Innlent

Fólk varað við að nálgast hvalinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hnúfubakurinn hefur legið í fjörunni í nokkra daga og er talin hætta á að hvalurinn springi bráðlega vegna gasmyndunar.
Hnúfubakurinn hefur legið í fjörunni í nokkra daga og er talin hætta á að hvalurinn springi bráðlega vegna gasmyndunar. Aðsend/Þórarinn Hafdal Hávarðsson

Mikill mannfjöldi var í fjörunni á Garðskaga í dag en þar hefur hnúfubakur sem rak á land legið í nokkra daga. Fólk hefur verið varað við því að fara of nálægt hvalnum, en að sögn vísindamanna frá Hafrannsóknarstofnun mun hvalurinn brátt springa í loft upp vegna gasmyndunar.

Þetta hafa Víkurfréttir eftir vísindamönnunum sem rannsökuðu skepnuna í gær. Skepnan er talin lítil en hún er um sextán metrar á lengd.

Minnst tuttugu manns voru að skoða hvalinn í fjörunni þegar Þórarinn Hafdal Hávarðsson, framleiðandi, mætti á staðinn.

Hann sendi fréttastofu myndefni af hvalnum sem hægt er að sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×