Fengu ekki lotuna sem tengd er mögulegri aukaverkun Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 12:19 Landspítali í Fossvogi. Vísir/vilhelm Landspítali hefur frestað bólusetningu starfsfólks með bóluefni AstraZeneca sem fara átti fram í dag eftir að notkun þess á landinu var stöðvuð tímabundið í morgun. Þá tekur spítalinn fram að hann hafi ekki fengið úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun. Sóttvarnalæknir tilkynnti í morgun að ákveðið hefði verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. „Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með Covid-19-bóluefni frá AstraZeneca í dag, fimmtudaginn 11. mars, í ljósi þess að sóttvarnalæknir mælir með tímabundinni frestun á bólusetningum í varúðarskyni á meðan Lyfjastofnun Evrópu fjallar um möguleg tengsl bólusetningar með þessu tiltekna bóluefni við blóðtappa,“ segir í tilkynningu Landspítala í dag. „Vert er að taka fram að Landspítali fékk ekki úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.“ Það starfsfólk sem þegar hafi fengið boð í bólusetningu í dag mun fá SMS þess efnis að henni sé nú frestað tímabundið. Framhaldið verði tilkynnt á vefsvæðum Landspítala og samskiptamiðlinum Workplace. BÓLUSETNINGU STARFSFÓLKS MEÐ ASTRAZENECA FRESTAÐ TÍMABUNDIÐ Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með...Posted by Landspítali on Fimmtudagur, 11. mars 2021 Skoða tiltekna lotu Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekkert benti til þess að orsakasamhengi væri milli bólusetningarinnar og veikindanna, sem einnig hefur verið tilkynnt um í Austurríki. Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í gær að tiltekin lota af bóluefni AstraZeneca, ABV5300, sé skoðuð með tilliti til umræddra mögulegra aukaverkana. Lotan telur eina milljón skammta, sem dreift var til sautján Evrópulanda, þar á meðal Íslands. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. 11. mars 2021 09:58 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Sóttvarnalæknir tilkynnti í morgun að ákveðið hefði verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. „Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með Covid-19-bóluefni frá AstraZeneca í dag, fimmtudaginn 11. mars, í ljósi þess að sóttvarnalæknir mælir með tímabundinni frestun á bólusetningum í varúðarskyni á meðan Lyfjastofnun Evrópu fjallar um möguleg tengsl bólusetningar með þessu tiltekna bóluefni við blóðtappa,“ segir í tilkynningu Landspítala í dag. „Vert er að taka fram að Landspítali fékk ekki úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.“ Það starfsfólk sem þegar hafi fengið boð í bólusetningu í dag mun fá SMS þess efnis að henni sé nú frestað tímabundið. Framhaldið verði tilkynnt á vefsvæðum Landspítala og samskiptamiðlinum Workplace. BÓLUSETNINGU STARFSFÓLKS MEÐ ASTRAZENECA FRESTAÐ TÍMABUNDIÐ Landspítali hefur stöðvað bólusetningar starfsfólks með...Posted by Landspítali on Fimmtudagur, 11. mars 2021 Skoða tiltekna lotu Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hefðu ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. Ein tilkynningin snýr að dauðsfalli. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekkert benti til þess að orsakasamhengi væri milli bólusetningarinnar og veikindanna, sem einnig hefur verið tilkynnt um í Austurríki. Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í gær að tiltekin lota af bóluefni AstraZeneca, ABV5300, sé skoðuð með tilliti til umræddra mögulegra aukaverkana. Lotan telur eina milljón skammta, sem dreift var til sautján Evrópulanda, þar á meðal Íslands. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13 Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. 11. mars 2021 09:58 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum af efninu í Evrópu. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. 11. mars 2021 11:13
Danir hætta tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að stöðva tímabundið notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-19 eftir tilkynningar um að grunur sé um alvarlegar aukaverkanir varðandi blóðtappa. Notkuninni verður hætt í tvær vikur til að byrja með. 11. mars 2021 09:58