Ólafur Darri við hlið Jamie Dornan í nýjum hasarþáttum BBC og HBO Max Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2021 18:35 Ólafur Darri Ólafsson lék síðast í sjónvarpsþáttunum Ráðherrann. Getty/Daniel Knighton Ólafur Darri Ólafsson mun fara með eitt aðalhlutverka í spennuþáttunum The Tourist sem verða meðal annars sýndir á BBC og streymisveitunni HBO Max. Mun Ólafur þar leika við hlið grísk-austurríska leikarans Alex Dimitriades og hins írska Jamie Dornan, sem gerði garðinn frægan í 50 gráum skuggum. Greint er frá þessu á vef Deadline. Er um að ræða sex þátta seríu sem skrifaðir eru af bræðrunum Harry og Jack Williams og framleiddir af fyrirtæki þeirra Two Brother Pictures fyrir breska ríkisútvarpið í samvinnu við HBO Max og fleiri aðila. Mun Ólafur Darri þar leika Bandaríkjamanninn Billy sem flækist inn í æsispennandi eltingarleik sem leggur grunninn að þessum gamansömu hasarþáttum. Dimitriades leikur Kostas, valdamikinn auðmann sem reynist vera með vafasöm viðskiptatengsl. Þættirnir fjalla um Breta, leikinn af Jamie Dornan, sem vaknar til meðvitundar á spítala eftir að flutningabíll reyndi að keyra hann út af veginum í óbyggðum Ástralíu. Maðurinn hefur ekki hugmynd um hver hann er og þarf að rekja fortíð sína og nútíð áður en fjandmenn hans elta hann uppi og verða honum að bana. Auk Ólafs, Dornan og Dimitriades fara Danielle Macdonald, Shalom Brune-Franklin og Hugo Weaving með hlutverk í þáttunum. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Mun Ólafur þar leika við hlið grísk-austurríska leikarans Alex Dimitriades og hins írska Jamie Dornan, sem gerði garðinn frægan í 50 gráum skuggum. Greint er frá þessu á vef Deadline. Er um að ræða sex þátta seríu sem skrifaðir eru af bræðrunum Harry og Jack Williams og framleiddir af fyrirtæki þeirra Two Brother Pictures fyrir breska ríkisútvarpið í samvinnu við HBO Max og fleiri aðila. Mun Ólafur Darri þar leika Bandaríkjamanninn Billy sem flækist inn í æsispennandi eltingarleik sem leggur grunninn að þessum gamansömu hasarþáttum. Dimitriades leikur Kostas, valdamikinn auðmann sem reynist vera með vafasöm viðskiptatengsl. Þættirnir fjalla um Breta, leikinn af Jamie Dornan, sem vaknar til meðvitundar á spítala eftir að flutningabíll reyndi að keyra hann út af veginum í óbyggðum Ástralíu. Maðurinn hefur ekki hugmynd um hver hann er og þarf að rekja fortíð sína og nútíð áður en fjandmenn hans elta hann uppi og verða honum að bana. Auk Ólafs, Dornan og Dimitriades fara Danielle Macdonald, Shalom Brune-Franklin og Hugo Weaving með hlutverk í þáttunum.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Hollywood Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira