„Glover klúðrar þessu sjálfur með því að vera sjálfselskur“ Atli Arason skrifar 13. mars 2021 07:00 Baldur Þór [t.h.] er þjálfari Tindastóls Vísir/Daniel Thor Baldur Þór var sáttur með liðsheildina að loknum sigrinum í Njarðvík. Hann hafði lítinn áhuga að ræða Shawn Glover sem er nú horfinn á braut. „Ég er hrikalega ánægður með sigur á útivelli,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali strax eftir leik áður en hann bætti við, „Varnarleikurinn var góður en svo er þetta bara gaman. Það er skemmtilegt að vera saman, það er skemmtilegt að vera í liði. Liðsandinn er þannig að menn eru gefa hvorum öðrum orku. Menn eru skemmtilegir og það bara skilar þessu.“ Það hefur fátt verið eins umtalað og framkoma Shawn Glover í síðasta leik Tindastóls gegn KR þar sem óstaðfestar fregnir bárust að Glover hafi neitað að spila leikinn. Fyrir leik var Baldur spurður út í þetta þar sem hann talaði í kringum málið. Baldur svaraði einfalt og stutt, „Við erum komnir með nýjan mann og Glover fann hvað var í gangi. Hann er náttúrlega bara kominn heim til sín.“ Þetta mál er greinilega viðkvæmt því þegar gengið var á Baldur í viðtali eftir leik, hvort að Glover hefði í raun og veru neitað að spila leikinn brást Baldur ekki vel við. „Ertu að spyrja mig sömu spurninguna og þú spurðir mig fyrir leik?“ spurði Baldur, áður en hann hélt áfram eftir að spyrill bað um skýrari svör. „Honum þótti óþægilegt að spila með öðrum leikmönnum. Við fórum bara fyrir þetta en í sjálfu sér erum við bara komnir með annan flottan mann inn í þetta. Við vorum aldrei að fara í tveggja Kana dæmi. Glover klúðrar þessu sjálfur með því að vera sjálfselskur.“ Flenard Whitfield er Kaninn sem kom inn í lið Tindastóls fyrir Glover og Baldur er gífurlega ánægður með það hvernig Whitfield kemur inn í liðið. „Þetta er allt annað líf, allt annað kemestrí. Þetta er gaman,“ svaraði Baldur aðspurður um Whitfield. Stólarnir eru eftir þennan sigur í kvöld búnir að jafna Val að stigum í sjöunda til áttunda sæti en næsti leikur Tindastóls er einmitt gegn Val á Hlíðarenda. „Í sjálfu sér er þetta bara einn leikur í einu. Deildin er öll erfið og það skiptir ekki máli hvern þú ert að spila við. Valsmenn eru að koma út úr tveimur góðum sigrum og ég reikna bara með hörku leik,“ sagði Baldur að lokum. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun: Njarðvík - Tindastóll 74-77 | Stólarnir komnir í 8. sætið en Njarðvík í veseni Tindastóll vann nauman þriggja stiga sigur í Njarðvíkinni í kvöld í spennadi leik. 12. mars 2021 22:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
„Ég er hrikalega ánægður með sigur á útivelli,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali strax eftir leik áður en hann bætti við, „Varnarleikurinn var góður en svo er þetta bara gaman. Það er skemmtilegt að vera saman, það er skemmtilegt að vera í liði. Liðsandinn er þannig að menn eru gefa hvorum öðrum orku. Menn eru skemmtilegir og það bara skilar þessu.“ Það hefur fátt verið eins umtalað og framkoma Shawn Glover í síðasta leik Tindastóls gegn KR þar sem óstaðfestar fregnir bárust að Glover hafi neitað að spila leikinn. Fyrir leik var Baldur spurður út í þetta þar sem hann talaði í kringum málið. Baldur svaraði einfalt og stutt, „Við erum komnir með nýjan mann og Glover fann hvað var í gangi. Hann er náttúrlega bara kominn heim til sín.“ Þetta mál er greinilega viðkvæmt því þegar gengið var á Baldur í viðtali eftir leik, hvort að Glover hefði í raun og veru neitað að spila leikinn brást Baldur ekki vel við. „Ertu að spyrja mig sömu spurninguna og þú spurðir mig fyrir leik?“ spurði Baldur, áður en hann hélt áfram eftir að spyrill bað um skýrari svör. „Honum þótti óþægilegt að spila með öðrum leikmönnum. Við fórum bara fyrir þetta en í sjálfu sér erum við bara komnir með annan flottan mann inn í þetta. Við vorum aldrei að fara í tveggja Kana dæmi. Glover klúðrar þessu sjálfur með því að vera sjálfselskur.“ Flenard Whitfield er Kaninn sem kom inn í lið Tindastóls fyrir Glover og Baldur er gífurlega ánægður með það hvernig Whitfield kemur inn í liðið. „Þetta er allt annað líf, allt annað kemestrí. Þetta er gaman,“ svaraði Baldur aðspurður um Whitfield. Stólarnir eru eftir þennan sigur í kvöld búnir að jafna Val að stigum í sjöunda til áttunda sæti en næsti leikur Tindastóls er einmitt gegn Val á Hlíðarenda. „Í sjálfu sér er þetta bara einn leikur í einu. Deildin er öll erfið og það skiptir ekki máli hvern þú ert að spila við. Valsmenn eru að koma út úr tveimur góðum sigrum og ég reikna bara með hörku leik,“ sagði Baldur að lokum.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun: Njarðvík - Tindastóll 74-77 | Stólarnir komnir í 8. sætið en Njarðvík í veseni Tindastóll vann nauman þriggja stiga sigur í Njarðvíkinni í kvöld í spennadi leik. 12. mars 2021 22:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Umfjöllun: Njarðvík - Tindastóll 74-77 | Stólarnir komnir í 8. sætið en Njarðvík í veseni Tindastóll vann nauman þriggja stiga sigur í Njarðvíkinni í kvöld í spennadi leik. 12. mars 2021 22:30
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum