Erlent

Os­bour­ne tekin af dag­skrá vegna deilna um Morgan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sharon Osbourne lýsti yfir stuðningi sínum við Morgan vegna ummæla hans um Meghan Markle. Þáttur hennar, The Talk, verður ekki á dagskrá CBS næstu daga vegna þessa.
Sharon Osbourne lýsti yfir stuðningi sínum við Morgan vegna ummæla hans um Meghan Markle. Þáttur hennar, The Talk, verður ekki á dagskrá CBS næstu daga vegna þessa. Vísir/Getty

Spjallþátturinn The Talk fer ekki í loftið í dag og á morgun vegna deilna Sharon Osbourne og meðþáttastjórnanda hennar Sheryl Underwood um skoðanir Piers Morgan á Meghan Markle.

Osbourne var meðal þeirra fyrstu sem lýstu yfir stuðningi við Morgan eftir að hann gagnrýndi Meghan Markle í þættinum Good Morning Britain fyrir viðtalið sem hún gaf Opruh Winfrey um tíma hennar innan bresku konungsfjölskyldunnar.

Morgan var harðorður í garð Markle og sagðist ekki trúa orði af því sem hún sagði í viðtalinu við Opruh. Fór svo að hann stormaði af setti eftir að annar þáttastjórnandi í þættinum svaraði honum og sagði gagnrýni hans anga af rasisma. Síðan þá hefur Morgan sagt upp störfum sínum.

Underwood og Osbourne tókust á um sjónarmið Morgans og sagði Underwood að með stuðningi sínum gæfi Osbourne „rasískum viðhorfum Morgan“ byr undir báða vængi.

Sjónvarpsstöðin CBS, sem sýnir The Talk, hefur hafið rannsókn á málinu og mun þátturinn ekki fara í loftið í dag og á morgun.

Osbourne hefur þegar beðist afsökunar á því að hafa rifist við Underwood og sagðist hún hafa „panikkað“ þótt að sér vegið og hafi farið í vörn þegar henni þótti Underwood ýja að því að hún væri rasisti fyrir að verja Morgan.

Morgan hefur krafist þess að The Talk biðjist afsökunar á meiðyrðunum sem voru látin um hann falla í þættinum.


Tengdar fréttir

Enginn Morgan á morgnana í kjölfar ummæla um Meghan

Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur ákveðið að hætta sem einn þáttastjórnenda Good Morning Britain, eftir uppákomu í þættingum í gærmorgun þegar viðtal hertogahjónanna Harry og Meghan við Oprah Winfrey bar á góma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×