Ekki hægt að opna gamla Suðurstrandarveg að fullu vegna grjóthrunshættu Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 13. mars 2021 13:09 Vegurinn er lokaður en vinna við að opna hann að hluta stendur nú yfir. Aðsend Bæjaryfirvöldum í Grindavík hafa borist ábendingar um að gamli Suðurstrandarvegurinn sé lokaður. Það geti skapað hættu ef það gjósi vestan við Grindavík og komi til rýmingar um Suðurstrandarveg. Atli Geir Júlusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs hjá bænum segir ekki hægt að opna allan veginn að svo stöddu vegna hættu á grjóthruni. Bent hefur verið á mikilvægi þess að opna veginn svo hægt sé að nýta hann sem mögulega flóttaleið, ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. Í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar segir að vegurinn eigi að nýtast sem möguleg leið fyrir viðbragðsaðila til að koma föngum á svæðið, ef þörf væri á. „Eins og aðstæður eru núna þá eru allar þær sviðsmyndir sem eru uppi þannig að við munum hreinlega loka öllum leiðum um þetta svæði, þannig það eru engar líkur á við munum þurfa að nota Suðurstrandarveginn í þeim tilgangi,“ segir Atli Geir. Líkurnar á að nota þurfi veginn ekki miklar Atli Geir segir veginn að stórum hluta lokaðan vegna grjóthruns, þar sem vegurinn liggur meðfram fjöllum. „Við erum ekki að fara að hreyfa við því grjóti þegar skjálftarnir eru og áfram grjóthrun. Auðvitað á hann að notast fyrir viðbragðsaðila þegar þetta er eina leiðin þeirra inn í bæinn, en líkurnar á því að það þurfi núna eru svo sem ekki miklar,“ segir Atli Geir. Vinna við að opna veginn sem næst Grindavík sé þó hafin. „Við munum ekki fara að tína grjót af honum austar, það er hreinlega hættulegt fyrir menn að fara þar um núna út af grjóthruni. Það grjót verður bara tínt af veginum þegar róast.“ Atli Geir segir stöðuna í Grindavík vera óbreytta og enn sé mikil skjálftavirkni á svæðinu. Íbúar séu margir orðnir þreyttir. „Við vöknum ótt og títt við skjálfta en menn bera sig vel og það er svo sem ekkert annað að gera en að reyna bara að halda áfram.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ölfus Samgöngur Hafnarfjörður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Bent hefur verið á mikilvægi þess að opna veginn svo hægt sé að nýta hann sem mögulega flóttaleið, ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga. Í aðalskipulagi Grindavíkurbæjar segir að vegurinn eigi að nýtast sem möguleg leið fyrir viðbragðsaðila til að koma föngum á svæðið, ef þörf væri á. „Eins og aðstæður eru núna þá eru allar þær sviðsmyndir sem eru uppi þannig að við munum hreinlega loka öllum leiðum um þetta svæði, þannig það eru engar líkur á við munum þurfa að nota Suðurstrandarveginn í þeim tilgangi,“ segir Atli Geir. Líkurnar á að nota þurfi veginn ekki miklar Atli Geir segir veginn að stórum hluta lokaðan vegna grjóthruns, þar sem vegurinn liggur meðfram fjöllum. „Við erum ekki að fara að hreyfa við því grjóti þegar skjálftarnir eru og áfram grjóthrun. Auðvitað á hann að notast fyrir viðbragðsaðila þegar þetta er eina leiðin þeirra inn í bæinn, en líkurnar á því að það þurfi núna eru svo sem ekki miklar,“ segir Atli Geir. Vinna við að opna veginn sem næst Grindavík sé þó hafin. „Við munum ekki fara að tína grjót af honum austar, það er hreinlega hættulegt fyrir menn að fara þar um núna út af grjóthruni. Það grjót verður bara tínt af veginum þegar róast.“ Atli Geir segir stöðuna í Grindavík vera óbreytta og enn sé mikil skjálftavirkni á svæðinu. Íbúar séu margir orðnir þreyttir. „Við vöknum ótt og títt við skjálfta en menn bera sig vel og það er svo sem ekkert annað að gera en að reyna bara að halda áfram.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ölfus Samgöngur Hafnarfjörður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira