Óvæntur markaskorari Víkings aðeins á skýrslu vegna mikilla forfalla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2021 08:01 Einar Guðnason [fyrir miðju] fagnar hér bikarmeistaratitli Víkings sumarið 2019. Með honum á myndinni eru Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Venezia á Ítalíu í dag, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, var óvænt á skýrslu er liðið mætti Þór Akureyri í Lengjubikarnum í gærkvöld. Einar kom óvænt inn á undir lok leiks, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði stórglæsilegt mark. Forfallnir knattspyrnuunnendur hér á landi vita mögulega af Einari Guðnasyni en fólki sem þekkir ef til vill ekki til hans er fyrirgefið enda hefur hann aðallega leikið með Berserkjum, venslaliði Víkings, á sínum ferli. Einar – sem er fæddur árið 1984 – lék síðast með Víkingum árið 2006 ef marka má vef KSÍ. Alls lék hann 13 leiki fyrir Víkinga á sínum tíma en aldrei þandi hann netmöskvana, það er að segja þangað til í gær. Einar kom inn af bekknum á 87. mínútu leiksins og skoraði fimmta mark Víkings þegar langt var komið inn í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Einar var yfirhöfuð á varamannabekk liðsins er sú að mikið er um forföll í herbúðum Víkings þessa dagana. „Það eru mikil forföll hjá okkur. Nokkrir leikmenn eru meiddir, sumir eru mjög uppteknir í skólanum þannig ég var settur á skýrslu ef eitthvað kæmi upp á. Svo gerist það að Helgi Guðjónsson meiðist þegar það eru fimm mínútur eftir og ég var sá eini á bekknum sem Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari liðsins] var tilbúinn að fórna í þetta,“ sagði Einar í stuttu spjalli við Vísi. Til að mynda var Sölvi Geir Ottesen ekki með Víkingum í gær og þá var Kári Árnason á skýrslu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri og ákváðu Víkingarnir að nýta ferðina sem hálfgerða æfingaferð þar sem það er ljóst að lið hér á landi munu ekki fara út fyrir landsteinana í slíkar ferðir eins og hefur tíðkast í gegnum árin. „Við erum í æfingarferð á Akureyri. Fórum á fimmtudag og komum aftur heim á sunnudaginn. Þess vegna vorum við ekki að taka unga stráka úr 2. eða 3. flokki,“ sagði Einar að lokum. Mark Einars má finna í spilaranum hér að neðan en ÞórTV sýndi leikinn beint. Mark Einars má sjá á undir lok myndbandsins eða þegar 2:05:35 eru komnar á klukkuna. Víkingur mætir Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þann 19. mars. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá úrslitakeppninni en enn er óvíst hvaða leikir verða sýndir í 8-liða úrslitum. Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
Forfallnir knattspyrnuunnendur hér á landi vita mögulega af Einari Guðnasyni en fólki sem þekkir ef til vill ekki til hans er fyrirgefið enda hefur hann aðallega leikið með Berserkjum, venslaliði Víkings, á sínum ferli. Einar – sem er fæddur árið 1984 – lék síðast með Víkingum árið 2006 ef marka má vef KSÍ. Alls lék hann 13 leiki fyrir Víkinga á sínum tíma en aldrei þandi hann netmöskvana, það er að segja þangað til í gær. Einar kom inn af bekknum á 87. mínútu leiksins og skoraði fimmta mark Víkings þegar langt var komið inn í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Einar var yfirhöfuð á varamannabekk liðsins er sú að mikið er um forföll í herbúðum Víkings þessa dagana. „Það eru mikil forföll hjá okkur. Nokkrir leikmenn eru meiddir, sumir eru mjög uppteknir í skólanum þannig ég var settur á skýrslu ef eitthvað kæmi upp á. Svo gerist það að Helgi Guðjónsson meiðist þegar það eru fimm mínútur eftir og ég var sá eini á bekknum sem Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari liðsins] var tilbúinn að fórna í þetta,“ sagði Einar í stuttu spjalli við Vísi. Til að mynda var Sölvi Geir Ottesen ekki með Víkingum í gær og þá var Kári Árnason á skýrslu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri og ákváðu Víkingarnir að nýta ferðina sem hálfgerða æfingaferð þar sem það er ljóst að lið hér á landi munu ekki fara út fyrir landsteinana í slíkar ferðir eins og hefur tíðkast í gegnum árin. „Við erum í æfingarferð á Akureyri. Fórum á fimmtudag og komum aftur heim á sunnudaginn. Þess vegna vorum við ekki að taka unga stráka úr 2. eða 3. flokki,“ sagði Einar að lokum. Mark Einars má finna í spilaranum hér að neðan en ÞórTV sýndi leikinn beint. Mark Einars má sjá á undir lok myndbandsins eða þegar 2:05:35 eru komnar á klukkuna. Víkingur mætir Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þann 19. mars. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá úrslitakeppninni en enn er óvíst hvaða leikir verða sýndir í 8-liða úrslitum.
Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira