Landsmenn hafa boðið Grindvíkingum sumarbústaði til jarðskjálftahvíldar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. mars 2021 20:01 Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fjöldi Grindvíkinga hafi flúið bæinn til þess að hvíla sig á jarðskjálftunum. VÍSIR/SKJÁSKOT Bæjarstjóri Grindavíkur segir að fjöldi Grindvíkinga hafi flúið bæinn til þess að hvíla sig á jarðskjálftunum. Margir hafi ekki fengið nætursvefn svo dögum skipti og biðlar hann til hóteleigenda að bjóða Grindvíkingum hagstæð tilboð svo þeir komist burt. „Við höfum fengið aðeins af svoleiðis tilboðum, eins og sumarbústaði, fólk sem á sumarbústaði vill af góðmennsku sinni og manngæsku bjóða þá fram. Þeir sem eru tilbúnir til þess eru auðvitað boðnir velkomnir til þess að hafa samband við okkur hjá Grindavíkurbæ,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann hvetur hóteleigendur til þess að hafa samband við bæinn svo hægt sé að bjóða Grindvíkingum hótelherbergi annars staðar á landinu á hagstæðu verði. „Líka vil ég nefna það að hóteleigendur sem að vilja koma með okkur að þessu verkefni, þeir hafi samband og við reynum að finna út hagstæð verð fyrir alla,“ segir Fannar. Til tals að aðstoða fólk að komast annað Grindvíkingar hafa óskað eftir því að stjórnvöld, sveitarfélagið eða ríkið, komi að því að finna húsnæði annars staðar á landinu fyrir íbúa. Fannar segir það hafa komið til tals en því miður eigi þess ekki allir kosts. „Þetta hefur komið til tals og er eitt af því sem við viljum skoða og koma til móts við íbúa okkar. Það eiga þess ekki allir kosts en sumir hafa leitað uppi hagstæð tilboð á hótelum einhvers staðar fjarri Grindavík og aðrir hafa komið sér fyrir yfir nóttina hjá vinum og ættingjum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Fannar. „Við viljum vissulega reyna að finna leiðir til þess að fólkinu okkar líði ekki svona illa,“ segir hann. Hann segist skilja vel að bæjarbúar finni smá sálarró bara við það að komast í burt yfir helgi. „Sérstaklega þegar það nær ekki nætursvefni nótt eftir nótt og er haldið kvíða dagana á milli, þá er þetta auðvitað lýjandi og slítandi. Ég skil þetta mjög vel að fólk vilji breyta um umhverfi.“ Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram“ Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram. 15. mars 2021 18:51 Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31 Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
„Við höfum fengið aðeins af svoleiðis tilboðum, eins og sumarbústaði, fólk sem á sumarbústaði vill af góðmennsku sinni og manngæsku bjóða þá fram. Þeir sem eru tilbúnir til þess eru auðvitað boðnir velkomnir til þess að hafa samband við okkur hjá Grindavíkurbæ,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann hvetur hóteleigendur til þess að hafa samband við bæinn svo hægt sé að bjóða Grindvíkingum hótelherbergi annars staðar á landinu á hagstæðu verði. „Líka vil ég nefna það að hóteleigendur sem að vilja koma með okkur að þessu verkefni, þeir hafi samband og við reynum að finna út hagstæð verð fyrir alla,“ segir Fannar. Til tals að aðstoða fólk að komast annað Grindvíkingar hafa óskað eftir því að stjórnvöld, sveitarfélagið eða ríkið, komi að því að finna húsnæði annars staðar á landinu fyrir íbúa. Fannar segir það hafa komið til tals en því miður eigi þess ekki allir kosts. „Þetta hefur komið til tals og er eitt af því sem við viljum skoða og koma til móts við íbúa okkar. Það eiga þess ekki allir kosts en sumir hafa leitað uppi hagstæð tilboð á hótelum einhvers staðar fjarri Grindavík og aðrir hafa komið sér fyrir yfir nóttina hjá vinum og ættingjum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Fannar. „Við viljum vissulega reyna að finna leiðir til þess að fólkinu okkar líði ekki svona illa,“ segir hann. Hann segist skilja vel að bæjarbúar finni smá sálarró bara við það að komast í burt yfir helgi. „Sérstaklega þegar það nær ekki nætursvefni nótt eftir nótt og er haldið kvíða dagana á milli, þá er þetta auðvitað lýjandi og slítandi. Ég skil þetta mjög vel að fólk vilji breyta um umhverfi.“
Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram“ Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram. 15. mars 2021 18:51 Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31 Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
„Verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram“ Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram. 15. mars 2021 18:51
Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. 15. mars 2021 18:31
Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. 15. mars 2021 16:03