Zidane getur ekki útskýrt nýjustu meiðsli Eden Hazard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 16:01 Eden Hazard og Zinedine Zidane ræða málin í leik Real Madrid á dögunum. Hazard hefur aldrei náð sér á strik hjá spænska félaginu. EPA-EFE/JuanJo Martin Eden Hazard sneri aftur í lið Real Madrid um helgina eftir að hafa verið frá í einn og hálfan mánuð en hann meiddist aftur eftir aðeins fimmtán mínútur. Saga Eden Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein meiðslamartröð út í eitt en Belginn hefur meiðst aftur og aftur hjá spænska félaginu og aðeins náð að spila samtals 25 deildarleiki síðan að hann kom til liðsins frá Chelsea árið 2019. Zidane "can t explain" Hazard s latest injury, but he remains convinced that he ll be a star at Real Madrid "sooner or later". See everything the coach said about Hazard s latest injury here. https://t.co/ZN9D2DqLx5— Managing Madrid (@managingmadrid) March 15, 2021 Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, gat ekki komið með útskýringu á þessum nýjustu meiðslum sem menn óttast að geti haldið Hazard frá liðinu í fjórar til sex vikur. „Þetta er eitthvað nýtt og ég get eiginlega útskýrt það frekar,“ sagði Zinedine Zidane. Eden Hazard er með þrjú mörk og núll stoðsendingar í fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Hann hefur spilað í samtals 646 mínútur sem er það sama og sjö heilir leikir. Það er ljóst að Hazard verður ekki með Real Madrid í seinni leiknum á móti Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Casemiro er líka meiddur en fyrirliðinn Sergio Ramos ætti að ná leiknum. Zidane vonast samt til að Hazard komi sem fyrst til baka en hann skilur ekkert í því af hverju Belginn hefur meiðst svona oft síðan að hann kom til Real Madrid liðsins. Real Madrid coach Zinedine Zidane has said he is at a loss to explain forward Eden Hazard's latest injury setback. https://t.co/0hexbZZpwn— Reuters Sports (@ReutersSports) March 15, 2021 „Það er eitthvað að af því að hann meiddist lítið sem ekkert á ferlinum áður en hann kom til Real. Við viljum reyna að hjálpa honum og vonandi snýr hann til baka sem fyrst,“ sagði Zidane. „Það eru hlutir sem ég get ekki útskýrt. Ég vil vera jákvæður og vona að þetta verði ekki mikið vandamál. Við verðum að reyna að finna út af hverju þetta gerðist núna en eins og er þá getum við það ekki,“ sagði Zinedine Zidane. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Saga Eden Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein meiðslamartröð út í eitt en Belginn hefur meiðst aftur og aftur hjá spænska félaginu og aðeins náð að spila samtals 25 deildarleiki síðan að hann kom til liðsins frá Chelsea árið 2019. Zidane "can t explain" Hazard s latest injury, but he remains convinced that he ll be a star at Real Madrid "sooner or later". See everything the coach said about Hazard s latest injury here. https://t.co/ZN9D2DqLx5— Managing Madrid (@managingmadrid) March 15, 2021 Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, gat ekki komið með útskýringu á þessum nýjustu meiðslum sem menn óttast að geti haldið Hazard frá liðinu í fjórar til sex vikur. „Þetta er eitthvað nýtt og ég get eiginlega útskýrt það frekar,“ sagði Zinedine Zidane. Eden Hazard er með þrjú mörk og núll stoðsendingar í fjórtán leikjum í öllum keppnum á tímabilinu. Hann hefur spilað í samtals 646 mínútur sem er það sama og sjö heilir leikir. Það er ljóst að Hazard verður ekki með Real Madrid í seinni leiknum á móti Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Casemiro er líka meiddur en fyrirliðinn Sergio Ramos ætti að ná leiknum. Zidane vonast samt til að Hazard komi sem fyrst til baka en hann skilur ekkert í því af hverju Belginn hefur meiðst svona oft síðan að hann kom til Real Madrid liðsins. Real Madrid coach Zinedine Zidane has said he is at a loss to explain forward Eden Hazard's latest injury setback. https://t.co/0hexbZZpwn— Reuters Sports (@ReutersSports) March 15, 2021 „Það er eitthvað að af því að hann meiddist lítið sem ekkert á ferlinum áður en hann kom til Real. Við viljum reyna að hjálpa honum og vonandi snýr hann til baka sem fyrst,“ sagði Zidane. „Það eru hlutir sem ég get ekki útskýrt. Ég vil vera jákvæður og vona að þetta verði ekki mikið vandamál. Við verðum að reyna að finna út af hverju þetta gerðist núna en eins og er þá getum við það ekki,“ sagði Zinedine Zidane.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Þetta er bara gullfallegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki