Daníel Guðni: Við héldum haus á lokamínútunum Smári Jökull Jónsson skrifar 11. mars 2021 20:40 Daníel Guðni var ánægður með sigur Grindvíkinga í kvöld. vísir/huldamargrét „Ég er virkilega ánægður með að klára svona leik, við erum ekki að spila gegn einhverjum aukvisum því þetta er liðið í 3.sæti í deildinni,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór frá Þorlákshöfn í Domino´s deildinni í kvöld. „Þeir virtust ekki sakna Adomas Drungilas svo mikið, allavega ekki sóknarlega. Þeir gerðu vel, voru að ráðast á okkur með stóru bakverðina sína gegn okkar litlu. Bæði lið voru að skjóta vel og sóknarleikurinn góður en varnarleikurinn var það sem vantaði uppá.“ Þórsarar byrjuðu af miklum krafti og eftir eina mínútu voru Grindvíkingar 8-0 yfir og Marshall Nelson kominn með tvær villur. „Við lentum í brasi, við ætluðum auðvitað alls ekki að byrja svona. En ég er ánægður með mína menn að spila leikinn í gegn þrátt fyrir smá hörku hér í restina. Ég vil meina að við höfum haldið haus þessar lokamínútur,“ bætti Daníel við en það var hiti í mönnum undir lokin og oftar en einu sinni var allt við það að sjóða upp úr. Grindvíkingar hafa verið í vandræðum með sinn varnarleik og það breyttist lítið í kvöld. „Við erum í vandræðum þegar þeir sækja hratt. Menn eru seinir, það eru kannski að koma einhver léleg skot og við lendum svo í vandræðum í hraðaupphlaupsvörninni. Við þurfum að gera betur og teljum okkur vita hvað við þurfum að gera.“ Kazembe Abif, sem nýlega kom til Grindavíkur, hefur ekki endilega heillað marga stuðningsmenn Grindavíkur en skilaði ágætum tölum í kvöld og virðist vera komast aðeins betur inn í hlutina. Hann skoraði 14 stig og tók 12 fráköst í kvöld. „Við skorum 105 stig og hann er ekki endilega búinn að skila einhverjum tölum sóknarlega í síðustu leikjum en hefur komið með ákveðna hluti inn varnarlega sem ég fíla. Hann talar, er hreyfanlegur og er að berjast. Það er það sem ég vil.“ „Vissulega vil ég fá meira framlag frá honum í ákveðnum aðgerðum, til dæmis á móti stórum bakvörðum Þórs í kvöld. Hann skilaði tvöfaldri tvennu í kvöld og það er eitthvað sem koma skal. Er hann ekki bara að komast í leikform?“ sagði Daníel Guðni að lokum. UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
„Þeir virtust ekki sakna Adomas Drungilas svo mikið, allavega ekki sóknarlega. Þeir gerðu vel, voru að ráðast á okkur með stóru bakverðina sína gegn okkar litlu. Bæði lið voru að skjóta vel og sóknarleikurinn góður en varnarleikurinn var það sem vantaði uppá.“ Þórsarar byrjuðu af miklum krafti og eftir eina mínútu voru Grindvíkingar 8-0 yfir og Marshall Nelson kominn með tvær villur. „Við lentum í brasi, við ætluðum auðvitað alls ekki að byrja svona. En ég er ánægður með mína menn að spila leikinn í gegn þrátt fyrir smá hörku hér í restina. Ég vil meina að við höfum haldið haus þessar lokamínútur,“ bætti Daníel við en það var hiti í mönnum undir lokin og oftar en einu sinni var allt við það að sjóða upp úr. Grindvíkingar hafa verið í vandræðum með sinn varnarleik og það breyttist lítið í kvöld. „Við erum í vandræðum þegar þeir sækja hratt. Menn eru seinir, það eru kannski að koma einhver léleg skot og við lendum svo í vandræðum í hraðaupphlaupsvörninni. Við þurfum að gera betur og teljum okkur vita hvað við þurfum að gera.“ Kazembe Abif, sem nýlega kom til Grindavíkur, hefur ekki endilega heillað marga stuðningsmenn Grindavíkur en skilaði ágætum tölum í kvöld og virðist vera komast aðeins betur inn í hlutina. Hann skoraði 14 stig og tók 12 fráköst í kvöld. „Við skorum 105 stig og hann er ekki endilega búinn að skila einhverjum tölum sóknarlega í síðustu leikjum en hefur komið með ákveðna hluti inn varnarlega sem ég fíla. Hann talar, er hreyfanlegur og er að berjast. Það er það sem ég vil.“ „Vissulega vil ég fá meira framlag frá honum í ákveðnum aðgerðum, til dæmis á móti stórum bakvörðum Þórs í kvöld. Hann skilaði tvöfaldri tvennu í kvöld og það er eitthvað sem koma skal. Er hann ekki bara að komast í leikform?“ sagði Daníel Guðni að lokum.
UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira