Ríkur maður borgar skatt! Einar A. Brynjólfsson skrifar 15. mars 2021 16:30 Áhugaverðasta frétt síðustu vikna er eflaust af manninum sem ákvað að flytja aftur til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann gengi frá sölu á verðmætu fyrirtæki sem hann hafði byggt upp af elju og dugnaði í útlöndum. Með þessu tryggði hann að skattar sem til féllu vegna sölunnar rynnu til íslenska ríkisins þ.e. samfélagsins sem fóstraði hann fram á fullorðinsár, sá honum fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu sem gerði honum kleift að þroskast og dafna án þess að auðugt bakland þyrfti að koma til. Tekið skal fram að þessi ágæti einstaklingur hefði með löglegum hætti getað sleppt því að færa ríkissjóði Íslands fúlgur fjár, ef hann hefði viljað, og það sem meira er: hann hefði getað borgað lægri skatta og skyldur af sölu fyrirtækisins, ef hann hefði viljað. En hann vildi ekki borga lægri skatta. Hann vildi borga alla þá skatta sem íslensk lög mæla fyrir um, jafnvel þó það þýddi að hann bæri minna úr býtum við söluna. Hann ólst nefnilega upp við sæmilegan jöfnuð, þar sem allir eiga jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar án tillits til efnahagsstöðu og uppruna. Þetta er vissulega falleg saga, sem ber vott um tryggð við þjóðfélagið sem færir þegnum sínum tækifæri upp í hendurnar, hyldjúpan heiðarleika, samhygð og siðvit. En er þessi saga fréttnæm? Að fólk borgi skatta og skyldur er auðvitað ekki fréttnæmt. Samfélög fólks, ekki hvað síst velferðarkerfin, eru fjármögnuð með sköttum einstaklinga og fyrirtækja, til að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð. Því miður er það svo að í öllum samfélögum finnast einstaklingar og fyrirtæki sem neyta allra bragða til komast hjá því að greiða sinn skerf til sameiginlegra verkefna, stundum með löglegum hætti, stundum með ólöglegum hætti. Skemmst er að minnast heimsmets íslenskra auðmanna þegar kemur að aflandsreikningum sem tengjast hinni illræmdu lögmannastofu Mossack-Fonseca í Panama. Í hópi viðskiptavina voru einstaklingar í viðskiptalífi og stjórnmálum. Líklegast höfum við bara séð þann hluta ísjakans sem er ofan yfirborðsins, enda eru ótaldar aðrar hugsanlegar lögmannastofur sem hafa náð að koma í veg fyrir gagnaleka. Eitt af sorglegustu dæmum um einbeittan brotavilja einstaklinga í viðskiptalífinu, þ.e. að komast hjá því að skila sínu til samfélagsins, er líklegast af ungum erfingja útgerðarstórveldis sem velti vöngum yfir því hvernig snuða mætti sjómenn af afrískum uppruna um lögboðinn skiptahlut og þar með samfélögin sem verða af skattgreiðslum þeirra. Óþarft er að nefna fleiri dæmi hér. Staðreyndin er sú að hópur fólks, sem sannarlega hefur efni á að borga sinn skerf til samfélagsins til fulls, neytir allra bragða, löglegra jafnt sem ólöglegra, til að komast undan því. Þess vegna er ofangreind saga falleg, en líka ótrúlega sorgleg. Það ætti að vera eðlilegt að ríkur maður borgi skatt, það ætti ekki að vera fréttnæmt. Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður og þátttakandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna sem fram fara 25. september nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Skattar og tollar Einar A. Brynjólfsson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Áhugaverðasta frétt síðustu vikna er eflaust af manninum sem ákvað að flytja aftur til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann gengi frá sölu á verðmætu fyrirtæki sem hann hafði byggt upp af elju og dugnaði í útlöndum. Með þessu tryggði hann að skattar sem til féllu vegna sölunnar rynnu til íslenska ríkisins þ.e. samfélagsins sem fóstraði hann fram á fullorðinsár, sá honum fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu sem gerði honum kleift að þroskast og dafna án þess að auðugt bakland þyrfti að koma til. Tekið skal fram að þessi ágæti einstaklingur hefði með löglegum hætti getað sleppt því að færa ríkissjóði Íslands fúlgur fjár, ef hann hefði viljað, og það sem meira er: hann hefði getað borgað lægri skatta og skyldur af sölu fyrirtækisins, ef hann hefði viljað. En hann vildi ekki borga lægri skatta. Hann vildi borga alla þá skatta sem íslensk lög mæla fyrir um, jafnvel þó það þýddi að hann bæri minna úr býtum við söluna. Hann ólst nefnilega upp við sæmilegan jöfnuð, þar sem allir eiga jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar án tillits til efnahagsstöðu og uppruna. Þetta er vissulega falleg saga, sem ber vott um tryggð við þjóðfélagið sem færir þegnum sínum tækifæri upp í hendurnar, hyldjúpan heiðarleika, samhygð og siðvit. En er þessi saga fréttnæm? Að fólk borgi skatta og skyldur er auðvitað ekki fréttnæmt. Samfélög fólks, ekki hvað síst velferðarkerfin, eru fjármögnuð með sköttum einstaklinga og fyrirtækja, til að tryggja jöfn tækifæri og jafna meðferð. Því miður er það svo að í öllum samfélögum finnast einstaklingar og fyrirtæki sem neyta allra bragða til komast hjá því að greiða sinn skerf til sameiginlegra verkefna, stundum með löglegum hætti, stundum með ólöglegum hætti. Skemmst er að minnast heimsmets íslenskra auðmanna þegar kemur að aflandsreikningum sem tengjast hinni illræmdu lögmannastofu Mossack-Fonseca í Panama. Í hópi viðskiptavina voru einstaklingar í viðskiptalífi og stjórnmálum. Líklegast höfum við bara séð þann hluta ísjakans sem er ofan yfirborðsins, enda eru ótaldar aðrar hugsanlegar lögmannastofur sem hafa náð að koma í veg fyrir gagnaleka. Eitt af sorglegustu dæmum um einbeittan brotavilja einstaklinga í viðskiptalífinu, þ.e. að komast hjá því að skila sínu til samfélagsins, er líklegast af ungum erfingja útgerðarstórveldis sem velti vöngum yfir því hvernig snuða mætti sjómenn af afrískum uppruna um lögboðinn skiptahlut og þar með samfélögin sem verða af skattgreiðslum þeirra. Óþarft er að nefna fleiri dæmi hér. Staðreyndin er sú að hópur fólks, sem sannarlega hefur efni á að borga sinn skerf til samfélagsins til fulls, neytir allra bragða, löglegra jafnt sem ólöglegra, til að komast undan því. Þess vegna er ofangreind saga falleg, en líka ótrúlega sorgleg. Það ætti að vera eðlilegt að ríkur maður borgi skatt, það ætti ekki að vera fréttnæmt. Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður og þátttakandi í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna sem fram fara 25. september nk.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun