Vonbrigði Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 13. mars 2021 13:01 Það eru gríðarleg vonbrigði í hvaða farveg málefni hjúkrunarheimilanna eru komin af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Í september 2020 ákvað Fjarðabyggð að segja upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands, samkvæmt uppsagnarákvæðum samninganna og skila þannig rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala aftur til ríkisins. Þetta var ekki léttvæg ákvörðun en vaxandi halli hefur verið á rekstri hjúkrunarheimilanna frá árinu 2014. Ástæðan er vanfjármögnun af hálfu ríkisins og fyrirséð er að hallinn verður einnig mikill á næstu árum að óbreyttu. Áður en farið var í þessa uppsögn höfðu bæjaryfirvöld um árabil verið í viðræðum við heilbrigðisyfirvöld um málaflokkinn þar sem ljóst var að fjárhagslegur grundvöllur rekstursins var brostinn. Þannig er og var staðan, þrátt fyrir að yfirstjórn og starfsfólk heimilanna hafi lagt sig allt fram um að haga rekstrinum sem best miðað við aðstæður og gætt að faglegu starfi. Þessar viðræður báru engan árangur, ekki frekar en viðræðurnar frá því í september, þegar samningum var sagt upp. Sveitarfélagið hefur lagt fé til hjúkrunarheimilanna úr rekstri sínum þrátt fyrir að ábyrgð málaflokksins og greiðsluskylda sé á hendi ríkisvaldsins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ræddi strax í byrjun þessa ferils að ríkinu bæri að taka við rekstrinum þannig að enginn brestur yrði á þjónustu við heimilismenn á hjúkrunarheimilunum og að réttindi og kjör starfsmanna þeirri haldist óbreytt. Venjan hefur verið sú, eins og nýlegt dæmi sýnir þegar sveitarfélagið Hornafjörður skilaði rekstri á sínu hjúkrunarheimili aftur til ríkisins. Hér er verið að tala um að yfirfærslan byggi á aðilaskiptalögum sem eru eðlilegir og vandaðir stjórnsýsluhættir. Ríkisvaldið hefur í öllum nýlegri yfirfærslum verkefna til sveitarfélaganna samið á þeim grunni að réttindi starfsmanna haldist og nefni ég þá sem dæmi málefni fatlaðs fólks og grunnskólanna. Að ríkið skuli nú beita sér gegn starfsmannahópi sem tengist hjúkrunarheimilunum, sem er mikilvægur stuðningur við aldraða íbúa í viðkvæmri stöðu, felur ekki í sér mikla virðingu gagnvart honum. Það bendir einnig til fádæma skilningsleysis á stöðu atvinnumála í landinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Við erum langþreytt á framkomu og samskiptaleysi heilbrigðisráðherra, heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um svör og samtöl frá því í september 2020 er ekki brugðist við fyrr en 3. mars sl. Þá, fimm mánuðum og þremur dögum eftir að uppsögnin tók gildi, var okkur tilkynnt að Heilbrigðisstofnun Austurlands taki við rekstrinum 1. apríl nk. Þessum skilaboðum fylgdu þær upplýsingar að ráðuneytið ætlar ekki að taka tillit til aðilaskiptalaganna og sveitarfélagið verði að segja upp sínu starfsfólki sem nánast allt eru konur. Þetta eru óásættanleg vinnubrögð og framkoma. Óvissa sem þessi kemur illa niður á heimilisfólki og starfsmönnum hjúkrunarheimilanna. Það tekur steininn úr að skella þessu fram tæpum mánuði áður en yfirtakan á að fara fram og það er vond framkoma við fólkið sem er búið að standa sig gríðarlega vel í erfiðum aðstæðum heimsfaraldurs að bíða í óvissu með framhald sinna starfa. Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur ásamt Vestmannaeyjabæ, sveitarfélaginu Hornafirði og Akureyrarbæ, verið með lausa samninga hjúkrunarheimila vegna vanfjármagnaðs rekstrar. Margoft hefur verið bent á það ósamræmi sem er í rekstrarumhverfi hjúkrunarheimilanna í landinu þar sem sum þeirra eru nú fjármögnuð beint af ríkisframlögum á meðan ofan talin sveitarfélög hafa rekið sín hjúkrunarheimili á daggjöldum. Sveitarfélögin hafa mætt halla á rekstri hjúkrunarheimila á þeirra vegum til að tryggja rekstur. Það er löngu tímabært að ríkisvaldið taki til skoðunar að 90% hjúkrunarheimila landsins standa ekki undir rekstri eins og margoft er búið að benda á. Skýr verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga er mikilvæg. Það er sveitarfélögunum mikið kappsmál að á milli ríkis og sveitarfélaga ríki traust og samningsvilji um stór sem lítil mál. Að fjármögnun reksturs hjúkrunarheimila til fjölda ára lendi að hluta til á herðum sveitarfélaga er dæmi um að mjög rangt er gefið og hallar mikið á sveitarfélögin sem er ekki boðlegt. Áætlanir um að koma fleiri verkefnum yfir til sveitarfélaganna frá ríkinu er oft skynsamleg leið til að bæta þjónustu í nærsamfélaginu en sjaldnast fylgir nægilegt fjármagn með. Af því sem á undan er gengið í málefnum hjúkrunarheimilanna verður ekki séð að samningsvilji eða traust ríki og á því ber ríkisvaldið eitt ábyrgð. Að vanvirða sjónarmið annars samningsaðilans og hunsa samtal um farsælan framgang yfirfærslunnar, verður ekki til að greiða leið verkefnaflutnings til lengri tíma. Hvert erum við að stefna? Ríkisvaldið þarf að taka skýra afstöðu og ekki er verra að það sé gert í samtali við fulltrúa sveitarfélaganna, einn ráðherra getur ekki tekið slíka ákvörðun. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Heilbrigðismál Eldri borgarar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Sjá meira
Það eru gríðarleg vonbrigði í hvaða farveg málefni hjúkrunarheimilanna eru komin af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Í september 2020 ákvað Fjarðabyggð að segja upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands, samkvæmt uppsagnarákvæðum samninganna og skila þannig rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar og Uppsala aftur til ríkisins. Þetta var ekki léttvæg ákvörðun en vaxandi halli hefur verið á rekstri hjúkrunarheimilanna frá árinu 2014. Ástæðan er vanfjármögnun af hálfu ríkisins og fyrirséð er að hallinn verður einnig mikill á næstu árum að óbreyttu. Áður en farið var í þessa uppsögn höfðu bæjaryfirvöld um árabil verið í viðræðum við heilbrigðisyfirvöld um málaflokkinn þar sem ljóst var að fjárhagslegur grundvöllur rekstursins var brostinn. Þannig er og var staðan, þrátt fyrir að yfirstjórn og starfsfólk heimilanna hafi lagt sig allt fram um að haga rekstrinum sem best miðað við aðstæður og gætt að faglegu starfi. Þessar viðræður báru engan árangur, ekki frekar en viðræðurnar frá því í september, þegar samningum var sagt upp. Sveitarfélagið hefur lagt fé til hjúkrunarheimilanna úr rekstri sínum þrátt fyrir að ábyrgð málaflokksins og greiðsluskylda sé á hendi ríkisvaldsins. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ræddi strax í byrjun þessa ferils að ríkinu bæri að taka við rekstrinum þannig að enginn brestur yrði á þjónustu við heimilismenn á hjúkrunarheimilunum og að réttindi og kjör starfsmanna þeirri haldist óbreytt. Venjan hefur verið sú, eins og nýlegt dæmi sýnir þegar sveitarfélagið Hornafjörður skilaði rekstri á sínu hjúkrunarheimili aftur til ríkisins. Hér er verið að tala um að yfirfærslan byggi á aðilaskiptalögum sem eru eðlilegir og vandaðir stjórnsýsluhættir. Ríkisvaldið hefur í öllum nýlegri yfirfærslum verkefna til sveitarfélaganna samið á þeim grunni að réttindi starfsmanna haldist og nefni ég þá sem dæmi málefni fatlaðs fólks og grunnskólanna. Að ríkið skuli nú beita sér gegn starfsmannahópi sem tengist hjúkrunarheimilunum, sem er mikilvægur stuðningur við aldraða íbúa í viðkvæmri stöðu, felur ekki í sér mikla virðingu gagnvart honum. Það bendir einnig til fádæma skilningsleysis á stöðu atvinnumála í landinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Við erum langþreytt á framkomu og samskiptaleysi heilbrigðisráðherra, heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um svör og samtöl frá því í september 2020 er ekki brugðist við fyrr en 3. mars sl. Þá, fimm mánuðum og þremur dögum eftir að uppsögnin tók gildi, var okkur tilkynnt að Heilbrigðisstofnun Austurlands taki við rekstrinum 1. apríl nk. Þessum skilaboðum fylgdu þær upplýsingar að ráðuneytið ætlar ekki að taka tillit til aðilaskiptalaganna og sveitarfélagið verði að segja upp sínu starfsfólki sem nánast allt eru konur. Þetta eru óásættanleg vinnubrögð og framkoma. Óvissa sem þessi kemur illa niður á heimilisfólki og starfsmönnum hjúkrunarheimilanna. Það tekur steininn úr að skella þessu fram tæpum mánuði áður en yfirtakan á að fara fram og það er vond framkoma við fólkið sem er búið að standa sig gríðarlega vel í erfiðum aðstæðum heimsfaraldurs að bíða í óvissu með framhald sinna starfa. Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur ásamt Vestmannaeyjabæ, sveitarfélaginu Hornafirði og Akureyrarbæ, verið með lausa samninga hjúkrunarheimila vegna vanfjármagnaðs rekstrar. Margoft hefur verið bent á það ósamræmi sem er í rekstrarumhverfi hjúkrunarheimilanna í landinu þar sem sum þeirra eru nú fjármögnuð beint af ríkisframlögum á meðan ofan talin sveitarfélög hafa rekið sín hjúkrunarheimili á daggjöldum. Sveitarfélögin hafa mætt halla á rekstri hjúkrunarheimila á þeirra vegum til að tryggja rekstur. Það er löngu tímabært að ríkisvaldið taki til skoðunar að 90% hjúkrunarheimila landsins standa ekki undir rekstri eins og margoft er búið að benda á. Skýr verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga er mikilvæg. Það er sveitarfélögunum mikið kappsmál að á milli ríkis og sveitarfélaga ríki traust og samningsvilji um stór sem lítil mál. Að fjármögnun reksturs hjúkrunarheimila til fjölda ára lendi að hluta til á herðum sveitarfélaga er dæmi um að mjög rangt er gefið og hallar mikið á sveitarfélögin sem er ekki boðlegt. Áætlanir um að koma fleiri verkefnum yfir til sveitarfélaganna frá ríkinu er oft skynsamleg leið til að bæta þjónustu í nærsamfélaginu en sjaldnast fylgir nægilegt fjármagn með. Af því sem á undan er gengið í málefnum hjúkrunarheimilanna verður ekki séð að samningsvilji eða traust ríki og á því ber ríkisvaldið eitt ábyrgð. Að vanvirða sjónarmið annars samningsaðilans og hunsa samtal um farsælan framgang yfirfærslunnar, verður ekki til að greiða leið verkefnaflutnings til lengri tíma. Hvert erum við að stefna? Ríkisvaldið þarf að taka skýra afstöðu og ekki er verra að það sé gert í samtali við fulltrúa sveitarfélaganna, einn ráðherra getur ekki tekið slíka ákvörðun. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun