Innlent

Ólöglega lagðir bílar töfðu för slökkviliðs

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá aðgerðum slökkviliðs á Laugaveginum í nótt.
Frá aðgerðum slökkviliðs á Laugaveginum í nótt. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Áhöfn dælubíls slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þurfti að færa bifreið með handafli til að komast leiðar sinnar á Laugavegi í Reykjavík í nótt. Slökkviliðsbíll rakst einnig utan í annað bíl þegar hann var á leið í útkall. Báðar bifreiðar voru lagðar ólöglega.

Í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir frá erfiðleikum slökkviliðsmanna að komast leiðar sinnar á Laugavegi í nótt. Útkall þar reyndist minniháttar og engin hætta á ferðum. Þrengingar í miðbænum reynist slökkviliðinu þó erfiðar. Stærri bílar séu nú um sömu göturnar.

„Við lentum í því í nótt að rekast utan í bíll á leið í útkall og svo þurfti áhöfn dælubíls að stoppa og færa bifreið með handafli til að komast leiðar sinnar. Báðum þessum bílum var ólöglega lagt,“ segir í færslunni.

Hvetur slökkviliðið eigendur bifreið til að leggja þeim vel og löglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×