsir hann hversu mikið hefur hert á aukningu koltvísýrings í lofthjúpnum undanfarin ár. Það tók menn tvö hundruð ár að auka styrkinn um fjórðung árið 1986. Aldarfjórðungi síðar, árið 2011, nam aukningin fjörutíu prósentum. Nú áratug síðar hefur styrkurinn aukist enn meira og er að vera viðvarandi yfir fimmtíu prósent meiri en fyrir iðnbyltingu. Styrkurinn náði fyrst 417 ppm nokkra daga í maí í fyrra, rétt um það leyti sem styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir norðurhvelsveturinn og gróður byrjar að binda hann yfir sumarmánuðina. Þar sem styrkurinn nær hámarki sínu yfir árið í maí segir Betts að styrkurinn verði líklega yfir 417ppm næstu þrjá til fjóra mánuðina. Breska veðurstofan spáir því nú að hæst nái mánaðarlegt meðaltal styrks koltvísýrings 419,5ppm í maí. Betts telur að frá síðari hluta júlí falli styrkurinn líklega undir 417ppm tímabundið en nálgist þær hæðir aftur undir lok ársins. Meðaltal ársins er talið verða 416,3ppm. Miðað við 2,5ppm árlega aukningu sé ljóst að næsta ár verði það versta þar sem ársmeðaltal styrks koltvísýrings verði helmingi hærra en fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn telja að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið hærri í um þrjár milljónir ára, áður en mannskepnan var til. Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Stórfelldur bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti, kolum, olíu og gasi, frá því að iðnbyltingin hófst á 18. öld hefur losað fleiri milljarða tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi út í andrúmsloft jarðar. Þessi hraðvaxandi styrkur koltvísýrings veldur hlýnun við yfirborð jarðar, hlýnun sem gæti náð allt frá tveimur til fimm gráðum á þessari öld. Nýlegar mælingar á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí í Kyrrahafi sýndu styrk koltvísýrings upp á 417 hluta af milljón (ppm) nokkra daga í febrúar og mars. Það er um helmingi meiri styrkur en meðaltal áranna 1750 til 1800. Veðurvitni eins og ískjarnar benda til þess að þá hafi styrkurinn verið um 278 ppm að meðaltali. Richard Betts, yfirmaður loftslagsáhrifarannsókna við Hadley-miðstöð bresku veðurstofunnar og prófessor við Háskólann í Exeter, segir nú sé svo komið að árið í ár verði líklega það fyrsta í sögunni þar sem styrkur koltvísýrings er helmingi meiri en fyrir iðnbyltingu lengur en í nokkra daga í senn. 417.08 parts per million (ppm) CO2 in air 14-Mar-2021 https://t.co/MGD5CTru41 Communication restored; data from 27-Feb-2021 to present added to record.— Keeling_Curve (@Keeling_curve) March 15, 2021 200 ár í fjórðungsaukningu en aðeins 35 ár í helmingsaukningu Í grein sem Betts ritar á loftslagsvefinn Carbon Brief lýsir hann hversu mikið hefur hert á aukningu koltvísýrings í lofthjúpnum undanfarin ár. Það tók menn tvö hundruð ár að auka styrkinn um fjórðung árið 1986. Aldarfjórðungi síðar, árið 2011, nam aukningin fjörutíu prósentum. Nú áratug síðar hefur styrkurinn aukist enn meira og er að vera viðvarandi yfir fimmtíu prósent meiri en fyrir iðnbyltingu. Styrkurinn náði fyrst 417 ppm nokkra daga í maí í fyrra, rétt um það leyti sem styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir norðurhvelsveturinn og gróður byrjar að binda hann yfir sumarmánuðina. Þar sem styrkurinn nær hámarki sínu yfir árið í maí segir Betts að styrkurinn verði líklega yfir 417ppm næstu þrjá til fjóra mánuðina. Breska veðurstofan spáir því nú að hæst nái mánaðarlegt meðaltal styrks koltvísýrings 419,5ppm í maí. Betts telur að frá síðari hluta júlí falli styrkurinn líklega undir 417ppm tímabundið en nálgist þær hæðir aftur undir lok ársins. Meðaltal ársins er talið verða 416,3ppm. Miðað við 2,5ppm árlega aukningu sé ljóst að næsta ár verði það versta þar sem ársmeðaltal styrks koltvísýrings verði helmingi hærra en fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn telja að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið hærri í um þrjár milljónir ára, áður en mannskepnan var til.
Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira