Fengu ekki lotuna sem tengd er mögulegri aukaverkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 12:19 Landspítali í Fossvogi. Vísir/vilhelm Landspítali hefur frestað bólusetningu starfsfólks með bóluefni AstraZeneca sem fara átti fram í dag eftir að notkun þess á landinu var stöðvuð tímabundið í morgun. Þá tekur spítalinn fram að hann hafi ekki fengið úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun. Sóttvarnalæknir tilkynnti í morgun að ákveðið hefði verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. „Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með Covid-19-bóluefni frá AstraZeneca í dag, fimmtudaginn 11. mars, í ljósi þess að sóttvarnalæknir mælir með tímabundinni frestun á bólusetningum í varúðarskyni á meðan Lyfjastofnun Evrópu fjallar um möguleg tengsl bólusetningar með þessu tiltekna bóluefni við blóðtappa,“ segir í tilkynningu Landspítala í dag. „Vert er að taka fram að Landspítali fékk ekki úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.“ Það starfsfólk sem þegar hafi fengið boð í bólusetningu í dag mun fá SMS þess efnis að henni sé nú frestað tímabundið. Framhaldið verði tilkynnt á vefsvæðum Landspítala og samskiptamiðlinum Workplace. BÓLUSETNINGU STARFSFÓLKS MEÐ ASTRAZENECA FRESTAÐ TÍMABUNDIÐ Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með...Posted by Landspítali on Fimmtudagur, 11. mars 2021 Skoða tiltekna lotu Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekkert benti til þess að orsakasamhengi væri milli bólusetningarinnar og veikindanna, sem einnig hefur verið tilkynnt um í Austurríki. Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í gær að tiltekin lota af bóluefni AstraZeneca, ABV5300, sé skoðuð með tilliti til umræddra mögulegra aukaverkana. Lotan telur eina milljón skammta, sem dreift var til sautján Evrópulanda, þar á meðal Íslands. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. 11. mars 2021 09:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir tilkynnti í morgun að ákveðið hefði verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. „Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með Covid-19-bóluefni frá AstraZeneca í dag, fimmtudaginn 11. mars, í ljósi þess að sóttvarnalæknir mælir með tímabundinni frestun á bólusetningum í varúðarskyni á meðan Lyfjastofnun Evrópu fjallar um möguleg tengsl bólusetningar með þessu tiltekna bóluefni við blóðtappa,“ segir í tilkynningu Landspítala í dag. „Vert er að taka fram að Landspítali fékk ekki úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.“ Það starfsfólk sem þegar hafi fengið boð í bólusetningu í dag mun fá SMS þess efnis að henni sé nú frestað tímabundið. Framhaldið verði tilkynnt á vefsvæðum Landspítala og samskiptamiðlinum Workplace. BÓLUSETNINGU STARFSFÓLKS MEÐ ASTRAZENECA FRESTAÐ TÍMABUNDIÐ Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með...Posted by Landspítali on Fimmtudagur, 11. mars 2021 Skoða tiltekna lotu Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekkert benti til þess að orsakasamhengi væri milli bólusetningarinnar og veikindanna, sem einnig hefur verið tilkynnt um í Austurríki. Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í gær að tiltekin lota af bóluefni AstraZeneca, ABV5300, sé skoðuð með tilliti til umræddra mögulegra aukaverkana. Lotan telur eina milljón skammta, sem dreift var til sautján Evrópulanda, þar á meðal Íslands. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. 11. mars 2021 09:58 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13
Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. 11. mars 2021 09:58