Ríkur maður borgar skatt! Einar A. Brynjólfsson skrifar 15. mars 2021 16:30 Áhugaverðasta frétt síðustu vikna er eflaust af manninum sem ákvað að flytja aftur til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann gengi frá sölu á verðmætu fyrirtæki sem hann hafði byggt upp af elju og dugnaði í útlöndum. Með þessu tryggði hann að skattar sem til féllu vegna sölunnar rynnu til íslenska ríkisins þ.e. samfélagsins sem fóstraði hann fram á fullorðinsár, sá honum fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu sem gerði honum kleift að þroskast og dafna án þess að auðugt bakland þyrfti að koma til. Tekið skal fram að þessi ágæti einstaklingur hefði með löglegum hætti getað sleppt því að færa ríkissjóði Íslands fúlgur fjár, ef hann hefði viljað, og það sem meira er: hann hefði getað borgað lægri skatta og skyldur af sölu fyrirtækisins, ef hann hefði viljað. En hann vildi ekki borga lægri skatta. Hann vildi borga alla þá skatta sem íslensk lög mæla fyrir um, jafnvel þó það þýddi að hann bæri minna úr býtum við söluna. Hann ólst nefnilega upp við sæmilegan jöfnuð, þar sem allir eiga jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar án tillits til efnahagsstöðu og uppruna. Þetta er vissulega falleg saga, sem ber vott um tryggð við þjóðfélagið sem færir þegnum sínum tækifæri upp í hendurnar, hyldjúpan heiðarleika, samhygð og siðvit. En er þessi saga fréttnæm? Að fólk borgi skatta og skyldur er auðvitað ekki fréttnæmt. Samfélög fólks, ekki hvað síst velferðarkerfin, eru fjármögnuð með sköttum einstaklinga og fyrirtækja, til að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð. Því miður er það svo að í öllum samfélögum finnast einstaklingar og fyrirtæki sem neyta allra bragða til komast hjá því að greiða sinn skerf til sameiginlegra verkefna, stundum með löglegum hætti, stundum með ólöglegum hætti. Skemmst er að minnast heimsmets íslenskra auðmanna þegar kemur að aflandsreikningum sem tengjast hinni illræmdu lögmannastofu Mossack-Fonseca í Panama. Í hópi viðskiptavina voru einstaklingar í viðskiptalífi og stjórnmálum. Líklegast höfum við bara séð þann hluta ísjakans sem er ofan yfirborðsins, enda eru ótaldar aðrar hugsanlegar lögmannastofur sem hafa náð að koma í veg fyrir gagnaleka. Eitt af sorglegustu dæmum um einbeittan brotavilja einstaklinga í viðskiptalífinu, þ.e. að komast hjá því að skila sínu til samfélagsins, er líklegast af ungum erfingja útgerðarstórveldis sem velti vöngum yfir því hvernig snuða mætti sjómenn af afrískum uppruna um lögboðinn skiptahlut og þar með samfélögin sem verða af skattgreiðslum þeirra. Óþarft er að nefna fleiri dæmi hér. Staðreyndin er sú að hópur fólks, sem sannarlega hefur efni á að borga sinn skerf til samfélagsins til fulls, neytir allra bragða, löglegra jafnt sem ólöglegra, til að komast undan því. Þess vegna er ofangreind saga falleg, en líka ótrúlega sorgleg. Það ætti að vera eðlilegt að ríkur maður borgi skatt, það ætti ekki að vera fréttnæmt. Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður og þátttakandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna sem fram fara 25. september nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Einar A. Brynjólfsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Áhugaverðasta frétt síðustu vikna er eflaust af manninum sem ákvað að flytja aftur til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann gengi frá sölu á verðmætu fyrirtæki sem hann hafði byggt upp af elju og dugnaði í útlöndum. Með þessu tryggði hann að skattar sem til féllu vegna sölunnar rynnu til íslenska ríkisins þ.e. samfélagsins sem fóstraði hann fram á fullorðinsár, sá honum fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu sem gerði honum kleift að þroskast og dafna án þess að auðugt bakland þyrfti að koma til. Tekið skal fram að þessi ágæti einstaklingur hefði með löglegum hætti getað sleppt því að færa ríkissjóði Íslands fúlgur fjár, ef hann hefði viljað, og það sem meira er: hann hefði getað borgað lægri skatta og skyldur af sölu fyrirtækisins, ef hann hefði viljað. En hann vildi ekki borga lægri skatta. Hann vildi borga alla þá skatta sem íslensk lög mæla fyrir um, jafnvel þó það þýddi að hann bæri minna úr býtum við söluna. Hann ólst nefnilega upp við sæmilegan jöfnuð, þar sem allir eiga jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar án tillits til efnahagsstöðu og uppruna. Þetta er vissulega falleg saga, sem ber vott um tryggð við þjóðfélagið sem færir þegnum sínum tækifæri upp í hendurnar, hyldjúpan heiðarleika, samhygð og siðvit. En er þessi saga fréttnæm? Að fólk borgi skatta og skyldur er auðvitað ekki fréttnæmt. Samfélög fólks, ekki hvað síst velferðarkerfin, eru fjármögnuð með sköttum einstaklinga og fyrirtækja, til að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð. Því miður er það svo að í öllum samfélögum finnast einstaklingar og fyrirtæki sem neyta allra bragða til komast hjá því að greiða sinn skerf til sameiginlegra verkefna, stundum með löglegum hætti, stundum með ólöglegum hætti. Skemmst er að minnast heimsmets íslenskra auðmanna þegar kemur að aflandsreikningum sem tengjast hinni illræmdu lögmannastofu Mossack-Fonseca í Panama. Í hópi viðskiptavina voru einstaklingar í viðskiptalífi og stjórnmálum. Líklegast höfum við bara séð þann hluta ísjakans sem er ofan yfirborðsins, enda eru ótaldar aðrar hugsanlegar lögmannastofur sem hafa náð að koma í veg fyrir gagnaleka. Eitt af sorglegustu dæmum um einbeittan brotavilja einstaklinga í viðskiptalífinu, þ.e. að komast hjá því að skila sínu til samfélagsins, er líklegast af ungum erfingja útgerðarstórveldis sem velti vöngum yfir því hvernig snuða mætti sjómenn af afrískum uppruna um lögboðinn skiptahlut og þar með samfélögin sem verða af skattgreiðslum þeirra. Óþarft er að nefna fleiri dæmi hér. Staðreyndin er sú að hópur fólks, sem sannarlega hefur efni á að borga sinn skerf til samfélagsins til fulls, neytir allra bragða, löglegra jafnt sem ólöglegra, til að komast undan því. Þess vegna er ofangreind saga falleg, en líka ótrúlega sorgleg. Það ætti að vera eðlilegt að ríkur maður borgi skatt, það ætti ekki að vera fréttnæmt. Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður og þátttakandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna sem fram fara 25. september nk.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun